Fréttablaðið - 19.12.2009, Síða 56
56 19. desember 2009 LAUGARDAGUR
HRUNIÐ 2008
„Ris og hrun bankanna á Íslandi yfirgnæfir allt annað markvert í landinu á þessum áratug. Í framtíðinni verður ártalið 2008 jafn
eftirminnilegt í Íslandssögunni og aðrar stikur sem krakkar hafa þurft að læra og margir muna: 930, 1262, 1918, 1944 og þar fram
eftir götunum.“
„Á eftir að hafa áhrif á daglegt líf landsmanna næstu árin. Fer í sögubækurnar sem eitt mesta klúður Íslandssögunnar. Allir
bankar landsins féllu og landið var á barmi gjaldþrots. Rúmu ári síðar erum við enn að vonast til að landið fari ekki fram af brúninni
en það munu mörg ár líða þar til við munum skilja hvað gerðist og læra af mistökunum.“
„Stærsti atburðurinn í íslensku efnahagslífi síðastu áratugi. Hrun fjármálakerfis heillar þjóðar telst stórtíðindi á hvaða mælikvarða
sem er.“
Ris og hrun bankanna yfirgnæfir allt
2000-2009: Menningarsigrar
„Að loknum þessum áratug hinna brostnu peningavona
standa eftir fjölmargir sigrar Íslendinga á menningar-
sviðinu, innanlands sem utan.“
2000-2009: Fjölgun fólks af erlendum uppruna
Á örfáum árum hefur ásýnd Íslands breyst til muna
með mikilli fjölgun fólks af erlendum uppruna sem
hefur sest hér að.
2000: Lög um fæðingarorlof
„Eitt stærsta skrefið sem stigið hefur verið hér á landi í
átt til jafnréttis kynjanna.“
2000: Stofnun Samfylkingarinnar og VG
2001: Verðbólgumarkmið sett
„Sönnuðum að það eru til of lítil hag-/myntkerfi fyrir
verðbólgumarkmið með frjálsum fjármagnsflutningum.“
2001: Stofnun Vesturports „Leikhópurinn sem myndar
Vesturport er eitt það ferskasta sem gerst hefur í leik-
húsi í mörg ár.“
2001: Fréttablaðið stofnað
Þótt tvær tilraunir þyrfti til að koma blaðinu úr starthol-
unum sýndi það sig fljótt að það var sprettharðara en
keppinautarnir. Fríblað varð meira lesið en gamla veldið
Mogginn og undir lok áratugarins var Morgunblaðið
komið á kné.
2003: CCP-setur Eve online á markað
„CCP setur sýndarheiminn EVE-Online á markað,
en sex árum síðar eru EVE-áskrifendur orðnir álíka
margir og Íslendingar, og CCP í fararbroddi í þróun
og rekstri sýndarheima í veröldinni.“
2004: FARICE-1 sæstrengurinn er tekinn í
notkun.
„Gjörbyltir nettengingu Íslands við umheim-
inn.“
2005: Unnur Birna verður Miss World.
„Guði sé lof að við þurftum ekki að fara í
gegnum heilan áratug án íslenskrar Miss
World.“
2006: Draumalandið eftir Andra Snæ
kemur út.
2009: DANICE-sæstrengurinn er tekinn
í notkun.
„Færir Íslendingum enn áreiðanlegri og
hraðvirkari nettengingu við umheim-
inn.“
2009: Þingkosningarnar
„Mörkuðu margvísleg tímamót, meðal
annars að vinstri flokkarnir fengu
meirihluta í fyrsta skipti.“
2009: Jóhanna Sigurðardóttir
verður forsætisráðherra.
Fleira merkilegt á árunum 2000 til 2009
BÚSÁHALDABYLTINGIN Kemst á
blað sem einn merkilegasti atburð-
urinn 2000 til 2009.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
BROTTFÖR BANDARÍKJAHERS 2006
„Nánast frá stríðslokum hafði erlend herseta á Íslandi skipt
þjóðinni í tvennt og klofið fjölskyldur og vinahópa. Svo hvarf
hann einn daginn að eigin frumkvæði, næstum þegjandi og
hljóðalaust. Og skildi eftir ráðvillta þjóð sem varð að finna sér
nýtt deiluefni.“
„Sámur frændi fór og eftir urðu tómar byggingar með rangri
rafmagnsspennu, verra atvinnuástand á Suðurnesjum og
lofthelgigæsla í uppnámi. Meira en hálfrar aldar vera hersins
á Miðnesheiði hafði fært þjóðinni tekjur og ákveðna stöðu á
taflborði heimsveldanna, sem margir sjá eftir.“
STUÐNINGUR VIÐ INNRÁS BANDARÍKJAHERS Í
ÍRAK 2003
„Straumhvörf urðu þegar ríkisstjórnin studdi innrás í Írak
snemma árs 2003. Forráðamenn hennar höfðu sínar ástæður
til þess að taka þessa ákvörðun. Í sögulegu ljósi skaut stuðn-
ingurinn þó skökku við, til dæmis ef miðað er við þá ákvörðun
stjórnvalda á sínum tíma að lýsa ekki yfir stríði á hendur öxul-
veldunum þótt það þýddi að Ísland yrði ekki meðal stofnríkja
Sameinuðu þjóðanna. Fróðlegt verður að sjá bandarísk skjöl
um þessa ákvörðun þegar þar að kemur.“
UMSÓKN UM AÐILD AÐ EVRÓPUSAMBANDINU
2009
„Markaði tímamót að því leyti að meirihluti þings samþykkti
að sækja um aðild og sennilega voru, eftir kosningarnar 2009,
þeir þingmenn í meirihluta sem töldu aðild æskilega (þótt
það gilti ekki um ýmsa stjórnarliða sem engu að síður greiddu
málinu atkvæði).“
Bankahrunið er
merkilegasti atburður
síðustu tíu ára í sögu
Íslands og ríkir um það
einhugur meðal álits-
gjafa Fréttablaðsins.
Brotthvarf bandaríska
hersins, framkvæmdir
við Kárahnjúkavirkjun,
synjun forseta á undir-
ritun fjölmiðlalaga og
einkavæðing bankanna
fylgja í kjölfarið. Sigríð-
ur Björg Tómasdóttir
rýndi í svör við spurn-
ingunni: Hver var
markverðasti atburður-
inn á Íslandi á árunum
2000 til 2009?
FR
ÉTTA
B
LA
Ð
IÐ
/VILH
ELM
FR
ÉTTA
B
LA
Ð
IÐ
/A
N
TO
N
1
2
4