Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.12.2009, Qupperneq 58

Fréttablaðið - 19.12.2009, Qupperneq 58
58 19. desember 2009 LAUGARDAGUR SUÐURLANDSSKJÁLFTI 2000 „Suðurlandsskjálftarnir 17. og 21. júní. Hvað er þjóðlegra en stór jarðskjálfti á sjálfan 17. júní. Jarðskjálftarnir voru svo þjóðlegir að Geysir lifnaði aftur við og tók að gjósa eftir að hafa legið í dvala í hálfa öld.“ „Hristu vandlega upp í okkur og minntu á það eru til máttarvöld æðri mann- legum mætti.“ BÚSÁHALDABYLTINGIN 2009 „Einn merkilegasti viðburður Íslandssögunnar. Mótmælendur á götum úti höfðu þau áhrif að ríkisstjórn féll og minnihlutastjórn var mynduð með hlutleysi Fram- sóknarflokksins. ... Helstu kröfur búsáhaldabyltingarinnar (burt með stjórnina, burt með Davíð og nýjar kosningar) náðust fram, en meira vafamál er um rótttækari uppstokkun stjórnkerfisins sem einnig var ofarlega á baugi í kröfum mótmælenda.“ „Hún var óhjákvæmileg. Gleymi aldrei eldunum fyrir utan alþingishúsið og takt- föstum slætti í potta og pönnur. „Vanhæf ríkisstjórn, vanhæf ríkisstjórn.“ ALGJÖR NETVÆÐING 2000-2009 „Þróun Netsins og uppgangur netmiðla hefur gjörbylt fjölmiðlanotkun Íslend- inga, eins og annarra, og haft gríðarleg áhrif sem enn eiga eftir að vaxa.“ „Í upphafi 21. aldar eru Íslendingar ekki eftirbátar annarra þjóða [í tæknimálum], manna fyrstir að tileinka sér flestar tækninýjungar og stundum þannig að manni þykir nóg um. Síðastliðin ár hefur állt Ísland netvæðst ef svo má segja. „Allir“ eru með háhraðatengingu á heimilum sínum og daglegt líf hefur gerbreyst. Þeir sem eru ósammála geta bara stofnað hóp um það á facebook.“ BAUGSMÁLIÐ 2002-2009 „Baugsmálið. Málið endalausa, sem bíður sennilega enn dóms, – og þá dóms sögunnar. Flestir höfðu skoðanir á því en fæstir skildu það. Þjóðin skiptist í lið og viðurnefni eins og Baugspennar og Baugsmiðlar komust á flug.“ „Baugsmálið hefst með húsleit efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra í höfuðstövðum Baugs, vegna gruns um efnahagsbrota í kjölfar kæru Jóns Geralds Sullenberger. Þjóðin skiptist í fylkingar með eða á móti Baugsmönnum eða með á móti Davíð Oddssyni. Reyndar sátu flestir hjá og fylgdust með í forundran jafnframt því að reynt var að skilja hvað gekk á ... Svo komu dómar og áfrýjanir og þvælingur milli héraðsdóms og hæstaréttar og málið virtist aldrei endi taka. Ákæruliðum var vísað frá og aðrir teknir upp í staðin. Þegar loksins kom dómur var flestum orðið nákvæmlega sama. DAVÍÐ HÆTTIR Í STJÓRNMÁLUM 2005 „Maðurinn sem hafði verið aðalleikarinn á hinu pólit- íska sviði svo árum skipti steig til hliðar og settist að í Seðlabankanum. Það má svo sem deila um hvort Davíð geti nokkurn tímann hætt í pólitík, en haustið 2005 átti formlegum afskiptum hans af stjórnmálum í það minnsta að ljúka.“ „Það virtist sem stór atburður væri á ferðinni, að Davíð Oddsson væri að hætta í stjórnmál- um. Fjórum árum síðar kom í ljós að þessi tímasetning var bara blekking og að Davíð hætti aldrei.“ SILFURVERÐLAUN HAND- BOLTALANDSLIÐSINS Á ÓLYMP- ÍLEIKUNUM 2008 „Árangur karlalandsliðsins í handknattleik á Ólympíuleikunum í Beijing 2008 verður lengi í minnum hafður. ... í íþróttasögunni er eins glæsi- legt afrek vandfundið. Og mikið hefði nú verið gott ef landinn hefði aðeins bundið sitt heilbrigða þjóðarstolt við strákana okkar en ekki misvitra útrásarvíkinga sem þóttust klárari en allir aðrir.“ „Þótt áður hefðu Íslendingar komist á verðlaunapall í einstaklingsgreinum á Ólymp- íuleikum, er almennt viðurkennt að verðlaun í hópíþrótt standi skör hærra. Landinn fór á límingunum og þjóðhátíð var slegið upp þegar liðið kom til landsins.“ Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur, Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðingur, Katrín Ólafsdóttir viðskipta- fræðingur, Páll Valsson rithöfundur, Svanhildur Hólm framkvæmdastjóri, Svanborg Sigmarsdóttir stjórnmálafræðingur, Vilhjálmur Þorsteinsson fjárfestir, Ósk Vilhjálmsdóttir myndlistarmaður. ➜ ÁLITSGJAFAR FRAMKVÆMDIR VIÐ KÁRA- HNJÚKA 2002-2007 „Vandfundið annað verkefni sem hægt er að gagnrýna á jafn- marga vegu: út frá náttúruvernd- arsjónarmiði, vegna þenslu- og ruðnings áhrifa, leyndar yfir verði á raforkuverði og þar með arðsemi verkefnisins, fárra framtíðarstarfa.“ „Virkjunin sjálf var og er vissulega stórvirki, en deilurnar og lætin í kringum hana voru ekki minni. Allt í einu hafði fólk, sem ekki vissi einu sinni hvernig heiðagæs leit út, miklar skoðanir á varplöndum og heill gæsarinnar, sem og verndun þessa hrjóstruga landsvæðis sem fæstir höfðu sennilega gert sér grein fyrir að væri ein dýrmætasta náttúruperla landsins. Eða þannig.“ „Afleiðingar framkvæmdanna við Kárahnjúka eru aðallega tvenns konar. Annars vegar varð til hópur mótmælenda sem reyndi að ganga sífellt lengra í borgaralegri óhlýðni, og Íslendingar vöndust mótmælum. Hins vegar voru það efnahagslegu mistökin og þenslan sem af fram- kvæmdunum varð sem ýtti undir fjármálabóluna hér á landi.“ SYNJUN FORSETA Á AÐ RITA UNDIR FJÖLMIÐLALÖG 2004 „Þetta voru tímamót að því leyti að aldrei áður hafði forseti orðið við áskorunum um að gera slíkt. Þeirri skoðun hafði jafnvel verið hreyft að hann hefði ekki sjálfstæðan rétt til að synja um undirskrift heldur gæti einungis gert slíkt að tilmælum ráðherra.“ „Forsetinn beitti synjunarheimild 26. gr. stjórnarskrár Íslands í fyrsta sinn, nokkuð sem ýmsir lögspek- ingar töldu óhugsandi og bakaði sér enn meiri óvild sjálfstæðis- manna, sem var þó ærin fyrir. Mörgum þótti þetta staðfesting á þýlyndi forsetans við Baug og miðla hans. Davíð kom með krók á móti bragði og felldi fjölmiðlalögin sem forsetinn hafnaði úr gildi, svo aldrei kom til þess að þjóðin greiddi um það atkvæði.“ „Þjóðin vaknaði líka upp við það að ekki voru fyrir hendi lög um þjóðaratkvæðagreiðslu, líkt og kraf- ist er í stjórnarskránni þegar forseti synjar staðfestingu. Þjóðin bíður enn eftir slíkum lögum.“ EINKAVÆÐING BANKANNA 2002 „Upphaf góðærisins og forspá um illan endi þess. Misheppnaðasta aðgerð ríkisstjórna Davíðs og Hall- dórs.“ „Einkavæðing bankanna var eitt stærsta skrefið í því að færa vald frá stjórnmálamönnum í hendur atvinnu- lífsins og einkaaðila og engin önnur einkavæðing hafði jafn afdrifaríkar afleiðingar fyrir skiptingu auðs hér á landi. Í gegn um fjármagn frá þessum ný-einkavæddu bönkum (og Glitni, sem var þá þegar einkavæddur) kepptust nýir eigendur bankanna við að kaupa upp íslenskt atvinnulíf og gömlu fjölskyldurnar sem höfðu ráðið hér lögum og lofum stóðu gáttaðar eftir og skildu vart hvað hafði gerst.“ „Auðmenn sem höfðu enga reynslu af bankarekstri eignuðust bankana með því að slá lán hver hjá öðrum. Við þekkjum framhaldið.“ FR ÉTTA B LA Ð IÐ /VILH ELM M YN D /L JÓ SM YN D A SA FN R EY K JA VÍ KU R /H IL M A R Þ Ó R 3 5 KAFFIVÉLAR - MATVINNSLUVÉLAR - POTTAR & PÖNNUR SAFAPRESSUR - ELDHÚSÁHÖLD fást í Eirvík JÓLAGJAFIRNAR JÓLATILBOÐ Opið í dag laugardag frá kl. 11:00-16:00 Lokað sunnudag
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.