Fréttablaðið - 19.12.2009, Qupperneq 73
Jólagjafirnar hans
póker - billiard - dart
Lín Design, gamla sjónvarpshúsið • Laugavegi 176 • Sími 533 2220 • www.lindesign.is
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447
„Fólki kemur nú ótrúlega margt
á óvart og þá kannski einna helst
á hve litlu Íslendingar þurftu að
halda hér áður fyrr til að halda upp
á jólin,“ segir Helga, spurð að því
hvað veki iðulega mesta eftirtekt
þegar hún leiðir gesti um Árbæjar-
safnið á aðventunni, en á morgun
gefst fólki færi á að fylgjast með
hvernig jólin voru undirbúin í
gamla daga, matargerð og fleiru.
Sjálf kveðst Helga hafa orðið
hálfundrandi þegar henni varð ljóst
að oft höfðu Íslendingar ekki nema í
mesta lagi kerti og ef til vill jólatré
hér áður fyrr til kalla fram ákveð-
inn hátíðleika. „Fólkið þurfti engan
lúxus, heldur gerði gott úr því sem
það átti til að skapa sér ánægjulega
samverustund, enda var hér ekki
farið að skreyta að neinu ráði fyrr
en á milli 1940-1950.“
Helga segist skynja að samver-
an skipti fólk enn mestu máli um
jólin og meðal annars fyrir þær
sakir geri margir sér sérstaka ferð
upp í Árbæjarsafn á þessum árs-
tíma. „Fólk vill sleppa frá öllum
hamaganginum sem fylgir til
dæmis gjafainnkaupum og sækir
hingað í friðinn sem ríkir, þægi-
lega og afslappaða andrúmsloftið.
Ætli fólki finnist ekki bara gott
að leggja af stað í ímyndað ferða-
lag til tíma sem margir sjá fyrir
sér að hafi einkennst af einfaldari
lifnaðarháttum, þótt vissulega hafi
nú ekki allt verið kræsilegt hér á
öldum áður. Að minnsta kosti ekki
út frá femínísku sjónarhorni,“
segir Helga og hlær góðlátlega.
Áhugi um menningararfinn
rekur líka marga upp á safnið að
sögn Helgu, sem er engin undan-
tekning frá því þar sem hún hefur
alveg frá því að hún man eftir
sér haft brennandi áhuga á sagn-
fræði. „Ég hef bara alltaf haft
gaman af sögu, einkum og sér í
lagi sögu Reykjavíkur og finnst
hún oft geta varpað skemmtilegu
ljósi á samtímann,“ útskýrir Helga
og kveðst jafnframt vera mikið
jólabarn og því hafi hún sannar-
lega fundið starf við sitt hæfi á
Árbæjar safni.
Helga tekur fram að safnið
sé haft opið á morgun á milli
klukkan 13 og 17. Guðsþjónusta
verði í gömlu torfkirkjunni
klukkan 14 og jólatréskemmtun
á torginu klukkan 15. Þá fá börn
og fullorðnir að föndra músastiga,
jólapoka og ýmislegt fleira auk
þess sem alls kyns ljúffengar veit-
ingar verða í boði. roald@frettabladid.is
Skyggnst aftur í fortíðina
Helga Maureen Gylfadóttir hefur starfað sem safnvörður á Árbæjarsafni um nokkurra ára skeið. Á morgun
bregður hún sér í hlutverk leiðsögumanns og upplýsir gesti um hvernig jólin voru undirbúin í gamla daga.
Helga mun á morgun sýna gestum Árbæjarsafns hvernig jólin voru undirbúin á Íslandi í gamla daga. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
AÐVENTUTÓNLEIKAR Helgu Möller og Hátíðasvein-
anna fara fram í Laugarneskirkju á morgun klukkan 20. Helga
mun syngja öll sín þekktustu jólalög ásamt ýmsum perlum.
Sérstakir gestir eru Flugfreyjukórinn og Elísabet Ormslev.