Fréttablaðið - 19.12.2009, Side 82

Fréttablaðið - 19.12.2009, Side 82
 19. desember 2009 LAUGARDAGUR4 Verkefnasjóður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins, deild um sjávarrannsóknir á samkeppnissviði, auglýsir eftir umsóknum um styrki til rannsókna- og þróunarverkefna. Sjóðurinn mun fyrst og fremst styrkja rannsóknir á sjávarlífverum sem nú eru nytjaðar eða sem mögu- legt væri að nytja. Áhersla verður lögð á verkefni sem efl a rannsókna- og þróunarstarf á lífríki sjávar umhverfi s Ísland og efl a til lengri tíma litið sjálf- bæra nýtingu auðlinda hafsins og samkeppnishæfni sjávarútvegs, grunnslóðarannsóknir, þorskrann- sóknir og verkefni sem tengjast þróun aðferða við nýtingu á lífverum sjávar, s.s. líftækni. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur ákveðið að framlag til deildar sjóðsins um sjávar- rannsóknir á samkeppnissviði verði hækkað um 25 m.kr. á árinu. Framlag til sjóðsins verður því 100 m.kr. á árinu 2009. Við mat umsókna verður lögð áhersla á nýnæmi verkefnisins m.t.t. nýrrar þekkingar og/eða aukinna nýtingarmöguleika á lífríki sjávar. Veittir verða styrkir til stærri verkefna að upphæð 6 m.kr. að hámarki hvert og til smærri verkefna að hámarki 2 m.kr. hvert. Hver styrkur nemur að hámarki 50% af áætluðum heildarkostnaði viðkomandi verkefnis. Allir geta sótt um styrki; einstaklingar, fyrirtæki, rannsókna- og háskólastofnanir. Í stærri verkefnum er sérstaklega hvatt til samstarfs mismunandi aðila með þátttöku vísindamanna víða af landinu. Umsóknarfrestur er til 17. janúar 2010 og skulu umsóknir sendar til sjávarútvegs- og landbún- aðarráðuneytisins, Skúlagötu 4, 150 Reykjavík. Umsóknirnar skulu einnig berast á rafrænu formi á netfangið: hulda@slr.stjr.is. Umsóknir sem berast eftir 17. janúar 2010 verða ekki teknar gildar nema póststimpill sýni að umsóknin hafi verið póstlögð ekki síðar en þann dag. Þeir sem hafa fengið styrk úr sjóðnum við síðustu úthlutun og hyggjast sækja um framhaldsstyrk skulu skila skýrslu um stöðu verkefnisins, ella koma viðkomandi umsóknir ekki til greina við úthlutun. Nánari upplýsingar um sjóðinn og leiðbeiningar um frágang umsókna er að fi nna á heimasíðu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins www.sjavarutvegsraduneyti.is Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið Styrkir til sveitarfélaga vegna aukinnar þjónustu við langveik börn og börn með ADHD Auglýst er eftir umsóknum frá sveitarfélögum um styrki til verkefna sem ætlað er að efl a stuðnings- og nærþjónustu við langveik börn og börn með ofvirkni og athyglisbrest. Styrkir verða veittir á grundvelli samstarfssamnings félags- og trygg- ingamálaráðuneytis, mennta- og menningarmála- ráðuneytis, heilbrigðisráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sveitarfélög geta sótt um styrki vegna verkefna á eigin vegum eða sem unnin eru í samstarfi við einstaklinga eða félagasamtök. Styrkhæf verkefni eru: I. Verkefni sem fela í sér félagslega stuðnings- þjónustu, svo sem liðveislu og skammtímavistun til samræmis við það sem fötluð börn eiga kosta á samkvæmt lögum um málefni fatlaðra. II. Verkefni sem hafa það markmið að gera lang- veikum börnum á leik- og grunnskólaaldri kleift að fá sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun og/eða talþjálfun í skólum sínum þegar fagleg rök mæla með því. III. Verkefni sem fela í sér faglega leiðsögn sérfræð- inga fyrir langveik börn á leik- og grunnskólaaldri sem ekki geta sótt skóla heilsu sinnar vegna. IV. Verkefni sem fela í sér fræðslu og/eða stuðning fyrir kennara og annað starfsfólk skóla vegna nemenda með ADHD. V. Verkefni sem miða að bættri þjónustu leik- og grunnskóla við börn með ADHD. VI. Önnur verkefni sem lögð er áhersla á í skýrsl- um tveggja starfshópa frá febrúar og apríl 2008 um þjónustu við langveik börn og börn með ofvirkni og athyglisbrest. Gert er ráð fyrir að þeim verkefnum sem hljóta styrk að þessu sinni ljúki fyrir 1. júlí 2011. Frestur sveitarfélaga til að sækja um styrki rennur út 15. janúar 2010. Umsóknareyðublöð fást í afgreiðslu félags- og tryggingamálaráðuneytisins eða á heimasíðu þess: http://www.felagsmalaraduneyti.is Nánari upplýsingar veitir Björn Sigurbjörnsson, sérfræðingur í félags- og tryggingamálaráðuneytinu. Sími: 545 8100, netfang: bjorn.sigurbjornsson@fel.stjr.is Verkefnisstjórn Innritun fatlaðra nemenda í framhaldsskóla 2010 Innritun fatlaðra nemenda, sem óska eftir skóla- vist á starfsbrautum framhaldsskóla, fer fram fyrr en innritun almennt í framhaldsskóla. Þetta er gert til þess að framhaldsskólar, nemendur og foreldrar fái meira svigrúm til að undirbúa framhaldsskóla- vistina. Innritað verður frá 18. janúar til 26. febrúar 2010. Tímamörk almennrar innritunar gilda þó fyrir þær umsóknir sem berast seinna. Upplýsingar um starfsbrautir er að fi nna á heimasíðum framhaldsskóla og hjá forsvarsfólki starfsbrauta. Einnig má fi nna upplýsingar í vefritinu Nám að loknum grunnskóla sem aðgengilegt er á vef mennta- og menningarmálaráðuneytis, www.menntamalaraduneyti.is Umsækjendur eru beðnir um að sækja um á eyðublöðum viðkomandi framhaldsskóla. Á umsóknareyðublaðið skal einnig tilgreindur annar skóli til vara. Mennta- og menningarmálaráðuneyti, 17. desember 2009. menntamálaráðuneyti.is Auglýsing um starfsleyfi stillögur Dagana 19. desember 2009 til 18. janúar 2010 mun starfsleyfi stillögur fyrir neðanskráða starfsemi, ásamt tilheyrandi starfsreglum, skv. 1. málsgr. 9. gr. reglugerðar nr. 785/1999, með síðari breytingum, liggja frammi á skrifstofu heilbrigðiseftirlits að Garðatogi 7, Garðabæ og á skrifstofu viðkomandi bæjarfélags. Einnig er hægt að skoða gögnin á heimasíðu heilbrigðiseftirlitsins, http://www.heilbrigdiseftirlit.is. Hjá Hafnarfjarðarbæ, Þjónustuver að Strandgötu 6, Hafnarfi rði Nafn Starfsemi Staðsetning Bergplast ehf. Plastiðnaður Breiðhella 2, Hafnarfi rði Partar ehf. Bílapartasala Kaplahraun 11, Hafnarfi rði Rafpolering ehf. Meðferð og húðun málma Stapahraun 3, Hafnarfi rði Hjá Kópavogsbæ, Þjónustuver að Fannborg 2, Kópavogi Nafn Starfsemi Staðsetning S. Helgason hf. Grjótnám og landmótun Lækjarbotnar, Kópavogi Hundahreysti ehf Fóðurblanda Smiðjuvegur 4c, Kópavogi Rétt til athugasemda hafa eftirtaldir aðilar: 1. Sá sem sótt hefur um starfsleyfi svo og forsvarsmenn og starfs- menn tengdrar eða nálægrar starfsemi. 2. Íbúar þess svæðis sem ætla má að geti orðið fyrir óþægindum vegna mengunar. 3. Opinberir aðilar, félög og aðrir þeir sem málið varðar. Skrifl egar athugasemdir skal senda til heilbrigðisnefndar Hafnarf- jarðar- og Kópavogssvæðis, pósthólf 329, 212 Garðabær. Frestur til að gera athugasemdir er til 18. janúar 2010 Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis StyrkirTilkynningar Auglýsingasími – Mest lesið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.