Fréttablaðið - 19.12.2009, Blaðsíða 83
LAUGARDAGUR 19. desember 2009
„Það er svona sameinuðuþjóða-
stemning í þessu fyrir utan hvað
það er upplagt í jólaösinni að detta
einhvers staðar inn með krakka-
greyin og leyfa þeim að kíkja á
brúðusýningu. Þau þreytast svo
fljótt á búðaröltinu,“ segir Berg-
steinn Jónsson, verkefnisstjóri
skóla-og ungmennastarfs UNICEF
á Íslandi, sem stendur fyrir sex
brúðuleiksýningum á morgun í
samstarfi við UNIMA. Hann tekur
fram að 500 krónur kosti inn á sýn-
ingarnar fyrir hvert barn en for-
eldrarnir fljóti með. Heitt kakó
verði líka selt á vægu verði og
boðið upp á piparkökur. „Ágóðinn
rennur til verkefna um allan heim
í þágu bágstaddra barna,“ lofar
hann.
Leikritin eru þrjú og hvert og
eitt verður sýnt tvisvar yfir dag-
inn. Þau eru Númi sem Brúðu-
leikhús Helgu Steffensen sýnir í
samvinnu við Slysavarnafélagið
Landsbjörgu. Það er byggt á
sögunni um strákinn Núma
með höfuðin sjö eftir Sjón
og verður sýnt klukk-
an 10 og aftur klukkan
11. Jólaleikur heitir
annað verk sem er
flutt klukkan 13
og aftur klukk-
an 14. Þar er
Leikhópur-
inn Tíu fingur
með sérstaka
uppfærslu á
jólaguðspjallinu í
leikstjórn Þórhalls
Sigurðssonar en
mikil áhersla er lögð á þátttöku
barnanna í salnum.
Súpan hennar Grýlu er sýningin
sem rekur lestina. Helga Arnalds
og Hallveig Thorlacius standa
á bak við hana. Þar segir af því
þegar minnsta tröll í heimi lendir
í pottinum hennar Grýlu.
Fyrri sýningin verður
klukkan 16 og seinni
klukkan 17.
Bergsteinn segir
þessa litlu fjöl-
skylduhátíð
vera á vegum
UNICEF, sem
er Barnahjálp
Sameinuðu þjóð-
anna, og UNIMA
sem eru alþjóðleg
samtök brúðuleik-
húsfólks og hafa að
hans sögn áður staðið
fyrir viðburðum hér á
landi þar sem sýningargestir eru
leiddir inn í töfrandi heim brúðu-
leikhússins. gun@frettabladid.is
Eitthvað fyrir smáfólkið
Fjölskylduhátíð verður í miðstöð Sameinuðu þjóðanna á Laugavegi 42 á morgun. Hún felst í sex brúðu-
leiksýningum yfir daginn sem eru ætlaðar börnum á leikskólaaldri og í fyrsta bekk grunnskóla.
Jólaleikur fjallar um persónur jólaguð-
spjallsins.
Bergsteinn í versluninni sem UNICEF á Íslandi rekur á Laugavegi 42, sömu húsakynn-
um og opin verða fjölskyldufólki á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Hulda Guðrún er tónmenntakenn-
ari við Laugarnesskóla og stjórnar
Barnakór Laugarness. Hún hefur
gefið út barnadiskinn Sólargeisla
en öll lögin á disknum eru eftir
hana sjálfa, nema eitt sem er eftir
ömmu hennar, Guðnýju Eyjólfs-
dóttur.
Lögin eru full af góðum boð-
skap og sjálfsagt góð viðbót við
það barnaefni sem til er.
„Fyrir mér er hvert mannsbarn
eins og sólargeisli, stundum bjart-
ur, stundum daufur, brennir og
vermir, sem sagt lífsnauðsynlegur,“
segir Hulda Guðrún, sem telur
börnin það dýrmætasta í lífinu.
Á disknum syngja börn úr
Barnakór Laugarness, dóttir Huldu
Guðrúnar, Hugrún Britta, og tvö
systrabörn hennar.
Hægt er að nálgast diskinn hjá
Huldu Guðrúnu sjálfri, í Kirkjuhús-
inu Laugavegi og 12 tónum Skóla-
vörðustíg.
Sólargeislar lýsa
upp skammdegið
HULDA GUÐRÚN GEIRSDÓTTIR TÓN-
MENNTAKENNARI HEFUR GEFIÐ ÚT
BARNADISKINN SÓLARGEISLA.
Börn elska að syngja.