Fréttablaðið - 19.12.2009, Síða 95
matur 17
Jólin eru ekki síður tími sætinda
en matarkræsinga. Meðfylgj-
andi eru uppskiftir að tveim-
ur einföldum og góðum sykur-
bombum.
Nutty Irishman (Óður Íri)
0,3 dl (1 skot) Bailey’s Irish
cream
0,3 dl (1 skot) Frangelico hesli-
hnetulíkjör
0,3 dl rjómi
Klaki
Setjið Baileys, Frangelico hesli-
hentulíkjör og slatta af klaka í
kokkteilhristara. Hristið vel. Síið
blönduna í kokkteilglas. Berið
fram. Athugið að Irish viskí má
nota í stað Baileys.
TVÖFÖLD ÁNÆGJA
Góðmennskan á til að hell-
ast yfir þá sem komast í veru-
lega gott jólaskap og er það
vel. Þó er vert að hafa í huga
að allt er best í hófi, og á það
vel við um gæludýrin okkar.
Vert er að hafa í huga að
þótt mannfólkið geri óvenju
vel við sig í mat og drykk er
ekki ástæða til að yfirfæra
þær vellystingar yfir á dýrin.
Mikilvægt er að reyna eftir
bestu getu að halda sama
takti í fóðri dýranna og geng-
ur árið um kring, því allar
stórar sveiflur í þeim efnum
geta haft óþægindi í för með
sér fyrir dýrin og í versta falli
reynst stórhættulegar.
Okkur mannfólkinu finnst
kannski eðlilegt að dýrin fái
sömu meðferð og við um
jólin, en heillavænlegast er
að halda slíku í lágmarki.
PÖSSUM UPP Á
DÝRIN
Heitur epla-cider er víða vin-
sæll drykkur um þetta leyti
árs og getur vel komið í stað-
inn fyrir kakó eða jólaglögg.
Til eru nokkrar útgáfur að
drykknum og hér er ein:
6 bollar epla-cider
¼ bollar maple-síróp
2 kanelstönglar
6 negulnaglar
¼ tsk. múskat (má sleppa)
¼ tsk. engifer (má sleppa)
Hellið öllu í stóran pott og
látið suðuna koma upp. Látið
sjóða í tíu mínútur. Berið fram
heitt og skreytið með kanel-
stöng, sítrónu- eða appelsínu-
skífum.
EPLA-CIDER
EPLAÍS Í EFTIRRÉTT
500 g epli, niðurskorin og
afhýdd
2 msk. sítrónusafi
75 g sykur
örlítill kanill
2 tsk. rifsberjahlaup
280 ml rjómi
Minta, niðurskorin (má sleppa)
Hitið niðurskorin epli, sítrónu-
safa og sykur á pönnu með loki
við vægan hita í 5-6 mín., svo úr
verði mjúk blanda. Bætið kanil og
rifsberjahlaupi út í og látið kólna.
Stífþeytið rjóma og bætið við.
Setjið í plastílát með loki og fryst-
ið í hálftíma. Hrærið í „ísblönd-
unni“ og frystið í 4 til 5 tíma.
Niðurskorin mynta er gott skraut.
A
T
A
R
N
A
Kalkúnn - hollur hátíðarmatur
• Fitusnauður og léttur í maga
• Inniheldur engin aukaefni
• Drjúgur veislumatur
• Margvíslegir möguleikar á fyllingum
Fjöldi uppskrifta á kalkunn.is Íslensk framleiðsla