Fréttablaðið - 19.12.2009, Page 116

Fréttablaðið - 19.12.2009, Page 116
80 19. desember 2009 LAUGARDAGUR Bestu og verstu jólalögin Hvaða jólalög koma poppurunum í jólaskapið og hvaða jólalög hreinlega þola þeir ekki? Dr. Gunni sló á þráðinn til nokkurra poppara og krafði þá svara um þennan vafasama flokk, jólalögin. „Besta jólalagið er Ég fæ jólagjöf með Kötlu Maríu. Það var spilað í tætlur heima hjá mér þegar ég var krakki og kemur mér alltaf í stuð, þar sem ég elska pakka! Versta jólalag- ið er án efa Nei nei ekki um jólin með Siggu Beinteins og HLH. Þar er endalaust endur- tekið nei nei ekki um jólin – ég hef aldrei almennilegha skilið þetta lag! Svo verð ég líka að segja Jólahjól með Sniglabandinu. Ojjj!“ Elíza Geirsdóttir Newman „Wonderful Christmas Time með Paul McCartney var alltaf í uppáhaldi þar til fyrir svona tveimur árum þegar mér fannst það óþolandi. Hjálpum þeim er náttúrlega klassískt. Brunaliðs-jóla- platan er líka góð. Mér finnst jólalög yfirleitt frekar skemmtileg, kannski helst að íslensk jólalög frá níunda áratugnum séu ekkert voða spennandi. Ég nefni engin nöfn.“ Högni Egilsson í Hjaltalín„Maður er alltaf að hlusta á sömu lögin aftur og aftur um hver jól og uppáhaldslagið mitt er náttúrlega Last Christmas með Wham! Af íslenskum segi ég Jólahjól af því að það er svo mega-eighties. Ég man að ég hlustaði á það alveg ótrúlega oft þegar ég var lítill og það er pikkfast í mér. Það er voða mikið til af leiðinlegum jólalögum, en mest fer í mig þegar fólk er að taka kóver af Last Christmas. Ég fæ alveg hroll þegar ég heyri svoleiðis.“ Davíð Berndsen, Berndsen „Besta jólalagið er án efa Ó Helga nótt með Agli Ólafs. Einfaldlega sjúklegasti söngvari Íslands fyrr og síðar. Ég fæ alltaf gæsahúð frá stórutá og upp í nef þegar ég heyri það! Versta jólalag allra tíma er svo Wonderful Christmas Time með Paul McCartney. Það er eitthvað svo hræðilegt með öllu, ég get bara ekki þolað það!“ Valur Freyr Halldórsson í Hvanndalsbræðrum „Plata með Golden Gate-kvartettinum var alltaf í uppáhaldi hjá mér og lagið Faðir andanna finnst mér mjög gott, þótt það sé nú kannski frekar sálmur en jólalag. Það er bara svo hátíðlegt. Versta jólalagið verð ég að segja að sé Jól alla daga með Eiríki Haukssyni. Það er svo mikið frekjulag og það er fáránlegt að óska sér þess að það séu jól alla daga. Ég myndi að minnsta kosti ekki vilja það!“ Ellen Kristjánsdóttir „Það er eitthvað við lagið Jólin eru að koma með Í svörtum fötum, sem kemur mér í jólaskapið og það er mjög erfitt að koma mér í jólaskap. Þetta var voða vinsælt á Popp TV fyrir svona fimm árum og það heyrist í kóklestinni fyrir aftan Jónsa. Jólahjól drepur hins vegar niður alla jólastemningu hjá mér. Hvers vegna að taka eina orðið sem rímar við jól og búa til samsett orð úr því? Jólahjól? Þetta er bara rugl! Svo fer enginn að pakka inn hjóli og hvað á maður að vera að hjóla um jólin? Það er allt út í fokking snjó!“ Halldór Eldjárn í Sykri „Jólalagið frá Kók og Jólahjól er nú svona það fyrsta sem mér dettur í hug um lög sem koma mér í jólaskap. Þegar maður sér Kókaug- lýsinguna eða gamla myndbandið við Jólahjól veit maður að jólin eru á næsta leiti. Það eru til rosalega mörg slæm jólalög. Ég get nefnt öll jólalög með Mariah Carey, Ég fæ jólagjöf með Kötlu Maríu, en ætli það allra versta sé ekki Ég hlakka svo til með Svölu Björgvins. Það er bara einum of skerandi!“ Vera Sölvadóttir í BB & Blake „Besta jólalagið sem ég er að hlusta á núna heitir Death Take Your Fiddle með hljómsveit- inni Spiritualized. Það er mjög skemmtilegt jólalag. Ég myndi svo segja að flest önnur jólalög væru vond. Mér finnst þau hálf tilgangslaus. Sérstaklega síðari tíma jólalög. Það er verið að segja „jól“ eins oft og hægt er og þetta fjallar mikið um gjafir. Mér finnst svo afskaplega skrýtið að heyra Helga Björns þruma yfir manni að hann nenni ekki einhverju.“ Barði Jóhannsson „Ó helga nótt finnst mér nú alltaf langbesta jólalagið af því að það er svo hátíðlegt. Annars eru auðvitað mörg góð jólalög og mörg vond líka. Ef ég nenni með Helga Björns hefur mér alltaf þótt frekar skrýtið og maður óverdósaði alveg á Jólahjólinu fyrir löngu síðan. Ég hef ekki heyrt það einu sinni fyrir þessi jól og mér finnst það nú eiginlega bara mjög gott!“ Sigríður Beinteinsdóttir „Það eru mörg íslensk jólalög sem koma til greina, til dæmis Hjálpum þeim, sem mér finnst vera orðið löggilt jólalag. Uppáhalds upp- haldsjólalagið mitt er þó líklega Someday at Christmas með Stevie Wonder. Í vondu deildinni finnst mér Ef ég nenni með Helga Björns standa upp úr. Ég hef aldrei skilið það lag, alveg síðan ég var lítil.“ Rósa Birgitta Ísfeld í Feldberg og Sometime
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.