Fréttablaðið - 19.12.2009, Page 128

Fréttablaðið - 19.12.2009, Page 128
92 19. desember 2009 LAUGARDAGUR menning@frettabladid.is Út er komin á forlagi Upp- heima stór myndskreytt bók um starfsferil og verk Ásgerðar Esterar Búadótt- ur. Bókin er kölluð Veftir en í henni rekur Aðalsteinn Ingólfsson feril og sögu listakonunnar og um leið til- komu vefsins með fullgild- um hætti í íslenska mynd- list. Guðbergur Bergsson skrifar formála að bókinni sem er í stóru broti, 25x29 cm, og er 128 blaðsíður. Í bókarlok eru ítarlegar skrár um sýningar Ásgerðar og helstu heimildir. Vefurinn var lengi vel á íslenskum heimilum hlutskipti bæði karla og kvenna enda voð ein helsta útflutn- ingsafurð í ullarvinnslu og innlent efni notað í föt. Vefnaður til skraut- listar er tiltölulega ungt fyrirbæri. Voð til kirkjuskrauts var öll inn- flutt. Þó eru til kenningar um að vefur hafi verið unninn til skrauts á þiljum. Ekki verður kippur í íslensk- um vefnaði fyrr en handíðamennt tekur að þróast mest fyrir inn- lendar menntastofnanir, kvenna- og húsmæðraskóla sem vildu auka kunnáttu á þessu sviði, en stóra skrefið er tekið þegar Lúðvík Guð- mundsson stofnar Handíðaskól- ann. Víst höfðu einstaka listamenn fyrir þann tíma lagt sig eftir vef, þeirra fremst Júlíana Sveinsdótt- ir og síðar Vigdís Kristjánsdóttir. Með hingaðkomu Kurt Zier jókst vilji í handíðahluta skólans að auka kunnáttu á þessu sviði og þar var Ásgerður við nám. Aðalsteinn rekur þessa þróun alla í sínum texta og er sú saga nú komin á einn stað þótt mörg kurl séu ekki komin til grafar um feril íslenskra vefíða frá þess- um skólaárum rétt eftir stríðið. Handíðir kvenna voru jú að stórum hluta faldar inni á heimilum og urðu ekki viðurkennd- ar í listageiranum sem viðfangsefni fyrr en Ásgerður tók að einbeita sér að þeim verkum. Í hennar spor fylgdu margar konur og verður að nefna þar fremsta Hildi Hákonardóttur þótt fleiri hafi lagt sig eftir vef, til dæmis Barbara Árnason. Ásgerði tókst aftur að sprengja fleiri múra því hún þróaði vefinn í þá átt að taka inn í hann efni af öðrum toga, svo sem hrosshár. Það er til marks um hversu fákunn- andi íslenskur myndlistarheimur var að efni í frumlistum sem lágu fyrir nefinu á mönnum; marglit ull af tvennum toga, hrosshár, skinn og leður voru hér en enginn vildi nota. Bækur sem þessi og raunar bókin um Svavar Guðnason sem fjallað er um hér aftar í blaðinu eru gefnar út fyrir atbeina erf- ingja þeirra sem um er fjallað. Það er því mikilsvert að vand- að sé til verksins. Veftir er með íslenskum og enskum texta, bæði meginmál Aðalsteins og eins for- máli Guðbergs sem er fróðleg við- bót við hans þroskasögu og ítrekar raunar það sem fram kemur í bók- inni um Svavar; myndlistarbylt- ingin á Íslandi var af félagslegum rótum, hún var pólitísk skoðun og braut í bága við ríkjandi kerfi í hugmyndum. Bókin er prýdd tugum mynda og gerir lesanda því ljóst hvaða verkaskrá Ásgerður hefur lagt til íslenskrar myndlistarsögu á tuttugustu öld. pbb@frettabladid.is Ferilssaga Ásgerðar Esterar MYNDLIST Ásgerður Ester Búa- dóttir myndlistarmaður. Myndin er tekin 1980 þegar hún stóð á hátindi ferils síns. MYNDLIST Eitt verka listakonunnar frá hennar samfellda og örugga ferli sem hófst seint og lauk 1995. MYND/UPPHEIMAR Nepalese & Indian RestaurantTin ni 690 kr. Smáratorgi + Kópavogi Sími 580 0000 + www.a4.is Ótrúleg t verð! Bækur frá Fjöl va frá 290 kr. til 690 k r. ath. kl. 14.30 Það verður hátíðleg stemning í miðbæ Akureyrar í dag þegar félagar úr eftir- farandi kórum: Kirkjukór Akureyrar- kirkju, Kirkjukór Glerárkirkju, Karla- kór Akureyrar, Karlakórnum Geysi, Kvennakór Akureyrar og Kvennakórn- um Emblu, mynda kóraslóð frá klukk- an 14.30 til 17 víðs vegar um miðbæinn þar sem hver kór syngur í hálftíma. Upplagt er að byrja á að fylgjast með félögum úr Kirkjukór Akureyrar þar sem þeir hefja upp raust sína við Bláu könnuna. > Ekki missa af Jólagrautnum 2009: Hjálmar og Hjaltalín á stórtónleikum NASA í kvöld. Þar verður jólahátíðinni fagnað með sannkölluðum stórtónleikum undir merkjum Jólagrautarins, árlegri tónlistarveislu sem haldin hefur verið hátíðleg kringum jólin frá árinu 2005. Hjálmar fagna nýrri breiðskífu sinni IV með alvöru gleðskap. Hjaltalín slær á létta strengi í tilefni af frábærum viðtök- um við skífunni Terminal. Svo hefur múm verið bætt á prógrammið og kunna fleiri að bætast við í grautargerðina á staðnum – fyrir utan borgandi gesti auðvitað. Í gær var Austurbæjarbíó auglýst til sölu í dagblöðum. Þar með hefst nýr kafli í sorgar- sögu þessa húss sem um sextíu ára skeið var stærsta samkomuhús landsins, ekki aðeins nýtt til kvikmyndasýninga, heldur líka til tónleika af öllu tagi, skemmtana og leiksýninga, bæði á vegum sjálfstæðra leikhópa og um langt skeið Leikfélags Reykjavíkur. Húsið var reist af Tónlistarfélagi Reykjavíkur og tók fyrst í stað 800 gesti í sæti. Það var selt Sambíóunum 1986 og var lengi í rekstri á þeirra vegum, undir það síðasta breytt á þann veg að þar gætu verið leiksýningar með bættum ljósabúnaði. Þá var búið að breyta efri hæðum hússins og gera veitingastaðinn Silfurtunglið að kvikmyndasölum. Rekstur kvikmyndahúss á þessum slóðum strandaði á endanum á ónógum bílastæðum. Það voru verktakar sem keyptu húsið og um hríð stóð slagur um framtíð þess. Loks var ljóst að það yrði ekki rifið átakalaust og þá var reynt að halda því í blönduðum rekstri en gekk illa. Viðhald hefur verið í lágmarki á byggingunni lengi og húsið nánast talið ónothæft sökum leka. Í fyrra var það komið á hendur borgarinnar og þá var það afhent undir starfsemi ungs fólks. Henni var hætt í haust og nú virðist fátt geta orðið því til bjargar. Þó er vísast að einhverjir sjái sér hag í að kaupa fyrir stórt hús í slöku ástandi fyrir lítið verð: vantar einhvern stað undir stórt ballhús? Austurbæjarbíó til sölu MENNING Sögufrægt hús á lausu – þarfnast viðgerða. Í dag kl. 15 mun Háskólakórinn syngja jólalög og þjóðlegar vísur fyrir gesti Þjóðminjasafns Íslands. Stjórnandi Háskólakórsins er Gunn- steinn Ólafsson. Kórinn syngur tón- list af ýmsu tagi en yfirleitt er lögð aðaláhersla á íslenska tónlist. Sama dag kl. 13 mun Terry Gunnell, flytja erindi í fyrirlestrasal Þjóðminja- safnsins. Erindið er á ensku og ber heitið The Icelandic Yule – an illus- trated presentation in English. Jólasveinarnir heimsækja safn- ið daglega 12.-24. desember kl. 11 og er laugardagurinn 19. desem- ber engin undantekning. Von er á Skyrgámi, sem mun ræða við börn og fullorðna og jafnvel taka lagið. Fjör á Suðurgötu Í tilefni af 750. ártíð Snorra Sturlusonar, 23. september 1991, ákvað ríkisstjórn Íslands að efna til styrkja sem kenndir yrðu við nafn hans. Samkvæmt reglum um styrkina, sem gefnar voru út 1992, skulu þeir árlega boðn- ir erlendum rithöfundum, þýð- endum og fræðimönnum til að dveljast á Íslandi í því skyni að kynnast sem best íslenskri tungu, menningu og mannlífi. Fimmtíu og fimm umsóknir bárust frá tuttugu og fjórum löndum. Styrkir Snorra Sturlu- sonar eru veittir í ár í átjánda sinn en þeir eru mikilvæg lyfti- stöng fyrir þá sem vinna að útbreiðslu íslenskra bókmennta. Þau sem hljóta styrki árið 2010, til þriggja mánaða hvert, eru: Claudia Di Sciacca, dósent í þýskri textafræði við háskólann í Udine á Ítalíu, til að vinna að rannsóknum á íslensku þýðing- unni á Elucidarius eftir Honarius Augustodunensis. Imreh András, rithöfundur og þýðandi í Búdapest, til að kynna sér íslenska ljóðlist og þýða á ungversku. Marcel Otten þýðandi, Mount- charles Co. Donegal á Írlandi, til að þýða Gerplu á hollensku. Öll þrjú munu því hafa betri ráð til að vinna íslenskum bók- menntum landnám í fjarlægum löndum – og líka hér heima. - pbb Mikilvægir menn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.