Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.12.2009, Qupperneq 132

Fréttablaðið - 19.12.2009, Qupperneq 132
96 19. desember 2009 LAUGARDAGUR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Laugardagur 19. desember 2009 ➜ Tónleikar 15.45 Þórhildur Örvarsdóttir syngur jólalög á Hljómalindarreitnum í Jólaþorp- inu á Hjartatorgi. 21.00 Camerarctica heldur tónleika í Kópavogskirkju. Á efnisskránni verður tónlist eftir W.A. Mozart, þar á meðal Eine kleine Nachtmusk. 23.00 Cliff Clavin, Foreign Monkeys og Jeff Who verða á Batteríinu við Hafnar- stræti. Húsið verður opnað kl. 23. 23.30 Hjálmar og Hjaltalín verða með tónleika á NASA við Austurvöll. ➜ Kvikmyndir 16.00 Kvikmyndasafn Íslands sýnir kvikmynd leikstjórans Marks Rydel On Golden Pond (1982). Sýningin fer fram í Bæjarbíói við Strandgötu í Hafnarfirði. Íslenskur texti. Nánari upplýsingar á www.kvikmyndasafn.is. ➜ Dansleikir Hljómsveitin Buff verður á Breiðinni á Akranesi. ➜ Dagskrá Þjóðfræðistofa stendur fyrir þjóðfræði- þingi, útgáfuhófi og menningardagskrá í Bragganum á Hólmavík. Nánari upplýs- ingar á www.icef.is. ➜ Fyrirlestrar 13.00 Terry Gunnell þjóðfræðingur flytur erindi um íslenska jólasiði í Þjóð- minjasafninu við Suðurgötu. Fyrirlesturinn fer fram á ensku. Allir velkomnir. Sunnudagur 20. desember 2009 ➜ Tónleikar 20.00 Tónleikar til styrktar Einstökum börnum verða haldnir í Mózaik kirkju við Skógarhlið 20. Meðal þeirra sem fram koma eru Páll Óskar Hjálmtýsson, Berg- lind Magnúsdóttir, Heiða Ólafsdóttir og Ína Valgerður Pétursdóttir. 20.00 Gospelkór Háskólans í Reykja- víkur verður með jólatónleika í Iðnó við Vonarstræti. 21.00 Camerarctica heldur tónleika í Garðakirkju á Álftanesi. Á efnisskránni verður tónlist eftir W.A. Mozart, þar á meðal Eine kleine Nachtmusk. 21.00 Andrea Gylfa og Eddi Lár koma fram á tónleikum í Gallery - Bar 46 að Hverfisgötu 46. ➜ Brúðuleikhús 14.00 Bernd Ogrodnik brúðugerðar- maður sýnir verkið Pönnukakan hennar Grýlu á Sögulofti Landnámssetursins við Brákarbraut í Borgarnesi. ➜ Kvikmyndir 15.00 Ballettmyndin Hnotubrjóturinn verður sýnd hjá MÍR við Hverfisgötu 105. Tónlist eftir P. Tsjaíkovskíj og dansarar úr ballettflokki Slóvakíu. Enginn aðgangs- eyrir. ➜ Leikrit 15.00 og 18.00 Leikfélagið Peðið verður með tvær sýningar á kabarettnum Grandlendingasögu eftir Jón Benjamín Einarsson. Sýningar fara fram á Grand Rokk við Smiðjustíg. Nánari upplýsingar á www.pedid.is. ➜ Upplestur 16.00 Huldar Breiðfjörð, Bergsveinn Birgisson, Páll Valsson og Óskar Guð- mundsson lesa úr verkum sínum í Gljúfrasteini, húsi skáldsins í Mosfellsdal. ➜ Leiðsögn 14.00 Ólafur Ingi Jónsson verður með leiðsögn um sýningu á verkum Svavars Guðnasonar sem nú stendur yfir í Lista- safni Íslands við Fríkirkjuveg. ➜ Messa 16.00 Hin árlega jólamessa „Festival of Nine Lessons and Carols“ fer fram í Hall- grímskirkju við Skólavörðuholt. Messan verður flutt á ensku. Allir velkomnir. Nán- ari upplýsingar á www.hallgrimskirkja.is. Bókmenntir ★★★★ Svavar Guðnason Kristín G. Guðnadóttir Hún er stór í sniðum bókin um Svavar Guðnason listmálara. Hún fer best á borði, brotið 30x30 cm og blaðsíðufjöldinn 356. Umbrotið er hreinlegt, línur í lesmáli nokkuð langar, aftanmálsgreinar og skrár og allur frágangur fyrsta flokks. Kristín skrifar stillilegan texta og öfgalausan. Það er þannig umhverfi sem verkin hans Svavars eru sett í því bókin er ríkulega myndskreytt. Þetta er fyrsti stóri litprentaði mónógrafinn um hann og hefði í raun átt að koma út á þremur tungumálum: íslensku, dönsku og ensku. Það er samhengið sem verk eins og þetta verður að vera í – hið stóra samhengi vestrænnar mynd- listar, hann er jú okkar eini maður sem nær alþjóðlegu máli þótt þekk- ing og áhugi á verkum hans sé enn bundinn við Danmörku og Niður- lönd vegna hinnar veiku tenging- ar við CoBrA, eins og rakið er í bókinni. Aðrir sem komast nálægt honum eru Erró með sín Frakk- landstengsl, Sigurður Guðmunds- son og loks Ólafur Elíasson. Bókin er í raun fjórða verkið sem samið er um Svavar og verk hans, það fyrsta í röð Helhesten rétt eftir stríð, þá bók Halldórs Laxness um hann og síðast bók Thors um Svav- ar frá 1991. Verk Kristínar er því heildstæðasta yfirlitið sem nú má fá um verk hans. Ekki er enn tekið að vinna að verkaskrá hans með skipulögðum hætti en vísast að það sé best að gera á neti og ætti þá að falla á hendur Listasafn Íslands. Það er ekkert minna en ævintýri, kraftaverk að piltur frá Hornafirði skyldi ákveða það snemma upp úr tvítugu að gerast myndlistarmað- ur. Í landi þar sem markaður fyrir myndlist var varla til og menntun á því sviði takmörkuð. Og hann leitar sér uppi einhverja kennslu, nóg til að vilja sækja lengra, læra meira, sest í Konunglegu dönsku akademí- una og hættir. Byrjar upp á eigin spýtur, auralaus og við hungur- mörk. Hann finnur hilluna sína, skapar sinn persónulega stíl og trommar inn í hið alþjóðlega sam- hengi, alveg sér á parti. Gat sem best eftir stríðið setið sæll í útlönd- um en kom hingað heim og stríddi svo við það um áratugi að vera alþjóðlegur listamaður – var sett- ur inn í eina merkilegustu hreyf- ingu myndlistarmanna heimsins en passaði heldur ekki þar inn. Gaf raunar ekki mikið fyrir það. „Hér kemst allt upp, sem menn vilja koma upp, jafnvel þó menn hafi einga peninga, af því íslend- íngar eru einhvern veginn í stuð- inu, og komast ekki útúr því hvern- ig sem reynt er til,“ segir Halldór Laxness 1948. Svavar var alltaf í stuðinu. Halldór kenndi litunum milli hafs og jökuls um, og það er engu logið að Svavar var litarins maður. Verk Kristínar leiðir aftur vel í ljós hvernig bygging hans í verkum þróast á ferlinum og hvern- ig hann sprengir upp festuna þegar hún er komin til að vera í verka röð- inni. Skapið heimtar nýtt. Athyglisverður er sá lestur að í raun megi lesa litsprengjur hans sem málverk sprottin af náttúru, átök lita og forma séu í raun túlk- un á náttúru gnæfandi fjalla. Guð- bergur Bergsson segir nýlega í riti um Ásgerði Ester um hina óhlut- bundnu myndlist: „Ég tók snemma eftir að einkum hvössu formin í henni leituðu gjarna inn í önnur mýkri, en með þessu háttalagi, fleyguninni, fengu þau ekki lit formanna sem þau ruddust inn í, kannski óvelkomin, heldur annan og leituðu síðan galvösk út úr form- inu, sem þoldi innrásina, og voru þá aftur í sínum upprunalega lit. Líklega mun ég hafa skynjað þess- ar árásir formanna í líkingu við óskhyggju um breytingu, svipaða þeirri sem var á þessum tíma áber- andi í samfélaginu: nýjar stéttir brutust fram neðst úr samfélaginu, hinn langkúgaði hluti þjóðarinn- ar, og klufu næstum óhagganleg- ar valdastéttirnar sem fyrir voru. ... Afstraktið og geómetrían voru þannig félagslegs eðlis...“ Svavar leit á sig sem félagslegan málara, eins og raunar allur sá hópur sem lifði fasismann, stríðið, kalda stríð og loks velferðar- og velmegunar- samfélag Vesturlanda. Myndlistin var pólitík. Hér skal helst fundið að því að í verkið vantar gögn um viðtökur erlendis víðar en í stöku blöðum: vakti sýning Svavars á Biennial- inum engin viðbrögð? Eins hefði verið fróðlegt að sjá hann stillt- an saman við helstu samferðar- menn sína á erlendri grund, átti hann enga samherja hvorki í lita- notkun né formtilraunum og þá hverja? En það er frekja að biðja um meira en hér er gert. Ekki hef ég átt kost á að bera prent á lit í verkum hans saman við verkin á veggjum Listasafns Íslands til að meta hvernig hefur tekist til um myndatökur og litvinnslu. Nú er tími ljósmynda með tölvum og þar er auðvelt að véla um lit. En treysta verður því að myndir af verkum litglaðasta myndlistar- manns séu í prentun réttar. Bókin er merkilegt verk, loksins loksins fáum við aðgang að nákvæmu og stilltu yfirliti um þennan mann þar sem á tókust mikið skap og mildi, gleði og harka eins og myndir hans bera svo glöggt vitni um í formum sínum og litaátökum. Páll Baldvin Baldvinsson Niðurstaða: Glæsilegt verk um okkar helsta mann. Hin sjálfsprottna tjáning MYNDLIST Meistarinn Svavar Guðnason árið 1980. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Skóli fyrir þig? Ertu strákur eða stelpa á aldrinum 16-25? Langar þig að stunda skemmtilegt nám: * í heimavistarskóla? * í góðum félagsskap? * í fögru umhverfi? Vegna forfalla getum við bætt við nemendum á komandi önn sem hefst 9. janúar. Uppl. www.hushall.is eða í síma 471 1761 Handverks- og hússtjórnarskólinn Hallormsstað 6. allt hitt dótið. Sigríður Klingenberg Ve m Sm óla. jólaspá... w w w .h ir zl an .i s Smiðsbúð 6 210 Garðabæ Sími 564 5040 monaco veggsamstæður Auglýsingasími – Mest lesið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.