Fréttablaðið - 19.12.2009, Qupperneq 144
104 19. desember 2009 LAUGARDAGUR
©Disney
FRUMSÝND 26. DESEMBER
FORSÝND UM HELGINA!
MEÐ ÍSLENSKU TALI
ÁLFABAKKI
laugardagur
kl. 22.20
sunnudagur
kl. 20.00 og 22.20
ÁLFABAKKI
laugardagur
kl. 15.30 - 17.50
sunnudagur
kl. 15.30 - 17.50
SELFOSSI
Sunnudagur
kl. 20.00
SELFOSSI
laugardagur
kl. 15.40 - 17:50
Sunnudagur
kl. 15.40 - 17:50
KRINGLAN
laugardagur
kl. 12 á miðnætti
Sunnudagur
kl. 20.00 og 22.20
KRINGLAN
Sunnudagur
kl. 15.30
AKUREYRI
laugardagur
kl. 22.20
Sunnudagur
kl. 20.00 og 22.20
AK REYRI
laugardagur
kl. 16 - 18
Sunnudagur
kl. 16 - 18
KEFLAVÍK
Sunnudagur
kl. 20.00
KEFLAVÍK
laugardagur
kl. 16 - 18
Sunnudagur
kl. 16 - 18
MIÐASALA Á FORSÝNINGARNAR
EINGÖNGU Í MIÐASÖLUM
SAMBÍÓANNA
SELMA BJÖRNSDÓTTIR - LADDI - RÚNAR FREYR GÍSLASSON - EGILL ÓLAFSSON
T Ý R BRAGI ÞÓRSMÖRK
Hlýir og góðir með gott grip. Mjög hlý og vatnsfráhrindandi.Vindhelt og vatnsfráhrindandi.
vettlingar barna dúnvesti úlpa
Verð: 64.800 kr.Verð: 19.800 kr.Verð: 3.200 kr.
Einnig fáanleg
í rauðu & svörtu
Einnig fáanlegirí svörtu
Stórhljómsveitin múm lætur
ekki staðar numið eftir fun-
heita tónleika í Iðnó í gær-
kvöldi. Í dag gerir sveitin sig
heimakomna í listamannabúll-
unni Havarí í Austurstræti og
heldur þar tónleika kl. 16. Um
kvöldið fer múm svo á svið
á Nasa þar sem standa yfir
fimmtu árlegu Jólagrautstón-
leikarnir. Hjálmar og Hjalta-
lín spila líka. Múm verður
fyrsta sveitin til að stíga á stokk. Húsið verður opnað klukkan 23 og
voru enn til miðar síðast þegar til spurðist. Þeir kosta 2.500 krónur
við dyrnar.
Meira múm á Havarí
TVÖ GIGG Í DAG Múm spilar og spilar.
Í kvöld halda þrjár rokksveitir pungsveitta
próflokatónleika í Batteríinu. Þetta eru
sveitirnar Cliff Clavin, Foreign Monkeys
og Jeff Who? Strákarnir í Cliff Clavin eru
frá Garðabæ og leggja nú lokahönd á sína
fyrstu breiðskífu. Lagið Midnight Get-
aways hefur fengið góða spilun á öldum
ljósvakans að undanförnu. Eyjapeyjarnir
í Foreign Monkeys gáfu út frumraun
sína á árinu, plötuna Pi, sem fékk ágætis
dóma. Sveitin var dugleg við tónleikahald í
sumar en er nú að rísa úr stuttum dvala.
Jeff Who? þarf vart að kynna, en band-
ið hefur átt miklum vinsældum að fagna
með mörgum hressandi rokkslögurum.
Um þessar mundir er Baddi söngvari að
gefa út sólóplötu, en bandið snertir varla
á því efni. Húsið verður opnað kl. 23 og
leikar hefjast um miðnætti. Þúsund kall
kostar inn.
Rokkuð og pungsveitt próflok
HLJÓMSVEITIN JEFF WHO? Spilar í kvöld.
Fótboltakapparnir í Bolta-
félagi Ísafjarðar fækkuðu
fötum á dögunum í fjáröfl-
unarskyni. Ljósmyndarinn
Spessi tók af þeim myndir
sem verða gefnar út á daga-
tali á næstunni. Formaður-
inn er ánægður með útkom-
una og hefur ekki ennþá
heyrt gagnrýnisraddir.
„Þetta fór hraðar af stað en við
bjuggumst við. Það eru strax farn-
ar að berast pantanir að utan – það
var að skríða í hús pöntun af höf-
uðborgarsvæðinu,“ segir Svavar
Þór Guðmundsson, formaður
Boltafélags Ísafjarðar.
Strákarnir í meistaraflokki og
2. flokki Boltafélags Ísafjarð-
ar hafa slegist í hóp þeirra sem
fækka fötum í fjáröflunarskyni.
Afraksturinn verður dagatal, sem
er stórglæsilegt að mati formanns-
ins. „Þeir eru ekki bara góðir í
fótbolta, heldur fjallmyndarleg-
ir líka,“ segir Svavar. „Það varð
að gera eitthvað úr þessu. Það var
borið undir þá hvernig þeim litist
á að striplast fyrir framan mynda-
vélar og lögð áhersla á að þeir sem
vildu ekki vera með þyrftu ekki að
gera það. Svo varð úr að hver ein-
asti kjaftur vildi vera með – og
rétt rúmlega það. Það þurfti frek-
ar að vísa frá heldur en hitt. Svo
var gengið í að finna rétta staðinn
og rétta ljósmyndarann – sem var
Spessi þegar upp var staðið.“
Voru menn feimnir þegar á
hólminn var komið?
„Nei, alls ekki. Það var fámenn-
ur hópur sem var við þetta, eins
og gefur að skilja, og þetta gekk
mjög vel. Miklu betur en menn
áttu von á.“ Dagatalið er væntan-
legt á næstunni og verður selt á
hóflegu verði fyrir vestan.
atlifannar@frettabladid.is
Naktir kappar slá
í gegn á Ísafirði
Á ADAMSKLÆÐUNUM Fótboltamennirnir fyrir vestan eru ekki feimnir og varð að vísa
leikmönnum frá nektarmyndatökunni frekar en hitt.