Fréttablaðið - 19.12.2009, Page 148

Fréttablaðið - 19.12.2009, Page 148
108 19. desember 2009 LAUGARDAGUR sport@frettabla- Friðriksmótið í skák verður haldið í Landsbankanum Austurstræti 11 sunnudaginn 20. desember kl. 13.00-16.30. Mótið er sterkasta hraðskákmót ársins og verða flestir af bestu skákmönnum landsins meðal þátttakenda. Skákunnendur eru hjartanlega velkomnir að fylgjast með mótinu. Boðið verður upp á kaffiveitingar. FRIÐRIKSMÓTIÐ | landsbankinn.is | 410 4000 N B I h f. (L an d sb an ki n n ), k t. 4 71 0 0 8 -0 2 8 0 . E N N E M M / S ÍA / N M 4 0 3 4 5 Skák og mát FÓTBOLTI Hermann Hreiðarsson og félagar í Portsmouth fá það erf- iða verkefni að mæta Liverpool í hádegisleik ensku úrvalsdeildar- innar í dag. Hermann er nú kom- inn á fullt eftir að hafa misst af upphafi tímabilsins vegna meiðsla. Hann náði þeim merka áfanga í vikunni að verða leikjahæsti leik- maðurinn frá Norðurlöndunum í sögu ensku úrvalsdeildarinnar er hann lék sinn 319. leik í deild- inni. Þá mætti Portsmouth topp- liði Chelsea á Stamford Bridge og tapaði, 2-1. „Þetta er auðvitað voða fínt enda hafa margir góðir leikmenn komið frá Norðurlöndunum. En ég hefði frekar kosið að fá þrjú stig úr þessum leik,“ sagði Hermann við Fréttablaðið. Portsmouth betra með Hermanni Skammt er stórra högga á milli hjá Hermanni þessa dagana. Síðan hann byrjaði að spila aftur eftir meiðslin seint í nóvember hefur Portsmouth att kappi við Manchester United, Chelsea og nú Liverpool. Síðan Hermann kom aftur í liðið hefur því gengið betur, en Portsmouth tapaði sjö fyrstu leikjum sínum í deildinni og situr reyndar enn á botninum. „Við erum samt á uppleið, það er ekki nokkur spurning,“ sagði Hermann. „Við erum orðnir fast- ari fyrir og liðin þurfa að hafa aðeins meira fyrir því að vinna okkur. Það er ekki nokkur spurn- ing að þetta verður langt og erf- itt tímabil hjá okkur og við þurf- um að gera helvíti vel til að bjarga okkur eftir þessa vitleysu í haust. En það er alveg hægt. Leikmenn- irnir eru nægilega góðir og ef við spilum eins og við gerðum gegn Chelsea munum við taka einhver stig.“ Portsmouth er nú með ellefu stig og er nú ekki nema fimm stigum frá öruggu sæti. Tímabilið er tæp- lega hálfnað og því er ekki öll nótt úti enn. Hins vegar hefur annan skugga borið á tímabilið hjá Portsmouth; tvisvar hefur verið skipt um eigendur, leikmenn hafa tvívegis þurft að bíða eftir laununum sínum og þrálátur orðrómur hefur verið á kreiki um að félagið sé á barmi þess að lenda í greiðslustöðvun. Hefur neikvæð áhrif á klúbbinn „Þetta truflar okkur ekki þegar inn á völlinn er komið en vissulega hefur þetta slæm áhrif á klúbbinn allan. Það veit enginn hvað er að gerast, hvorki leikmenn né stuðn- ingsmenn. Við getum ekki annað gert en vonað og reynt að taka sem flest stig,“ segir Hermann. Paul Hart var rekinn frá félag- inu fyrir skömmu og Avram Grant ráðinn í hans stað. Hermann seg- ist vera ánægður með störf Grants hingað til. „Mér líst mjög vel á kappann. Hann hefur hellingsvit á fótbolta og heilmikla reynslu. Hann gefur leikmönnum góð og skýr skilaboð og er að koma liðinu vel saman.“ Hermann er vitanlega ánægð- astur með að Grant velur hann alltaf í byrjunarliðið. „Það er auð- vitað lykilatriði fyrir hann ef hann ætlar þessu liði að geta eitthvað,“ segir Hermann og hlær. Ófarir Liverpool ætti flestum áhugamönnum um enska boltann að vera vel kunnar. Liðið má helst ekki við því að misstíga sig og því er verkefni Hermanns og félaga enn erfiðara fyrir vikið. „Það sem er fyrst og fremst aðalmálið fyrir okkur er að þessi leikur er á heimavelli okkar og þar þurfum við að taka fullt af stigum. En Liverpool er auðvitað með frábæra leikmenn, ekki síst síðan Steven Gerrard og Fernando Torres byrjuðu að spila aftur eftir sín meiðsli. Þetta eru bestu menn Liverpool og þá þurfum við að stöðva,“ segir hann. „Þetta verður erfiður leikur, eins og reyndar allir leikir í ensku úrvalsdeildinni.“ eirikur@frettabladid.is Verðum að stoppa Gerrard og Torres Hermann Hreiðarsson náði merkum áfanga í vikunni þegar hann lék sinn 319. leik í ensku úrvalsdeildinni og varð þar með leikjahæsti Norðurlandabúinn frá upphafi. Hann verður í eldlínunni gegn Liverpool í dag. HERMANN HREIÐARSSON Hér í metleiknum gegn Chelsea á Stamford Bridge. NORDIC PHOTOS/GETTY Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í þýska úrvalsdeildarfélag- inu Füchse Berlin standa í ströngu á morgun. Þá tekur liðið á móti Íslendingaliðinu Rhein-Neckar Löwen. Með liðinu leikur Ólafur Stefánsson, fyrrum samherji Dags hjá Val og íslenska landsliðinu, en þeir eru æskufélagar. Með Rhein-Neckar Löwen leika einnig þeir Guðjón Valur Sigurðsson og Snorri Steinn Guð- jónsson sem Dagur þekkir vel til enda léku þeir allir saman í landsliðinu á sínum tíma. „Þetta verður ágætisupphitun fyrir EM,“ segir Dagur. Hann er einnig þjálfari austurríska landsliðsins sem er með því íslenska í riðli á EM. „Við þurfum fyrst og fremst að standa í lappirnar og reyna að stríða þeim en það er stigsmunur á þessum liðum. Maður veit þó aldrei hvenær óvæntir hlutir gerast,“ bætir hann við um leikinn á morgun. Hann stóðst einnig ekki freistinguna og sendi Ólafi tóninn. „Þeir eru vissulega góðir nema hvað Óli er enn jafn lélegur í vörninni og hann hefur alltaf verið. Okkar undirbúningur hefur meira eða minna snúist um einmitt það,“ sagði Dagur og hló. Hann segist annars vera bærilega sáttur við gengi liðsins. „Það leiðinlega er þó að við höfum ekki náð að sýna okkar rétta andlit á heimavelli. Áhorfendur hafa þó sem betur fer ekki yfirgefið okkur en það var uppselt á síðasta leik.“ Það er einnig toppslagur í deildinni á morgun þegar Alfreð Gíslason og hans menn í Kiel taka á móti Hamburg. „Þetta er eins og þegar Manchester United mætir Chelsea í enska boltanum. Það hefur verið beðið eftir leiknum með mikilli eftirvæntingu,“ segir Dagur. „Ég vona auðvitað að Alfreð og hans menn klári þennan leik. Það er reyndar slæmt að Daniel Narcisse er meiddur en á móti kemur að þá fær Aron [Pálmarsson] einhverjar mínút- ur í viðbót. Það er gaman að því.“ Dagur segir það morgunljóst að Alfreð njóti gríð- arlegrar virðingar í handboltaheiminum. „Það sýndi sig þegar Kiel gerði við hann langtímasamning. Ég held að það sé ekki á neinn hallað þegar ég segi að hann beri höfuð og herðar yfir alla aðra í þessum bransa.“ DAGUR SIGURÐSSON, ÞJÁLFARI FÜCHSE BERLIN: MÆTIR ÆSKUFÉLAGA SÍNUM Á MORGUN Óli er enn jafn lélegur í vörninni og alltaf > KRTV í beinni frá Kína Íslandsmeistarar KR í körfubolta eru þessa dagana staddir í Peking í Kína. Þar mun liðið leika tvo sýningarleiki vð Beijing Ashoen. KR-ingar eru stórhuga sem fyrr og munu sýna leikinn í beinni sjónvarpsútsendingu á KRTV sem má nálgast á heimasíðu KR, kr.is. Leikurinn hefst klukkan 7.00 en þá er klukkan 15.00 að staðartíma. Hægt er að nálgast myndir og ferðasögur á heimasíðu KR. FÓTBOLTI Ryan Giggs mun ekki leggja skóna á hilluna í sumar því hann er búinn að skrifa undir nýjan eins árs samning við Eng- landsmeistara Manchester United. Núverandi samningur Giggs rennur út í sumar en Giggs hefur verið að spila það vel í vetur að hann sér ekki ástæðu til þess að hætta strax. „Ég er afar ánægður með að hafa skrifað undir nýjan samning. Ég hef sjaldan eða aldrei notið þess eins mikið að spila fótbolta og ég hlakka til að vinna fleiri titla með United.“ Sir Alex Ferguson segir að Giggs eigi skilið nýjan samning og hann er sannfærður um að Wales- verjinn spili í tvö ár í viðbót. „Hann er í frábæru formi og er hugsanlega að spila sinn besta bolta á ferlinum,“ sagði Ferguson. Leikmenn völdu Giggs besta leikmann ensku úrvalsdeildarinn- ar á síðustu leiktíð. Þessi 36 ára gamli leikmaður er leikjahæsti leikmaður Manchester United frá upphafi. Hann er einnig sá leikmaður félagsins sem hefur unnið til flestra verðlauna. - hbg Ryan Giggs: Samdi um eitt ár til viðbótar RYAN GIGGS Verður bara betri með aldrinum. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.