Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 26.10.1961, Qupperneq 11

Vikan - 26.10.1961, Qupperneq 11
tveim árum. Hann hafði setzt að í Mexíkó og nurlað saman rúmlega milljón dollurum á grunsamlega stuttum tíma. Það voru menn eins og McGee, sem Raney átti að hafa gætur á. Ot af þessu hafði McGee snúið sér til Alex, og látið einn aðstoðarmanna sinna hringja til gistihúss hans í Mexíkó City: — Mér hefir verið tjáð að þú hafir setið í fangelsi fyrir þjófnað ... Nei, þú mátt ekki mis- skilja þetta, ég er enginn njósnari ... mér datt bara í hug hvort þú værir ekki tilleiðanlegur til að aðstoða okkur svolítið. Þú færð mikla peninga fyrir það, og mig grunar að þú hafir ekki of mikið af þeim. Hef ég ekki rétt fyrir mér? — Stafford Raney ætlaði að hvíla sig í Acapulco í eina viku. Þetta þurfti að gerast meðan hann var einn, svo enginn saknaði hans fyrsta kastið. Alex var kominn niður á höfn fyrir klukkan tvö. Það lágu um það bil tíu eins útlítandi fiskibátar bundnir við hafnarbakkann, en enginn þeirra var bátur Manuels, Tiburon H. Alex gekk fram og aftur og kveikti sér í sígarettu. Klukkuna vantaði fimm mínútur í hálf þrjú. Loksins sá hann hilla undir bátinn hinum megin við flóann. Þegar bátur Manuels var aðeins nokkra metra frá landi, heyrði Alex kallað fyrir aftan sig: — Halló, Alex. Sheila kom hlaup- andi til hans lafmóð með myndavél yfir öxlina. — Sæl, ég hélt að þú ætlaðir í skemmtisiglingu. — Nei, það varð ekkert af því, þátttakendurnir voru ekki nógu margir. Hvað ætlar þú að veiða? — Allt, sem bítur á krókinn, sagði Alex og klifraði upp í bátinn. Hann benti Manuel að fara í hina áttina, burt frá stúlkunni. 1 Scima bili kom Raney og stefndi í áttina til þeirra. — Góðan daginn, kallaði Raney, — ég hélt að ég yrði fyrstur. Hann var í dökkum buxum og köflóttri skyrtu, og hélt á nýrri veiðistöng. — Við erum víst allir snemma á ferðinni, sagði Alex. Héðan af gátu þeir ekki hætt við ferðina. Hann varð að tala við Manuel á leiðinni. Raney fór um borð og Alex kynnti hann fyrir Manuel. Manuel glotti og tautaði eitthvað óskiljanlegt. — Þið hafið líklega ekki veiði- stöng aflögu handa mér? spurði Sheila eftirvæntingarfull. Alex lét eins og hann heyrði það ekki. — Er þetta vinkona yðar? spurði Raney. — Ætlið þér að taka hana með? — Nei, sagði Alex lágróma. Hann heyrði að Manuel þrýsti á starthnappinn, en vélin fór ekki í gang. — Við hittumst í kvöld, kallaði hann til Sheilu. Honum létti þegar vélin fór loks- ins í gang. Framhald á bls. 40. Hún hafði þennan afleita vana að vera alltaf að taka myndír og þurfti endilega að birtast með myndavélina þegar hann var að leggja upp í hina þýðingarmiklu veiði- ferð VIKAN 11

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.