Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 26.10.1961, Qupperneq 46

Vikan - 26.10.1961, Qupperneq 46
, &4tdu-^ÚA&ítta&íð, um fimm mílur var Sean orðinn svo þreyttur, aö þeir hvíldu sig um hríö í skjóli viö runna. Sean hreyfði því, aö nú, þegar hann væri í brottu, yröi aö velja annan aöstoðarforingja í sveitinni og kvaö sér þykja líklegt að Dermot yrði fyrir valinu. Dermot varð þögull við, en sagði loks aö hann væri ekki viss um aö hann hefði hug á því. Sean brá. — Hvað gengur að þér? spurði hann. Dermot teygði úr sér. — Hvað verður, ef brezki hermaðurinn deyr? spurði hann og leit á Sean. Kirkjan mundi telja okkur hafa gerzt seka um morð. Ég er sjálfur farinn að efast um, að við höfum heimild til að skjóta brezka hermenn. — Við eigum í styrjöld, svaraði Sean hörkulega. Þeirri styrjöld, sem staðið hefur um aldir milli okkar og Breta, og iýkur ekki fyrr en tekizt hefur að ná hverjum ferfaðmi af irsku landi undan yfirráðum þeirra og þriliti fáninn blaktir aftur yfir ráðhúsinu i Belfast. — Við skulum halda af stað aftur. sagði Dermot. Þeir héldu göngunni áfram, hvíldu sig við og við og héldu nú meðfram veginum. Allt i einu heyrðu þeir bíl nálgast; Dermot þreif til Seans og dró hann meO sér ofan i skurðinn, þar sem þeir stóðu í vatni upp í mitti á meðan bíllinn ók framhjá; þetta var opinn bíll og sátu í honum fjórir, brezkir lögreglumenn. — Þar skall hurð nærri hælum, varð Dermot að orði, þegar bílljósin voru horfin út í náttmyrkrið og hann dró Sean upp úr skurðinum. — Það er farið að blæða úr sárinu aftur, sagði Sean. — Við verðum að koma okkur frá veginum, mælti Dermot. Eflaust fara þeir hérna um aftur innan stundar. Framhald í næsta blaði. VIKAN OG TÆKNI Framhald af bls. 4. verksmiðjurnar framleitt og selt 1450 „Bjóra“ og 400 „Otra“, en kaupend- urnir eru alls 200 talsins í 62 þjóð- löndum. Þá hafa flugvélar af báðum þessum gerðum og verið valdar í samtals níu leiðangursferðir um Suð- urheimsskautssvæðin, og reynzt vel við örðugustu aðstæður, ekki síður þar en annarsstaðar, enda báðar gerðirnar einkum miðaðar við flug í köldu veðri, því frosthörkur eru tíðar nyrzt i Kanada. En þær hafa einnig reynzt meö ágætum þar sem heitast er — í Suðaustur-Asíu og Miö- austurlöndum. Og nú er þriðja gerðin í þessum flokki, „DHC-4“ Caribou — eða „Hreindýrið" — komið á markaðinn frá DE HAVILLAND-verksmiðjun- um. Þessi flugvél er ætluð til vöru- flutninga einkum — ber allt að fjór- um smálestum — á skemmri vega- lengdum og við þær aðstæður, að venjulegum flugvélum verði þar ekki við komið, svo sem flugtak og lend- ingu á „sjálfgerðum" flugvöllum. Að sjálfsögðu kemur hún að sömu not- um við fólksflutninga. Þannig er frá lendingarútbúnaði gengið, að þess verður litt vart í lendingu eða flugtaki þótt völlurinn sé ekki sem sléttastur. Fyrir sérstak- an blökuhemlaútbúnað á vængjum, meðal ananrs, getur flugvélin farið mjög hægt í lofti, 65 hnúta, sem er að sjálfsögðu ákaflega hentugt þegar athuga þarf lendingarstað, ef til vill í slæmu skyggni, eða ef varpa þarf niður flutningi. Annars er meðalflug- hraði við venjuleg skilyrði 157 hnút- ar, eða 291 km á klst. Þá gerir þaö Caribou-vélina mjög öruggan flug- kost, að hún getur flogið á öörum hreyflinum og lætur þó fullkomlega að stjórn — getur jafnvel hafiö sig til flugs eins og ekkert hafi Iskorizt, þótt annar hreyfillinn „drepi á sér“ í flugtaki, og einnig lent örugglega með aðeins annan hreyfilinn í gangi. Binnig er öryggi að þvi, að tengja má leiðslur frá bensíngeymunum við hreyflana ef Þörf krefur. En meginkostur Caribou-vélarinn- ar, miðað við það hlutverk, sem henni er ætlað að gegna, er þó hve stutt færi hún Þarf til flugtaks og lend- ingar. Fullhiaðin, og við venjuleg veðurskilyrði, þarf hún ekki lengri flugtaksbraut en 725 fet, en 760 feta völl til lendingar. Klifhraði vélarinnar er mjög mikill, eða 1355 fet á mín- útu, sem kemur sér að sjálfsögðu einkar vel, þegar um flugtak í fjall- lendi er að ræða. Þá er ákaflega fljótlegt að koma flutningi um borð í vélina •— bíllinn getur ekið aftur á bak inn undir stél hennar að dyrum farmrýmisins, en þar eru og útgöngudvr, sé vélin ætluð til fólksflutninga. Mjög fljótlegt er og auðvelt að koma fyrir farþega- sætum og taka þau á brott, eftir þvi sem með þarf, en sé vélin eingöngu ætluð til farþegaflutnings tekur hún þrjátíu manns í sæti. Þess skal getið, að Caribou-vél frá DE HAVILLAND-verksmiðjunum hefur oftar en einu sinni komið við hér á landi í sýningarför, og blaða- mönnum og öðrum áhugamönnum um fiug verið gefinn kostur á að fljúga með henni og kynna sér yfir- burði hennar við örðugar flugtaks- og lendingaraðstæður, og orðið næsta undrandi yfir getu hennar og hæfni. En eins og minnzt er á í upphafi þessaar orða er gerð hennar fyrst og fremst miðuð við aðstæður, sem ekki eru ósvipaðar því, sem gerist hér á landi, og byggja verksmiðjurnar þar á langri reynslu af eldri flugvéla- gerðum sínum í þessum sama flokki — ..Bjórnum" og ,,Oturnum“, sem að vísu eru mun minni flugvélar, en báðar miðaðar við flugþjónustu þar sem aðstæður eru slíkar, að venju- legum flugvélum verður þar vart eða ekki við komið. Sama máli gegnir um Caribou-vélina, og er ekki nein ástæða til að efast um, að hún geti sér ekki síður góðan orðstír. ★ 1 LEIT AÐ LÍFSHAMINGJU Framhald af bls. 19. Hún hafði lokið prófi meö fyrstu einkunn, en var þö gersamlega ófróð um flest. Hún hafði aldrei kysst strák, lærði í laumi að stíga nokkur dansspor og varö aö leyna því eins og hræðilegum glæp. Þannig liðu nokkur ár enn, og henni var meinað að komast 1 snert- ingu við þær freistlngar. sem hún hráði heitast. Ef hún hefði til dæmis fengið að fara í kvikmyndahús með einhverjum, sem henni leizt sæmi- lega á. En henni var allt bannað, og þessvegna hlaut að fara sem fór. Dag nokkurn brauzt hún út úr búr- niu og flúði til Stokkhólms. Eiginlega langaði hana ekki bangað. Hún vlidi einungis verða frjáls, mega lifa líf- inu. Hún æddi fram á glötunarbarm- inn. þótt hún steyptist ekki fram af fyrr en Litlidengsi kom í heim- inn, að sjálfum sér forspurðum. Klukkan var orðin fjðgur. Það mátti einu gilda hvað stóð í notkun- arreglunum. Eina töflu enn. Hún varð að stöðva ásókn hugsananna, áður en 'þær sviptu hana vitinu. Kirkjuklukkan sló stundarfjórðung I fimm, og enn veittust hugsanirnar að henni. Innan skamms rann upp langur starfsdagur, sem yrði hennl óbærilegur, ef henni tækist ekki að festa blund. Geislar morgunsólarinnar blika á töfluglasinu. Kannski . . . ef hún tæki eins og tvær i viðbót, mundi hún kannski sofna djúpum, endurnærandi svefni; hætta að hugsa eitt andartak, hætta að vera til. Fá að sofa um hríð! án þess að vita af sjálfri sér. ★ Stenlund læknir kom stundarfjórð-

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.