Vikan


Vikan - 26.10.1961, Page 50

Vikan - 26.10.1961, Page 50
I RÆ01R H. f. SKÚLAGATA 59. yiéadduu tuimi.m czaa——y HITUN BIALADDIN GEISLAOFN Gefur skjótan, öruggan og þægilegan hita. Gijábrenndur í kaffibrúnum lit. ALADDIN BORÐ-LAMPI Mjög öruggur og gefur góSa og þægilega birtu. Fallegt útlit. SILCROM x) húðaSur. Borð, vegg og hengilampar fáanlegir. x) yörumerki ALADDIN INDUSTRIES LTD., ALADDIN BULDING, GREENFORD, ENGLAND REYNIÐ LÝSING OKTÓBERGREININ Framh af bls. 15. I SAMA STAÐ NIÐUR. íslenzku blöðin sæta oft þeirri gagn- rýni, að þau birti of mikið af íþrótta- fréttum, afmælisgreinum og eftir- mælum, en ekki tek ég undir þær 50 VIXAN aðfinnslur. Blöðin hljóta að halda uppteknum hætti í þessu efni. Lesendafjöldi íþróttafréttanna fer sívaxandi, og þær eiga víðs vegar um heim almenningshylli að fagna umfram flest annað, sem blöðin flytja. Vantrúin á iþróttirnar er lika horfin að kaila. Þær eru nauðsynlegar æskunni í nútimaþjóðfélagi, þar sem vinnutíminn styttist með hverjum áratug og tómstundirnar eru unga ióikinu næsta varhugaveröar, en skylduiiði þess ærið áhyggjuefni, þó að aliir fagni þvi, að stritið sé úr sogu. Foríeöur okk/ar þreyttust á vinnu. Nú verða Islendingar að stunda iþróttir og útilif til aö þreyt- ast. Annars fara þeir á mis við dá- semdir nattúrunnar og ánetjast óholi- um nautnum. i?ess vegna eru iþrótt- irnar bjargræði islenzkrar æsku. lsændingar hafa svo almennan á- huga á mannfræði, að afmælisgrein- ar og eftirmæli eru lesefni, sem eng- inn vill án vera. Þannig kemur allt þetta i sama stað niður, ef málið er athugað af rólegri ihygli: ísienzku blöðin eru i þessu eíni á réttri leið, þó að skoðanir geti orðið skiptar um, hvað langt skuli gengið. Þau verða að flytja iþróttafréttir, afmælisgreinar og eftirmæli vegna lesenda sinna. AÐ NOTA SKÆRIN. Blöðin í gamla daga gerðu mikið að því að flytja greinar, sem nefndar voru langhundar, en eru nú horfnar að mestu af sjónarsviðinu. Höfundar þeirra létu móðan mása og kreistu úr sér alla vitneskju varðandi mál- efni það, sem um ræddi hverju sinni. Nú eru langhundarnir sérhverjum rit- stjóra andstyggileg tilhugsun, og fæst- ir lesendur munu sakna þeirra. Hér gætir viðhorfa nútímans i blaðamennsku. Málalengingar eru úr- eltar. Fóik les ekki blöðin með sama hætti og áður. Það vill kynna sér efni þeirra á skömmum tíma. En ís- lenzku ritstjórarnir ættu samt að nota skærin gætilega, þó að tími langhund- anna sé liðinn góðu heilli. Vitaskuld er engin goðgá að birta ýtarlegar fréttir og greinar, ef efnið er þess konar. Erlend stórblöð hlifa alls ekki lesendum sínum við slíku. Og islenzku blöðin verða að ýmsu leyti að ætla sér sama hlut og þau, enda þótt aðstæður þeirra séu ólíkar. Ritstjórarnir mega ekki klippa svo smátt, að þeir skemmi efnið, hvort sem það er frétt, grein eða mynd. Það efni blaðanna, sem krefst mestrar fyrirhafnar hugsunar og túlkunar, er síður en svo eftirsóttasta lesmál þeirra. Þó er mikilvægi þess ótvirætt. Þar er vandlátustu lesend- unum sýnt fram á, að blaðið sé líka ætlað þeim. SVARTASTI BLETTURINN. Svartasti bletturinn á útliti íslenzku blaðanna í dag er pre^itvillurnar. Prentvillur í lesmáli eru eins og lýs á fati. Allir vita, að lúsinni vegnar illa í þjóðfélagi nútimans. Islendingar útrýmdu henni fyrir siðari heims- styrjöldina. En prentvillurnar láta engan veginn á sjá. Lesendur halda, að prentvillurnar stafi af kunnáttuleysi blaðamanna I móðurmálinu, en sú ályktun er fjarri lagi. Blaðamennirnir kenna hins vegar starfsskilyrðum sínum um prentvill- urnar. Sú afsökun hefur nokkuð til síns máls. Blaðamenn eru háðari miklum vinnuhraða en flestar aðrar stéttir, og fá þó margir skvettur af iðuköstum tækninnar. Samt ætti að vera hægt að lesa sæmilega prófark- ir af íslenzkum blöðum. Hér skiptir mestu, að vinnubrögðin hafa ekki ver- ið skipulögð eins og skyldi og ráða- menn blaðanna telja prófarkalestur- inn aukaatriði. Það ættu þeir ekki að gera. Ekkert verk er ómerkilegt, ef það er innt vel af hendi. Mér blöskrar stundum að sjá ágæt- ar greinar í dagblöðunum afskræmd- ar af prentvillum, og mikið langar mig að biðja ritstjóra og útgefendur íslenzku blaðanna að losa okkur við þau óþrif. Góður prófarkalesari er hverju blaði jafnnauðsynlegur og fréttamaður, greinahöfundur eða ljósmyndari. KONURNAR OG BÖRNIN. Afkomumöguleikar islenzku blað- anna byggjast á því, að þau nál al- mennri útbreiðslu. Þess vegna ættu forráðamenn þeirra að muna eftir kvenþjóðinni. Konurnar ráða miklu um,. hvaða blöð eru keypt og lesin á islenzkum heimilum. Ég efast um, að konurnar meti mikils þessa svokölluðu kvennaþætti, sem birtast I íslenzkum blöðum og fjalla að jafnaði um hússtjórn, matar- æði og saumaskap. Þeir munu flestir þýddir og eru fæstir upp á marga fiska. Islenzkar konur hugsa hins vegar langt út fyrir eldhúsið og borð- stofuna. Þess vegna grunar mig, að þeim yrði helzt gert til hæfis, ef gáf- aðar og ritfærar konur væru í starfs- liöi islenzku blaðanna og settu svip á þau. Ennfremur ættu íslenzku blöðin að gera meira fyrir yngstu lesendurna en raun ber vitni. Blaðamennska í þágu barnanna hlýtur að vera yndis- legt starf og þakklátt, ef vel tekst. Og þau geta líka haft áhrif á afkomu og efnahag íslenzku blaðanna með þvi að skipta sér af hvernig mamma og pabbi ráðstafa krónunum. MEIÐYRÐALÖGGJÖFIN. Fyrrverandi blaðamanni leyfist svo kannski að lokum að minnast á ís- lenzku meiðyrðalöggjöfina. Hún er óviðunandi og verður að breytast. Islendingar eiga þess daglega kost að fá ritstjóra blaðanna dæmda i litil- fjörlegar sektir fyrir meiðyrði. Ekk- ert er auðveldara. Meira að segja lof er refsivert, ef hlutaðeigandi telur það háð. Hins vegar er allt of lítill mun- ur gerður á raunverulegum afbrot- um í málflutningi blaðanna og alger- um smámunum. Ritstjóri sem stimpl- ar saklausan mann stórþjóf, sætir á- þekkum viðurlögum og æringi, sem vn ber náunga sínum á brýn í prentuðu máli, að hann sé ófríður eða mat- vandur. Þess vegna getur sérhver ritstjóri á Islandi stundað mann- skemmandi blaðamennsku án þess að verða dreginn til teljandi ábyrgðar annarrar en þeirrar, sem felast í óorði þess að vera dóni. Bretar eru til mikillar fyrirmyndar um meiðyrðalöggjöf. Þeir reyna að vernda mannhelgi borgaranna með því að dæma blöðin hart, ef þau kunna sér ekki hóf í málflutningi. — Samt mun gagnrýni hvergi á hærra stigi en einmitt þar. Menn vanda sig í aðfinnslum, ef lygi og rógi fylgir eftirminnileg ábyrgð. Hér þarf að stofna dómstól, sem refsi blöðunum strangt, ef þau reynast sönn að þeirri sök að stinga stað reyndum undir stól til að leyna les- endur sannleikanum og fást ekki til að leiðrétta mistök sín. Slikt hneyksli má lýðræðisþjóðfélag ekki þola blöð- unum. Þau eiga að njóta þess frels- is að mega segja satt og rétt til synd- anna, en verða jafnframt að hafa á- byrgð og skyldu. Þá yrði sorpblaða- mennska óhugsandi atvinnuvegur á Islandi. Helgi Sæmundsson. úe*;:,.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.