Vikan


Vikan - 09.11.1961, Page 18

Vikan - 09.11.1961, Page 18
 NOhOCUIZ____ UM PEI2SŒ 1. Teljið alla þá smáhluti sem þið hafið á ykkur núna, eins og klúta, blóm, skartgripi, spennur og annað. Ef þeir eru í allt fleiri en þrír, hafið þið tilhneygingu til að hlaða of miklu á ykkur. 2. Þegar þið setjizt niður á sófa eða stól, missið þið þá aðeins jafnvægið? Ef svo er, verðið þið að muna að líta aðeins aftur fyrir ykkur áður en þið setjizt. 3. Svarið fljótlega, hvernig eru fætur ykkar núna, þegar þið sitjið og lesið þetta? Eru þeir krosslagðir? Já, það er ágætt. En ef þeir ,eru snúnir utan um hvorn annan er niðurstaðan ekki eins góð. 4. Segið mjög eðlilega: Má bjóða þér eitt- hvað? Ef það hljómar eins og tvö orð, er út- koman slæm. 5. Verið mjög heiðarlegar: Hafið þið fiktað í andlitinu eða rótað í hárinu síðan þið byrj- uðuð að lesa þessa grein? 6. Hvað var ;síðast sagt við þig. Ef þú manst það er athyglisgáfa þín í lagi. 7. Stnadið upp og lítið niður. Ef þú getur séð ökklana á þér, ættirðu að rétta úr brjóst- kassanum. 8. Hugsið ykkur aðeins um. Eruð þið gjarnar á að byrja að tala um leáð og einhver stanzar til að draga andann. Ef svo er, talið þið of mikið. Persónutöfrar eru einstæður hæfileiki. Allir vilja hafa þá, hjá sumum eru þeir meðfæddir, en næstum því allir geta tileinkað sér þá. Hvað eru persónutöfrar eiginlega? Það eru hæfileikar, sem ekki er liægt að skil- greina, en allir kannast við þá. Kona sem hefur persónutöfra hefur meira en mikil fegurð getur uokkurn tíma gefið, hún hefur hæfileikann til að láta fólki geðjast vel að sér. Töfrar hennar geta innihaldið vizku, fjör, hæfileika, virðingu, hlýju, skilning og auðvitað kvenlegan yndisþokka. Þannig kona gerir annað fólk ánægt með sjálft sig. Persónutöfrar er það sem hver maður leitar að hjá konu. Hér á eftir segir leikkonan Rosalind Russel nokkur orð um þessa hæfileika og hún talar bæði af reynslu og þekikingu. — Það getur enginn imyndað sér hve mörg hundruð stúlknr hafa spurt mig, „fröken Russel, haldið þér að ég hafi noklcurt tækifæri til að kom- ast áfram i kvikmyndaheiminum“. Ég býst ekki við að ég hafi sagt já oftar en svona sex sinnum. Að vera leikkona er erfitt lif og ekki alltaf dans á rósum. En ef vel ætti að vera, aétti hver kona að fá einhverja tilsögn i framkomu líkt og leikkonurnar fá. Það eykur persónuleika þeirra og fegurð. í leikhúsinu og kvikmyndaverunum er persónutöfrarnir nauð- syn og sú leikkona sem ekki hefur þá, getur alveg eins soltið eða byrjað að selja sokkabönd, það liggur beint fyrir. Persónutöfrar eru óskiljanlegt fyrirbæri, sem ekki er hægt að skilgreina, en engin kona getur verið án þeirra. Þeir eru fyrirbrigði sem hrifur annað fólk og fær það til að finnast þú vera eitthvað sérstakt. Likamleg fegurð hefur mjög litið að segja. Fjöldi af mjög fallegum leikkonum kemst ekkert áfram vegna þess að þær eru hreint og beint leiðinlegar. En þær sem hafa virkilega persónutöfra sigra allt og alla og mennirnir hópast i kringum þær. Þær bera sigurorð af heilum skips- förmum af „pin up“-stúlkum og að ýmsu leyti er bað að þakka fram- komu og öðru sem þær hafa lært I sambandi við leiklistina. Takið nú vel eftir einu, þetta segi ég af reynslu: Vertu aldrei leikkona, en vertu alltaf eins og leikkona. Ef ég ætti að kenna t. d. á tiu vikna tizkunám- skeiði mundi ég auðvitað byrja á nokkrum algildum reglum eins og: Lag- aðu alltaf saumana á sokkunum þinum áður en þú ferð eitthvað. Ekki fikta i sjálfri þér eða hlutum, sem eru f kring um þig. Þetta eru allt hlutir sem flestir vita, svo ég ætla heldur að minnast á dálitið þýðingar- meiri atriði. 1. Talaðu eins og leikkona. Það fyrsta sem flestar stiilkur verða að gera, þegar þær byrja á leiklistarbrautinni er að lækka rödd sina um eina áttund. Segðu „halló" i venjulegum róm, syngdu svo niður á við do-si-la-sol-fa-mi-re-do. Þá ertu komin mátulega langt niður, nema þvi aðeins að hú hafir talað lágt fyrir. Nú getur verið að þið segið: Alveg er mér sama, ég er ekki að tala fyrir áheyrendur. En það er einmitt það sem bið gerið. Seg.ia má að hver kona hafi áheyrendur, þó ekki sé nema eiginmaðurinn eða nágrannarnir, og vilii hún raunverulega vera meira töfrandi, er betra að fara eftir þessum ráðum. Bezt væri fyrir konur / 4 egg, 2 dl sykur, rifið hýði af hálfri sítrónu, 1 dl hveiti, 1 dl kartöflumjöl, Vx tesk, lyfti- duft, ávaxtasalat eða ís. 18 VIKAN Eggin eru þeytt með sykrinum þar til þau eru létt og ljós. Hveiti, lyftidufti og kartöflumjöli sáldrað safflan við, blandað varlega í ásamt lyftiduftinu. Fallegast er að baka kökuna í hringmóti. Athuga þarf að smyrja mótið vel og strá í það brauðmylsnU. Kakan er bökuð í ca. 30 mín. við 200 gr. hita. Borin fram með ávaxta- salati eða ís, sem þá er Sett i miðju hringsins. GÓÐAR EPLAKÖKUR. 250 gr hveiti, 2 msk. sykur, Vi tesk. lyftiduft, 150 gr smjör- iiki, % dl rjómi eða mjólk, %—1 kg matarepli, 1 tesk. kan- ell, 150 gr rúsínur, sykur, eggja- hvita. Hveiti, sykri og lyftidufti er blahdað saman. Smjörlikið skorið i ttleð hnif. Vætt í með rjómanum. Hnoðað fljótt saman. Látið bíða á kÖIdum stað um stund. Eplin eru þvegin, flysjuð og skor- in í báta eða þunnar sneiðar. Deiginit er skipt i tvennt og ann- ar helmingurinn breiddur þunnt út á smurðri plötu. (Sjá mynd). Eplin eru lögð þar yfir ásamt rúsinum, kanel og sykri. Brúnir deigsins brotnar inn á og hinn helmingurinn breiddur út og lagður yfir. (Athugið að festa brúnirnar vel saman.) Smurt með þeyttri eggjahvítu. Bakað við ca. 200 gr. hita i 20—25 mín. Þegar kakan er farin að kólna er flór- sykri sáldrað yfir. Skorin i hæfi- lega stórar, ferkantaðar kökur, sem beztar eru volgar með kaffi eða te. Framhnld á bls. 20. Saumaklúbbskaka

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.