Vikan


Vikan - 06.06.1963, Page 2

Vikan - 06.06.1963, Page 2
í fullri alvöru: N. teddy HEVELLA jakkinn er fallegur þolir allt HELANCA teygjubuxur vandaöar Barnafatagerðin sf. Heildsölubirgðir: Solido Hverfisgata 32. — Símar 18950 - 18860. HVAÐ LES BÓKAÞJÓÐIN? „Það þykir mér verst, að nú orð- ið hef ég aldrei tíma til að líta í bók“. Þetta er setning, sem ég hef heyrt aftur og aftur frá mönnum, sem komnir eru til vits og ára. Danski húmoristinn Willy Brein- holzt sagði í grínpistli um íslend- inga, að enginn þætti almennilega læs á sögueyjunni ef hann ekki læsi 50—100 bækur á ári — ásamt öllum blöðum og tímaritum, sem þar koma út. Ég er smeykur um, að félagi Willy kríti liðugt. Að vísu höfum við meiri bókaútgáfu hér miðað við höfðatölu en annarsstaðar á þess- um hnetti. En meginhluti þessara bóka kemur út í tveim mánuðum: í nóvember og desember. Þeim er beinlínis stefnt á jólagjafamarkað- inn og það er skiljanlegt frá sjónar- miði útgefenda. Bækur eru hand- hægar til gjafa. Það er alltaf hægt að finna eitthvað við allra hæfi. Og enginn má fara í jólaköttinn. En það er einn stór galli á þessu. Gjafabækur eru ekki alltaf lesnar. Þær bækur, sem eru keyptar utan jólamánaðarins, eru miklu fremur keyptar til lesturs og sá kaupir, sem ætlar að lesa. Einn ungur höfund- ur, sem gaf út bók á útmánuðum, sagði við mig: „Ég vildi ekki láta hún verið keypt til að gjafa og sett hana lenda í jólafarganinu. Þá hefði upp í hillur ólesin“. Sannleikurinn er nefnilega sá, að flestir lesa harla lítið. Menn hafa einfaldlega ekki tíma til þess og ástæðan fyrir tímahrakinu er sú, að hérumbil allir vinna tvöfalda vinnu. Annaðhvort eftirvinnu, eða þá aukavinnu á öðrum vinnustað. Það þarf að afla tekna til að standa undir nýja bílnum, gólfteppinu, sjónvarpinu, ferð til útlanda næsta sumar ef guð lofar og svo fram- vegis. Lestur góðra bóka er ekki talinn til munaðar. Þess vegna keppa mjög fáir að því marki að auðga anda sinn á lestri bókmennta. Það eru fyrst og fremst hin efnislegu gæði, sem freista. Aukatekjunum er ekki varið til bókakaupa; aflögu- tíma ekki varið til lesturs. Menn taka dagblöðin þegar þeir eru búnir að koma í sig fiskinum og grautn- um í hádeginu og hlaupa yfir nokkrar fyrirsagnir þar til annirnar kalla að nýju. Á sunnudögum lesa þeir blöðin gaumgæfilegar, og það er ótrúlegt en satt, að hjá ótrúlegum Framhald á bls. 43. 2 — VIKAN 23. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.