Vikan


Vikan - 06.06.1963, Blaðsíða 44

Vikan - 06.06.1963, Blaðsíða 44
hafði víst átt að ausa hana soði öðru hverju, en það hafði þvi mið- ur aiveg láðst. En betra er seint en aldrei, svo ég tók til óspilltra málanna að ausa yfir steikina. Klukkan var tólf og eldri strák- arnir komu inn. Ég sagði þeim að leita að litlu krökkunum og koma með þau. Þá mundi ég eftir því, að ég hafði gleymt kartöflunum. Þœr þurfa minnst hálftíma suðu, hafði mér verið sagt. Þær fóru á mettíma ofan í einn pottinn i við- bót, á meðan ég jós yfir steikina með annarri hendinni og hrærði i sveskjugrautnum á milli. Svo þurfti ég að opna baunadós, ná í sultutau og leggja á borðið. Þá komu krakkarnir inn, og nú fékk ég hjálp, því öll voru þau orðin svöng og köld. — Eldri strákarn- ir klæddu þau litlu úr. Svo varð að fara með ailt inn á bað og þvo þeim, en síðan féll allt í Ijúfa löð, þegar þau voru setzt. Nú stóð bara á mér að bera matinn á borðið. Það heyrðust ýmis hljóð um að þetta væri öðruvisi en hjá mömmu, svo ég ætlaði mér að sannfæra þau um að þetta væri aðeins að utan, og fór að skera steikina. Hún var aldeilis og öidungis blóðhrá að innan. Alveg. Blóðið lak út um allt, og við fengum öll ógeð á steikinni, ekki sizt þegar við minntumst rakvéla- blaðanna um morguninn. Ég tók steikina burt. Hvað átti ég nú að gera? Jú, sveskjugrauturinn hlaut þó að vera í lagi. En ekki var það nóg. Kartöflurnar voru ekki soðn- ar ennþá. Grænar baunir og sultu- tau var enginn matur handa grey- unum. En konan hafði skilið eftir full- an ísskáp af alls konar mat, og bardaganum lauk með því að ég hitaði pylsur í vatni og bar á borð. Kartöflurnar með þeim voru sæmilegar þótt ]>ær væru ósaltað- ar og ekki alveg soðnar, og sveskjugrautur með rjóma og nokkrum óveiddum kekkjum á eftir, gerði lukku. Tilbúinn is var í eftirmat, og allir luku lofsorði á matinn. Síðan kom sami bardaginn við að klæða krakkana til að fara út, og þá sá ég að fötunum þeirra hafði verið hrúgað saman á gólfið í vaskahúsinu, og auðvitað tók það sinn tíma að finna, hvað var hvað og koma þeim i. En loks, um kl. rúmlega tvö, voru allir farnir út, svo ég gat farið að vaska upp. Ég hafði oft gert það áður, svo að það gekk sæmilega að undanskild- um einum brotnum diski, og ég var næstum því alveg búinn að því kl. þrjú, þegar krakkarnir komu öll þjótandi inn aftur — ásamt nokkr- um leiksystkinum — og heimtuðu kaffi og kökur. Nú byrjaði sami leikurinn aftur að klæða þan úr og þvo þeim, á meðan ég hitaði kakó og skar nið- ur kökur og brauð. Síðan settust þau við og drukku þessi lifa.ndis 44 " ósköp, að ég hafði ekki við að smyrja og skera niður. Hún var um fjögur, þegar ég var laus við þau enn á ný, og fór að taka til og vaska upp eftir kaffitímann. Svo þurfti ég að sópa gólfið i eldhús- inu, þvi helmingurinn af kökunum var þar ennþá. Ég liafði engan tíma gefið mér til að borða né drekka, og sigarettu liafði ég ekki getað kveikt mér i allan daginn, og hafði enda gleymt því í látunum. Nú ætlaði ég að fá mér sígarettu og kaffibolla, þegar sá næstelzti kom hlaupandi inn, hágrenjandi með stærðar kúlu á hausnum. Hann liafði þá verið að þvælast með hausinn einmitt þar sem steinn flaug úr hendi einhvers leikfélaga hans og minnstu munaði að hann rotaðist. Ég varð að sinna honum og hugga hann, en að þvi húnu fékk ég tíu míútur til að drekka einn kaffibolla, sem ég lagaði sjálfur. Síðan hef ég aldrei lagað kaffi, — og mun ekki gera i bráð. En sígarettan bragðaðist vel, þótt hún héti raunar pípa lijá mér, og þótt ég kláraði hana ekki fyrr en allur skarinn kom æðandi inn aftur og heimtaði að fá að vera inni, því það væri svo kalt úti. Það var auðfengið, og þau tóku nú allt dótið, sem verið hafði á gólfinu um morguninn og dreifðu því af mikilli festu um allt húsið. Ég fór strax að elda kvöldmat, og tók steikina frá því um morgun- jnn, ska.r. af henni það sem hrennl var, og asxaði hitt i smástykki, seti það á pönnu og ætlaði að gera smásteik. Ég skal ekki þreyta ykkur á lýs- ingu á matartilbúningnum um kvöldið, en það nægir að skýra frá því að börnin fengu steikt eggi og brauð, ásamt niðursoðnum ávöxt- um úr dós. Síðan fór ég að koma þeirn yngslu i rúmið, og eftir það fór ég að taka saman fötin þeirra .skolaði úr utanyfirfötunum mestu óhrein- indin og hengdi upp, vaskaði upp ilátin, skammaði eldri strákana og fékk þá loks til að taka saman dótið (ég fann það allt seinna um kvöldið undir rúmi). Það nægir að skýra frá því að þau voru öll komin í rúmið og sofnuð kl. um 10—11. Klukkan ellefu fórnaði ég liönd- um, lét allt eiga sig, seih eftir var að gera — og fór að hátta og sofa. — ☆ — Ég skal segja ykkur eins og er, að ég var hálfsvekktur um kvöld- ið. En ég huggaði mig stórlega á því, að þetta hlyti að vera versti dagurinn, því ég væri óvanur þessu. Það mundi lagast. Þar að auki væri þetta hátíðisdagur, og börnin kæmust ekki i leikskóla eða á róluvöllin um dáginn. Dag- inn eftir vorum við boðin i mat til mágkonu minnar, og þá þyrfti ég engar áhyggjur að hafa af há- Ef yður vantar vélar, verkfæri, varahluti, eða þurfíð að stofnsetja verksmiðju, verkstæði eða önnur fyrirtæki, þá sendið fyrirspurn til okkar. Við getum útvegað yður þetta allt með hagstæðu verði og góðum kjörum. Ennfremur járn, stál, bárujárn, vír og alls- konar rör. Einnig vörur úr gerfiefnum. Fjárútvegun eftir samkomulagi þegar um verk- smiðjur eða stærri framkvæmdir eða kaup er að ræða. Fyrirspurnum er svarað greiðlega. Stuttur afgreiðslufrestur. HABAG EXPORT & IMPORT G. m. b. H. BREITESTRASSE 28, DUSSELDORF Símnefni: HABAGEXPORT degisverðinum. En þessi von brást eins og sápu- kúla. Það var ekki minni barningur að finna sparifötin lianda þeim deginn eftir og koma þeim þokka- legum af stað, enda komum við ekki i matinn fyrr en um kl. eitt, og þið hefðuð átt að sjá livernig við skildum við húsið heima, því mér gafst enginn tími til að taka til. Mágkona mín fræddi mig svo á því að liklega væri telpan i fötun- um af bróður sínum — og öfugt. Stærri strákarnir voru í fötum, sem þeir máttu aðeins nota á stórliátíð- um, og inniskóm. Nei, fyrsti dagurinn var bezti dagurinn. Konan hafði fyllt allt af matföng- um og hreinum fötum. Eftir því sem leið á, minnkaði í matbúrinu og fötin óhreinkuðust. Byk safnað- ist á alla hluti, og teppi urðu að vera óryksuguð. Ég hafði aldrei tíma til að þrífa að hreinsa, ryk- suga né þurrka af. Ég gat aldrei tekið til i húsinu, aldrei þvegið föt að ráði, aldrei stoppað í sokka, aldrei saumað föt á krakkana, aldrei skroppið í bæinn, aldrei farið í húðir aldrei... Nei, það er tilgangslaust að telja upp það, sem ég aldrei gat gert. Þetta fór sæmilega vel allt saman. Börnin þrifust og döfnuðu og ég léttist ekkert að ráði — en það var lika það eina góða við þetta allt. Ég komst aldrei i rúmið fyrr en um miðnætti, en var vakinn um sjöleytið, ef vel var. Á þessum hálfa mánuði bilaði síminn, híllinn, útvarpið, dyra- bjallan, þvottavélin og eldavélin. Við vorum öll að stagla liarðfisk og éta grænar baunir, þegar kon- an kom inn úr dyrunum einum degi áður en hennar var von. Ég held ég hafi aldrei á ævi minni verið eins feginn, — nema ef vera skyldi daginn eftir, þegar ég loks fékk frí.. . og komst i vinnuna. — ☆ — Síðan eru liðnir þrír dagar, og konan hefur verið að lireinsa, taka til, þvo þvott, kaupa inn, gera við o. s. frv., eins og konur dunda oft við í frístundum. Ég hringdi heim áðan og spurði hvernig gengi. „Þetta gengur allt ágætlega,“ sagði hún. „Hvað ertu að gera núna “ spurði ég. „Gera . . . ? Hreint ekki neitt. Ég sit hérna og er að drekka kaffi og fá mér sigarettu ...“ „Ertu húin með húsverkin? Ertu búin að öllu, sem þú þurftir að gera?“ „Já, clskan min. Það var ekki svo slæmt. Þetta kemst upp i vana .. . Eigum við kannske að koma i bíó í kvöld?“ Já. Ég er að liugsa um að fara í bíó með konunni minni í kvöld. Ég er líka hættur að nota minn helming samningsins, um að fara einn i sumarfri. Ég er búinn að sjá það rækilega að ég er hreint VIKAN 23. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.