Vikan


Vikan - 06.06.1963, Blaðsíða 9

Vikan - 06.06.1963, Blaðsíða 9
Helzta baðfatanýjungin er: Bikini-síðbuxur. © í Klúbbnum verða þær breytingar, að Haukur Morthens kveður og fer til Dan- merkur. Hans í stað kemur Árni Scheving með tríó, og verður hann uppi, en Neo tríóið sem lengi hefur skemmt í Klúbbn- um, fer niður. • 320 ferðamenn fara frá fslandi með Ff til Grænlands og dvelja þar í fjóra daga í sumar. • Ferðaskrifstofan Saga efnir til hóp- ferða í Grímsey í sumar. Farið með lang- ferðabílum til Sauðárkróks, þaðan með Drang til Grímseyjar og frá Grímsey til Akureyrar með viðkomu í síldinni á Siglu- firði.Frá Akureyri með bílum eða flug- vélum til Reykjavíkur. • Drengjameistaramót verður haldið í Vestmannaeyjum 27—28 júlí. © Ferðaskrifstofa ríkisins býður upp á ýmsar stuttar 'og langar ferðir innanlands, einkum fyrir útlenda ferðamenn. © Eins og í fyrra munu Landleiðir hf. halda uppi ferðum í Þjórsárdal, bæði eins dagsferðum og ferðum fyrir tjaldfólk. 9 5—6. október verður keppt í tugþraut í Lúbeck. Þar keppa fjórir beztu tugþraut- armenn frá Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Póllandi, Rússlandi, Vestur-Þýzkalandi og sameiginleg sveit Dana og íslendinga með tveimur frá hvorum. 9 Unglingameistaramót íslands í frjáls- íþróttum verður haldið á Akureyri 20— 21. júlí. ® Fyrir erlenda ferðamenn hefur L&L skipulagt ýmsar ferðir innanlands, þar sem boðið er upp á mismunandi dýrar ferðir með langferðabílum, leigubílum, án bílstjóra eða leigubílum með enskumæl- andi bílstjóra. Þátttakendur geta valið um, hvern kostinn þeir taka. ® Það er nógur sjór og sandur í Naut- hólsvíkinni. Væntanlega verður eitthvað af sól þar líka. 9 í júlí býður Ferðafélag íslands upp á hestaferð upp úr hreppum í Arnarfell hið mikla. © Á hinni nýju Prestwick Tvin Pioneer flugvél sinni mun Björn Pálsson halda uppi reglubundnu flugi á ýmsa staði Vest- fjarðakjálkans, sem minni flugfélög flugu til í fyrra en máttu ekki kalla áætlunar- Framhald á bls. 35. VIKAN 23. tbl. — 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.