Vikan


Vikan - 06.06.1963, Qupperneq 12

Vikan - 06.06.1963, Qupperneq 12
SAGA EFTIR IRWIN SHAW. ANNAR HLUTI. NIÐURLAG. EGAR móöir hans og faðir höfðu fengið vitn- eskju um slysið og voru komin til spítalans hafði læknirinn gefið honum morfín og var að setja iegginn saman. Það var þvi ekki fyrr en næsta morgun í hinu gráleita sjúkraherbergi með svit- ann rennandi niður eftir andliti sér og skiljanlega alla sólarsöguna. „Þá sá ég mann þennan fara mjög hratt á skíðum fram hjá alveg einsamlan,“ sagði Robert. Hann reyndi að tala, án þess að sæist, hversu miklum erfiðleikum það olli honum og reyndi að afmá hræðslu og sársaukasvipinn af and- litum foreldra sinna með því að telja þeim trú uin, að hann finndi bara alls ekkert til i fótleggnum og að allur atburðurinn væri mjög ómerkilegur. „Hann heyrði til mín og tók skíðin af mér og kom mér þægilega fyrir á trjábol. Sið- an spurði hann mig til nafns og hvar foreldrar mínir byggju, svo sagðist hann myndi fara til skiða- skólans og hringja á ykkur og láta ykkur vita, hvar ég væri og hann myndi senda sleða eftir mér og han nmyndi láta ykkur vita, að verið væri að fara með mig á spít- ala. Svo leið klukkustund — það var þegar orðið kolsvarta myrkur — og enginn kom, og ég ákvað að bezt væri að biða ekkert lengur, svo ég hélt af stað af eigin ramm- leik niður og var mjög heppinn og sá svo þennan bónda með sleð- ann ...“ „Þú varst sannarlega heppinn,“ sagði móðir Roberts þurrlega. Hún var smávaxin og feitlagin kona og taugaveikluð; hún var ein- göngu heima i stórborgum. Hún hataði kuldann, hataði fjöllin, fyr- irleit þessi gönuhlaup ástvina hennar út í algjörlega skynsemis- lausa áhættu sem hún áleit skiða- iþróttina vera. Eina ástæðan fyrir, að hún fór i þessi fri var sú, að Robert, faðir hans og systir voru mjög mildir aðdáendur skiðaíþrótt- arinnar. Hún var föl af þreytu og áhyggjum og ef Robert hefði ekki verið bundinn með fótinn upp hefði hún farið með hann á stund- inni burt úr þessu bölvaða fjalla- héraði og tekið morgunlestina til Parisar. „Það er hugsanlegt, Robert,“ sagði faðir hans, „að þegar þú slasaðist þá hafi verkirnir haft þau áhrif á þig, að þú ímyndaðir þér bara að þú hefðir séð þennan mann og að þú einnig bara ímynd- aðir þér, að hann ætlaði að hringja í okkur og ná í sleða handa þér frá skíðaskólanum.“ „Ég imyndaði mér það ekki, pabbi,“ sagði Robert. Höfuðið á honum var þungt og hann var sem i móki af morfíninu og hann var hissa á föður sínum að tala svona til sín. „Af hverju heldurðu að ég hafi imyndað mér þetta?“ „Vegna þess,“ sagði faðir hans, „að enginn hringdi í okkur s.l. kvöld fyrr en kl. 10, þegar lækn- irinn hringdi frá spítalanum. Eng- inn hringdi heldur frá skíðaskól- anum.“ „Ég ímyndaði mér hann ekki,“ endurtók Robert. Honum sárnaði, að faðir hans skyldi halda hann vera að Ijúga. „Ef hann kæmi inn í þetta herbergi myndi ég þekkja hann eins og skot. Hann var með hvíta húfu, hann var stór maður vexti í svörtum stakk og hann var bláeygur. Hann leit dálítið spaugi- lega út, því augnhár hans voru næstum hvit. Úr fjarlægð virtist eins og liann hefði alls engin augnhár.“ „Hversu gamall var hann, held- urðu?“ spurði faðir hans. „Jafn gamall mér?“ Faðir Roberts var nær fimmtugu. „Nei,“ svaraði Robert, „það held ég ekki.“ „Var hann eins gamall og Jules frændi þiun?“ spurði faðir Ro- berts. „Já,“ svaraði Robert. „Eitthvað um það.“ Hann óskaði þess, að foreldrar hans myndu skilja hann eftir einan. Honum var hvort eð er bjargað, fóturinn á honum var i gipsi og hann var ekki dáinn og eftir þrjá máinuðii myndi hann geta gengið aftur, hafði læknirinn sagt honum. Hann vildi gleyma öllu, sem hafði skeð í skóginum s.l. nótt. „Einmitt það,“ sagði móðir Ro- berts, „hann er maður rúmlega fimmtugur, með hvita húfu og blá augu.“ Hún tók upp símtólið og bað um skíðaskólann. Faðir Roberts kveikti sér í síga- rettu og gekk yfir að glugganum og horfði út. Það hafði snjóað stöðugt síðan um miðnætti og lyfturnar voru ekki i gangi í dag, þvi að vindur hafði fylgt snjó- komunni og uppi á fjallstoppin- um var hætta á snjóflóðum. „Talaðir þú við bóndann, sem tók mig upp í?“ spurði Robert. „Já,“ svaraði faðir hans. „Hann sagði, að þú værir mjög hraustur, ungur drengur. Hann sagði einnig, að ef hann hefði ekki fundið þig hefðir þú verið búinn eftir næstu 50 metra.“ „Uss.“ Mamma Roberts hafði fengið samband við skíðaskólann. „Þetta er frú Rosenthal aftur. Jú, þakka yður fyrir, lionum líður eft- ir atvikum,“ sagði hún með sinni nákvæmu, syngjandi frönsku rödd. „Við höfum verið að tala við hann og það er einn hluti af frásögn- inni, sem kemur mjög undarlega fyrir sjónir. Hann segir, að maður hafi stoppað og hjálpað honum við að taka af sér skíðin s.l. nótt eftir að hann fótbraut sig. Sami maður- inn lofaði að fara til slúðaskólans og skilja skíðin hans eftir þar og biðja um sleða til að hann yrði sóttur og fluttur niður eftir á. Okk- ur langar til að vita, hvort maður- inn tilkynnti raunverulega um slysið. Það myndi vera um sex leytið s.l. kvöld.“ Hún hlustaði augnablik spennt. „Ég skil,“ sagði hún og lilustaði aftur eftir þvi sem sagt var. „Nei,“ sagði hún, „við vitum ekki, hvað hann heitir. Sonur minn segir, að hann muni vera um það bil fimmtíu og tveggja ára, bláeygur með hvita húfu. Afsakið augnablik.“ Hún sneri sér að Ro- bert. „Robert, hvaða tegund af skíðum varstu með? Þau ætla að lita eftir, ef þau eru i rekkinu fyr- ir utan.“ „Attenhofers skiði,“ svaraði Ro- hert. „Einn og sjötíu á langd. Upp- hafsstafir mínir eru skráðir með rauðu á broddana á þeim.“ „Attenliofers,“ endurtólc móðir hans í símann. „Og einkennisstaf- irnir hans eru á þeim, R.R., i rauðu. Þakka yður fyrir, ég bíð.“ Faðir Roberts gekk frá gluggan- um og drap i vindlingnum í ösku- bakka. Að baki hraustlegs útlits og veðurbarins andlits eftir úti- veruna leyndist áhyggjufullur og kvíðinn maður. „Robert,“ sagði hann með raunalegu brosi, „þú verður að læra að fara varlegar. Þú ert eini sonurinn minn og það eru lítil likindi til að ég muni eignast annan.“ „Já, pabbi,“ sagði Robert, „ég skal passa mig i framtiðinni.“ Mamma hans bandaði hendinni í áttina til þeirra til bendingar um að vera hljóða, þvi hún var aftur Framhald á bls. 46. Hvað gerir þiS, þegar þú sérð mann, fyrir nokkrum árum reyndi á ábeinan sem hátt að myrða þig? Þegar þú serð hann augliti til auglits, til dæmis í skíðalyftu? 12 - VJKAN 23. tbl.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.