Vikan


Vikan - 06.06.1963, Blaðsíða 23

Vikan - 06.06.1963, Blaðsíða 23
: Ljóshærð og lífsþyrst fór Hanna [> Rasmussen frá heimalandi sínu Dan- mörku til ítalíu í ævintýramál. Hún lenti þar í símavændishheykslismáli, m. a. upplýstist að nóttin hjá henni kostaði sem svaraði 23 þúsund íslenzk- um smákrónum. Hana dreymdi um að verða kvikmyndadís, en nú á hún von á barni með söngvaranum Pier Filippi og hefur gefið framadrauma upp á bát- inn. Þetta limbó er skrítin íþrótt. Það er eins konar öfugt hástökk. f staðinn fyrir að komast yfir slána er kúnstin að komast undir hana, án þess að koma við gólfið nema með þessum líkams- hluta, sem maðu'r gengur .á allan dag- inn hvort sem er. Maður beygir hnén, fer niður í sömu stellingu og þegar maður fer í brú, svo beygir maður eiginlega allt sem lætur undan og rór- illar sér undir slána. Hér á myndinni er hinn 16 ára gamli Hákon Becker, sem nýlega sló sænska limbómetið: Hann fór undir 35 cm slá. Og á hinni myndinni er hin brezka Lorna Márie, 22 ára gömul; hún var áður sundkénn- ari, svo fór hún að sýna sig í Húla- hoppi og þótti háfa liðugar lendar'. Þá sneri hún sér að því að snæða eld til gamans öðrum — varla sjálfri sér —■ og dansa á línu, og hú hefur hún snúið sér að limbóinu — en héfúr ekk- ert gaman af því, ef ekki stendur allt í ljósum loga í kringum hana. Já, some like it hot — eða hvað? Ennþá! hefur hvorki tvistinu né madisoninu né smástelpun- lim í Bandaríkjunum tekizt að vinna bug á honum? Hann virðist að minnsta kosti í fullu fjöri hér — í Soho í London. Ungu stúlkurnar glápa tröll- teknar á hann, skjálfa í hnjá- liðunum og titra um allan lík- amann og þegar hann hættir, hrópa þær: Meira! meira! En þetta er ekki Elvis Presley. Hann lítur út alveg eins og Elvis, hárið, augun, nefið og munnurinn, meira að segja klæðaburðurinn. Hann er samt ekki Elvis, heldur fæddur og uppalinn í London og heitir Nickey Papas. Hann er rakari að iðn, og hefur gutlað við að spila á gítar eftir eyranu, svo sá einhver agentinn hve hann er líkur þessum ameríska, og þarf ekki meira til. Það fylgir ekki sögunni hvernig Elvis lík- ar að eiga svona tvífara. A Jomo Kenyatta, hinn 62 ára gamli fyrirverandi Mau-mau höfðingi og núverandi ráðherra í Kenya, þefar gagnrýninn af tóbakslaufum, sem Bruce McKenzie, meðráðherra hans, ber honum til athugunar. Það er vissara að hafa gát á tóbaksfram- leiðslunni. A Þennan mann hafið þið sjálfsagt ekki oft séð á mynd. Þétta er Roccardo Scicolone, faðir Soffíu Loren og Maríu Mussolini. Þessi mynd er tek- in þegar hann kom að líta á dótturdóttur sína, Alexsöndru Mussolini. Soffía og móðir hennar hafa ekkert samband við lierra Scicolone. V A Hún Jayne Mansfield með kroppinn er hamingjusöm eiginkona og móðir, að minnsta kosti þessa stundina. Hún er ánægð með hann Mickey sinn og hann er ánægður með hana. Enda virðist hann á karlmannlega vísu vera ágætlega vaxinn ofan þindar ekki síður en hún á kven- lega vísu. Og börnin eru frískleg. Stóra stelpan er dóttir Jayne frá fyrsta hjónaband og er nú 14 ára gömul. Jayne er 29 ára gömul. — Sjúklingur nokkur á hersjúkrahúsi einhvers staðar á Evrópu vígstöðv- unum í síðasta stríði þótti spurull og forvitinn í meira lagi. Hann spurði í þaula alla þá, sem hann náði til, og um ólíklegustu hluti. Einu sinni sem oftar kom her- læknir til þess að líta á hann, og sjúklingurinn gat ekki á sér setið að taka til við að spyrja lækninn út úr. — Hvernig var það hjá þér, áður en þú fórst í herinn, spurði hann, — voru flestir þinna sjúklinga veikir af afleiðingum slyss? — Ég veit það ekki, svaraði lækn- irinn rólega. — Veiztu það ekki? Hvemig get- ur staðið á því? — Ég var fæðingarlæknir. SÍÐAN SÍÐAST ALLS KONAR EFNI AF LÉTTARA TAGINU VIKAN 23. tbl. 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.