Vikan


Vikan - 06.06.1963, Blaðsíða 41

Vikan - 06.06.1963, Blaðsíða 41
HÆNSNI. Framhald af bls. 22. al eða annað, sem særir húðina, þegar honum er snúið. Til að koma í veg fyrir að bringan verði of hörð má leggja klút, sem hefur verið gegnbleyttur i fcitinni, yfir fuglinn. Rétt siðast má svo taka hann burt, svo að fuglinn brúnist vel. STEIKT HÆNSNI MEÐ VÖKVA. 2 kg fugl, salt og pipar, V2 bolli hveiti, 3 matsk. smjör, smjörl. eða salatolía, V2 bölli laukur, skorinn í sneiðar, vökvi 1—2 bollar. Fuglinn skorinn i stykki og þurrkaður vel, salti, pipar og hveiti stráð á stykkin og þau síðan brúnuð í feitinni. Ef laukurinn er notaður á að brúna hann rétt sið- ast með fuglinum. Þá er vökvan- um hellt yfir, en það má vera vatn, mjólk, rjómi, súr rjómi, rauðvín, grænmetissoð eða annað. Pottinum lokað vel og látið sjóða við mjög lágan liita eða sett inn í ofn i V2 klst. eða jafnvel 2 klst. Meiri vökva má bæta á ef með þarf. Sósa búin til úr soðinu. Alls konar krydd má auðvitað nota með í soðið, eins og t. d. þessa uppskrift, sem heitir: GUMBO KJÚKLINGUR. Notuð er feiti af baconi til að steikja úr, og kjúklingurinn tek- inn af pönnunni, þegar hann er fullsteiktur. Laukur, 1 hvítlauks- lauf smásaxað, Vs bolli saxaður grænn pipar er brúnað á pönn- unni.. Vökvinn á að vera 2Vj bolli tómatsósa með Vz tsk. salt, Vt tsk. pipar, 1 tsk filé duft. Þegar kjúklingurinn er næstum fullsoð- inn á að bæta V2 pundi af orka í, en því má sleppa, ef ekki er hægt að fá það. ÍTALSKUR KJÚKLINGUR. 2 kg. kjúklingar, V2 bolli hveiti, 3 matsk. salatolia, V2 bolli saxaður laukur, 1 lauf saxaður hvitlaukur, Vt bolli saxað sellerí, 1 bolli skorn- ir sveppir, % bolli söxuð persilja, 1 tslc. rosemary (má sleppa þvi), 3 bollar kjúldingasoð eða vatn, 1 dós tómatpurrec, V2 tsk. salt, V± tsk. pipar. Kjúklingurinn brúnaður í salat- olíunni, tekinn upp úr og i feit- inni er svo laukurinn, hvítlaukur- inn, sveppirnir, persiljan og rose- maryið brúnað Ijósbrúnt. Meiri olíu bætt í ef með þarf. Síðan er soðið og tómatmaukið sett í ásamt kjúldingnum. Lok sett á og látið malla í IV2 til 2 klst., eða þar til fuglinn er meyr. Borið fram með spaghetti. SOÐIN HÆNSNI. Bezt er að fuglinn sé heiíl, en lika má skera hann i stykki. Vatn- ið á að ná upp fyrir hann og ef fuglinn er ekki ungur, má láta 1 matsk. af ediki i vatnið. Ágætt er að láta grænmeti og krydd i vatn- ið, sem fuglinn er soðinn í, t. d. gulrót, lauk, sellerí, negulnagla, piparkorn, lárviðarlauf, timian eða marjoram, allt eftir smekk. Fugl- inn þarf frá 2—-4 tíma suðu og síð- asta klukkutimann á að setja IV2 tsk. af salti í vatnið. Úr soðnum kjúklingi má búa ótal rétti og má nefna hér hinn fræga: CHICKEN A LA KING. Kjúklingafeiti eða smjör Vs bolli, grænn pipar í sneiðum V2 bolli, sveppir sneiddir 1 bolli (ca. V± pund), hveiti 4 matsk., kjúklinga- soð 1 bolli, mjólk 1 bolli, rjómi 1 bolli, Pimiento sneitt % til V2 bolli, kaldur, soðinn kjúklingur í sneiðum eða bitum 2—3 bollar, salt og pipar, eggjarauður laus- lega þeyttar 2 stykki, slierry 2—3 matsk (má sleppa því). Feitin hituð og græni piparinn og sveppirnir soðnir í 5 mín. í lienni. Hveitið sett í og hrært út með soðinu og mjólkinni þar til það er þykkt. Rjóminn settur sam- an við og kjúklingurinn og pimien- tóið, kryddað og gegnliitað. Eggja- rauðurnar lirærðar út með svolitlu af lieitri sósunni og þeim svo bætt út í sósuna og lirært vel í á meðan. Siðast er sherryið sett i. Sett strax á ristaðar eða steiktar brauðsneið- ar, eða í tartalettuform. KJÚKLINGAR í IND- VERSKRI SÓSU. Sósan: % bolli smjör, Vt bolli saxaður laukur, V2 bolli saxað epli. V-í bolli saxað sellerí, IV2 tsk. til 2 tsk. indverslct karry (elcki venjulegt karry) Vs tsk. engifer, 2Vs bolli kjúklingasoð, 3 matsk. hveiti, 2 eggjarauður, V2 bolli rjómi (má sleppa) salt og pipar eftir smekk. Smjörið brætt, laukur- inn, eplið og selleríið soðið í þvi í 5 mín. Karrýið og engiferið sett í og síðan kjúklingasoðið og látið malla í 15 mín. Hveitið sett í sós- una og lirært í þar til lmn er þykk. Þá er sósunni lirært varlega í eggjarauðurnar og hi’ært i við mjög litinn liita í 2 mín. Rjóminn settur í og saltið. Hellt yfir heita, soðna kjúklingana. Karrýið er svo sterkt, að þeir sem ekki eru vanir því, verða að smakka á sósunni öðru hverju, til að ekki sé látið of mikið í. En liún á að vera stei'k, svo að liún fái indverska bragðið. Borið fram með laussoðnum liris- grjónum. Nýr Edison. Framhald af bls. 40. annan útbúnað, er ennþá hernað- arleyndarmál, eins og hjá mörgum bifreiðaframleiðendum, sem eru með nýjungar á pi'jónununi. Stýr- ingin er mjög fullkomin,“ segir Steinar, „stýrið og stýrisvélin er, úr gömlum Rcnault og nú á ég bara eftir að ganga frá ljósalögnum — og mála hann rauðan, svo fólk sjái álengdar, þegar ég er á ferð- inni.“ En nágrannarnir segja: „Ef til vill er nýr Edison á ferðinni i Sviþjóð.“ VIKAN 23. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.