Vikan


Vikan - 06.06.1963, Side 28

Vikan - 06.06.1963, Side 28
7. kafli. Tony Korff flýtti sér út um aðal- dyr East Side-sjúkrahússins og hljóp næstum að viðkomustað strætis- vagna gegnt aðalinnganginum. Hann bölvaði yfir hvað hann hafði tafist við vinnu um morguninn. En nú réð hann sér þó til klukkan fimm. Hann varð að flýta sér, ef hann átti að geta lokið ætlunarverki sínu. „Viljið þér aka með mér, Korff laeknir?" Hann stökk aftur upp á gangstétt- ina og kom auga á Patriciu Reed — hún hallaði sér aftur á bak í bak- sætið á dýrri bifreið með einka- bifreiðarstjóra við stýrið og brosti til hans. Hvað átti þetta að tákna? Að vísu hafið Tony duflað við hana, meðan hún hafði legið í sjúkrahús- inu, en honum hafði skilizt, að hún væri að reyna að krækja í Andy Grav, og þótt fögur væri og rík, hafði hann verið nægilega hygginn, til að skipta sér ekki af henni. Hann þekkti konurnar of vel. ,,Ef þér eruð á leið til miðborg- arinnar, þætti mér gott að mega fljóta með, sagði hann og hneigði sig kurteislega. Hann var því feginn, að hann var í beztu fötunum sínum. „Hvert má ég aka yðar, Korff læknir?“ „Ég er að fara á ritstjórnarskrif- stofu Chronicles," svaraði hann og óskaði þess andartak, að þau hefðu getað ekið saman enn lengra. Hann þorði ekki að líta á hana — en mynd in í speglinum hjá bifreiðarstjóran- um var nógu æsandi. „Er ekki gott að vera orðin alheil aftur?“ spurði hann. „Ég hef alls ekki verið veik, eins og þér vitið vel.“ ,,Það er líka réttlætanlegt að taka sér hvíld,“ sasði hann og virti and- lit hennar vandlega fyrir sér í speglinum. Rétt i sömu andránni stöðvaðist bifreiðin. en lögreslu- þiónn. sem hafði stöðvað hana. kom auea á Tonv Korff kinkaði kolli og gaf merki um, að áfram skyldi hald- ið. „Hvað er um að vera?“ ..Það leikur v'st, morðinei lausum hala hér í hverfinu," mælti hann — og brosti að þessari fyndni sinni. „Löerevluþiónninn bélt v'st. að hann væri hérna í bifreiðinni. en svo sá hann mis oe áttaði sie.“ „Það getur þá komið sér vel að hafa lækni í fylgd með sér?“ mælti hún og hló. „Mér þykir leitt, að ég skuli ekki geta fylgt yður alla leið,“ sagði hann. Það var eitthvað í hlátri hennar, sem veitti honum hugrekki til að líta á hana. „Hvers vegna getið þér það ekki, Korff læknir?“ „Ég á brýnt erindi á ritstjómar- skrifstofu Chronicles, og svo verð ég að flýta mér aftur til sjúkrahússins.“ Hann talaði þurrlega af ásettu ráði. Þegar karldýrið dregur sig í hlé, leitar kvendýrið á — þetta var her- bragð, sem oft hafði borið góðan árangur. „Ég hélt, að þér væruð laus allan daginn. Á læknir ekkert einkalíf?" „Ekki í vinnutímanum.“ „Hvenær eruð þér þá raunveru- lega laus?“ Hann fékk hjartslátt en áttaði sig svo. Annað hvort hafði hún verið að rífast við Andy eða vildi gera hann afbrýðissaman, hugsaði hann, og nú ætlaði hún að nota hann, Tony Korff, í því efni. „Tvö kvöld í viku og eftirmiðdag að auki,“ mælti hann. „Langar yður líka til að vita, hvaða daga ég á frí?“ „Það veit ég þegar.“ Þau horfðust lengi í augu. Hann fann ákaft, ástleitið aðdráttarafl hennar — en rödd hans var áfram hörð. Þér munuð brátt sjá, hugsaði hann, að ég er öðru vísi viðfangs en Andy Gray. „Hvers vegna berið þér mig svo skyndilega fyrir brjósti?" spurði hann svo. „Ég er aðeins vesæl, einmana kona,“ svaraði hún og leit undan með uppgerðar sakleysi. „Það má líka kalla mig kátu ekkjuna. Mér finnst gaman að efna til samkvæma, og hef alltaf not fyrir unga, ógifta menn, þegar þeir eiga laust kvöld.“ „í eintölu eða fleirtölu?" spurði hann. „í eintölu — ef þeir eru aðlað- andi.“ „Mig langar mjög til að sýna hæfileika mína,“ sagði hann, um leið og hann kveikti í sígarettu fyrir hana. Hún hallaði sér aftur á bak í sætið og krosslagði langa, granna fót- leggina. „Á þriðjudaginn efni ég til kokkteilsamkvæmis — í íbúð minni á Plaza gistihúsi. Þér eruð velkom- inn, ef yður langar ...“ „Kemur Andy Gray?“ „Hef ekki hugmynd um það?“ „Þá hafið þér víst sagt mér allt, sem ég þarf að vita,“ sagði hann rólegar. „Eruð þér mér sammála?“ „Fullkomlega,11 sagði hún. „Var það ekki hér, sem þér ætluðuð að verða eftir?“ Hún brosti stríðnislega, svo hvarf bifreiðin í umferðarþröngina, áður en Tony gat sagt meira. Hann var sem í vímu, þegar hann gekk inn í stórbyggingu blaðsins, og var enn eins og í leiðslu, þegar hann kom í spjaldskrárdeildina. Chronicle var frægt fyrir að eiga fullkomnustu spjaldskrá allra dagblaða í borginni. „Ég er Korff læknir frá Easts- side-sjúkrahúsinu,“ sagði Tony við spjaldskrárritarann, sem gekk í veg fyrir hann. Hann sýndi nafnspjald sitt. „Get ég fengið að sjá allt, sem þér hafið varðandi ölgefðarmanninn Bert Rilling?" „Allar úrklippur varðandi hann eru því miður í láni rétt sem snöggv- ast. Einn blaðamannanna á að skrifa grein um hann vegna veikinda hans.“ Tony féllust næstum hendur. „Ég er læknir hans, og þetta er mjög mikilvægt. Haldið þér ekki, að þér getið útvegað mér úrklippumar? Maðurinn sneri sér að skrifborði sínu og yppti öxlum, en svo ljóm- aði andlit hans, þegar hanst sá þar FRAMHALDSSAGA EFTIR FRANK G. SLAUGHTER 11. HLUTI Þegar karldýrið dregur sig í hlé, leitar kvendýrið á - þetta var herbragð, sem oft hafði borið góðan árangur. 28 — VIKAN 23. tbL

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.