Vikan


Vikan - 06.06.1963, Blaðsíða 50

Vikan - 06.06.1963, Blaðsíða 50
FYRIR ÞVI ÚRSKURÐAST Sjá bls. 43: Hvernig dæmir þú. Því ber ekki að synja, að viðhorf Jóns Jónssonar til þessa réttarágreinings er að mörgu leyti sannfærandi. Það er fráleitur háttur mála, að opinberir starfsmenn ungi út villandi vottorð- um, sem reynast efnislega röng og eru til þess fallin að valda borgunartjóni. Telja má mjög sennilegt, að umrætt slys hefði ekki átt sér stað, ef hinir opinberu starfsmenn hefðu rækt starfa sinn með sómasamlegum hætti. Náið orsakasamband virðist vera milli afglapa trúnaðarmannanna og slyssins. Á hinu leytinu ber á það að líta, að atvinnurekandi er skyldur til að ganga af sjálfsdáðum svo frá vélum sínum og búnaði þeirra, að öryggi starfsmanna og annarra sé tryggt, svo sem kostur er. Atvinnurekandi ber fébótaábyrgð á slysum, ef þessari skyldu er ekki fullnægt. Markmiðið með löggjöf um opinbert eftirlit með verksmiðjum og vélum er almenn efling öryggis á vinnustöðum. Þessi laga- ákvæði verða ekki túlkuð á þann veg, að þau eigi að draga úr skyldum atvinnurekenda í þessum efnum. Þegar aðstaðan er sú, að atvinnurekandi hefur orðið að gjalda fébætur vegna skorts á öryggisútbúnaði, getur risið spurningin um endurkröfuréttinn á hendur ríkissjóði, ef opinberir starfs- menn hafa lagt blessun sína á þennan ófullkomna útbúnað. Enda þótt eftirlitið hafi ekki verið framkvæmt með þeirri kost- gæfni sem skyldi, þarf ekki að leiða af því, að rikissjóður eigi að vera fébótaskyldur. Og í fæstum tilfellum myndi slikur bóta- grundvöllur vera fyrir hendi. Byggist þetta viðhorf á hinni sjálfsögðu skyldu atvinnurekenda til öryggisútbúnaðar. Vera má þó, að ríkissjóður gæti orðið fébótaskyldur, ef eftirlitsmenn ríkisins hafa fjallað um flókin, tæknileg viðfangsefni, en hefðu vanmetið hættur og slakað á öryggiskröfum. Samkvæmt framansögðu verður niðurstaðan sú, að Jón Jóns- son á ekki endurkröfurétt á hendur ríkissjóði. Ályktunarorð: JÓN JÓNSSON TAPAR MÁLINU. J. P. E. andi bak við hann og ýtti honum upp hæðina, þangað til hann gat sjálfur ýtt sér áfram. Skýin höfðu þyrlast burt og sól- in skein augnablik. Robert sá þá konuna og manninn fara yfir að bröttustu braut fjallsins. Án þess að hika steypti maðurinn sér út i liana og fór leiknilega á skíðunum og mjög hratt fram úr ófærara skíðafólki, sem var að mj'aka sér hægt niður hlíðarnar. Robert liorfði í þungum þönkum á eftir þeim tveim, manninum svo viðbjóðsiega tígulegum á skíða- bruni sínu, bækluðum en ódrep- andi. Bráðlega urðu þau að smá- dilum á hinum hvítu, víðáttumiklu breiðum fyrir neðan. Nú vissi Ro- bert, að ekkert yrði gert frekar í þessu, einskis að bíða nema von- lausrar, eilifrar fyrirgefningar. Dílarnir tveir hurfu út úr sólinni inn í þykkan skýjabakka, sem fór yfir lægri hluta fjallsins. Robert fór þangað, sem hann hafði skilið skiðin sin eftir og setti þau upp. Hann var klaufaleg- ur við það. Hendur hans voru kaldar, því að hann hafði tekið af sér lianzkana sína inni í lyftunni, þegar hann hafði h'aldið að glæp- ur Þjóðverjans yrði bezt borgaður með hnefahöggum. Hann fór hratt yfir í brautina, sem Mac hafði farið með ítölsku stúlkunni, og hann náði þeim áður en þau voru hálfnuð niður. Það var byrj'að að snjóa, áður en þau náðu til þorpsins, og þau fóru inn á hótelið og fengu sér dásamleg- an miðdegisverð með nógu af víni og stúlkan gaf Mac heimilisfang sitt og sagði honum að lofa sér því að heimsækja sig, þegar hann kæmi næst til Milanó. Þ B. MIÐGLU GGINN. Framhald af bls. 37. meira en ég núna. „Ég vildi, að maður gæti séð inn í framtíðina. Mér finnst ég muni sjá þig aftur, en ég býst ekki við, að við eigum eftir að lifa saman á þann hátt, sem við höfðum ráðgert. Að minnsta kosti ekki i þessu lífi. En við eigum fleiri líf fyrir höndum. Ég trúði því, meðan við vorum ham- ingjusöm, og ég trúi því enn. „Vertu sæl, Judith. Ég veit ekki, hvemig ég á að ljúka þessu bréfi, því að tilfinningar mínar í þinn garð verða ekki sagðar með orðum. Fyr- irgefðu mér, að ást mín hefur ekki fært þér annað en sorgir og kvíða . .. en einhvern tíma vona ég, að hún eigi eftir að færa þér gleði og ham- ingju". Judith starði tómlátlega á skrifað- ar arkirnar í kjöltu sinni. „Þegar þú færð þetta bréf í hend- ur, Judith, veiztu sjálfsagt meira en ég núna“, hafði hann sagt, en hún vissi ekki neitt. Hvað hafði gerzt, síðan þetta var ritað? Hún sat í hnipri á gólfinu, þar til dimmt var orðið. Svo magnþrota var hún, að hún mundi hafa setið þama alla nóttina, hefði Angus ekki barið að dyrum. „Það er beðið eftir þér í drauga- húsinu“, sagði hann. „Til hvers?“ sagði Judith þreytu lega. „Strákurinn, sem kom með skila- boðin, nefndi enga ástæðu. Kannski er einhver veikur. Stattu upp, kona, og vefðu þig skikkjunni. Ertu eigin- kona lávarðarins eða ekki?“ Einhver hafði kveikt upp mó- eld í litla hjáleigukotinu. Judith gekk að dyrunum og leit inn. Það var dimmt, og hún gat varla greint moldargólfið og reykinn, sem lið- aðist til lofts og út um opið á þak- inu. Hún heyrði ekkert hljóð, en þykkir, dimmir skuggarnir voru fullir af samanhnipruðum verum. Hún steig yfir þröskuldinn og gekk að eldinum. Þegar auga hennar vöndust myrkrinu, sá hún, að her- bergið var fullt af leiguliðum henn- ar. Einn maðurinn stóð á fætur og gekk að henni. Hún hörfaði aftur- á bak í skelfingu, því að hann var óhugnanlegur útlits, hálfnakinn og blóðugur. Hann starði á hana villtu augnaráði og rausaði eitthvað á mál- lýsku, sem hún skildi ekki. Allt í einu þreif hann um axlirn- ar á henni og hristi hana. Hann var að bölva henni, eins og óður maður bölvar yfirboðurum sínum, þegar þeir hafa verið leiddir út í ógöngur. Angus stökk á manninn og hratt honum út í horn. Síðan greip hann um handlegginn á Judith og togaði hana með sér út úr húsinu. Það var niðamyrkur úti, og hún sá ekki andlit hans. „Hvað sagði hann, Angus?“ spurði hún og kippti í ermi gamla manns- ins. „Ég skildi hann ekki. Hvað var um að vera?“ Angus útskýrði það fyrir henni hikandi og með málhvíldum. f orr- ustunni á Cullodenheiðinni hafði skozka hernum verið gereytt, og maðurinn, sem bölvaði henni, var einn hinna örfáu, sem sluppu lifandi úr blóðbaðinu. „En lávarðurinn?" sagði Juáith. Hún endurtók spurninguna hvað eftir annað eins og páfagaukur og fann ekki lengur til kuldans, þó að skikkjan væri fallin af herðum hennar. „Maðurinn vissi ekki, hvað um lávarðinn hafði orðið“, svaraði Ang- us. „Ef hann er enn á lífi, hlýtur hann að hafa flúið til fjalla og vera á leið til Kinmohr. Við verðum að bíða átekta“. Og þau biðu, meðan vorið varð að sumri og sumarið að hausti. Aft- ur færðist blæja undursamlegra litbrigða yfir dalinn, litanna, er höfðu heilsað Judith sem brúði. Þá var það einn morgun, að hún vaknaði af hryllilegum draumi. Hún hafði verið einsömul í dimmu, kæf- andi herbergi. Einhvers staðar að utan heyrði hún fótatak, sem nálg- aðist. Hún vissi að það var Ranald, sem var að koma, og hún vissi líka, að hann mátti umfram allt ekki koma inn í herbergið, því að þá myndi eitthvað voðalegt koma fyrir hann. Hún reyndi að hrópa til hans, en gat það ekki. Hún reyndi að hlaupa á móti honum, en gat ekki hreyft sig. Henni fannst hún að köfnun komin, og ofurþungi hvíldi á henni. Framhald í næsta blaði. DÆGUR ÓTTANS. Framhald af bls. 29. ræskti sig og byrjaði síðan sögu sína alvörugefinn í bragði. Það munaði eiginlega engu, að hann heyrði smell í símanum, þegar heili Hurlbuts fór að starfa af krafti, þegar hann gaf stutta en ágæta lýsingu á fundi sínum og Tonys Korffs í skjalasafni Chronicles. „Er þetta allt og sumt, Collins?" „Já, hafið þér kannski engan á- huga fyrir viðskiptum við mig?“ „Ég held eiginlega, að þér ættuð bara að snúa yður að teiknimynd- unum.“ „Það getur verið — en ætlið þér nú ekki samt að láta fylgjast með Korff?“ „Ég skal láta yður vita, ef ég geri það.“ Peter Collins brosti, þegar hann lagði símann frá sér. Svo andvarp aði hann, losaði um beltið á ístr- unni á sér og settist við ritvélina, þótt hann langaði alls ekki til þess. Hann ætlaði að hripa upp grein um síðustu afhjúpanir á spilling- unni á æðstu stöðum. Það var frétt sem var jafn gömul og sjálft hug- takið stjórnmál og einnig jafn ný og glæpamannsmorð næsta dags. Ef það kæmi í ljós, að grunur hans á Tony Korff væri á rökum reistur, mundi hann láta spillinguna fara veg allrar veraldar. 8. KAFLI. Andy hallaði sér aftur á bak á stól sínum og lagði báða fætur upp á skrifborðið. Honum hafði aldrei fundizt litla herbergið, sem hann notaði fyrir skrifstofu friðsamlegra en nú. Augu hans voru að lokast, og hann vissi, að hann mundi sofna samstundis, ef hann slakaði aðeins á. Það var einkennilegt að geta hvílzt þannig í miðjum önnunum, en Martin Ash var bersýnilega hald- inn mikilli vinnugleði í dag — hann hafði tekið að sér miltisskurðinn, sem Andy hafði ákveðið klukkan hálffimm. Það var alveg ótrúlegt — hann átti ekkert ógert, áður en hann tæki til við að skera í hjart- að á Jackie litla, en þeirri aðgerð hafði aftur verið frestað til klukk- an hálfátta vegna anna. Hann leit á úrið — enn voru þrjár stundir til stefnu. Hann hefði því tíma til að hringja til Patriciu og breyta kokkteilkvöldinu í tveggja manna miðdegisverð — ef hann hefði löng- un til þess. Eða hugleiða aðra fram- tíðarmöguleika — og láta Patriciu Reed jafnvel hverfa með öllu úr lífi sínu. Ef til vill væri hyggilegast að sofa þessar þrjár stundir — kannski uppgötvaði hann, þegar hann vakn- aði, að undirvitund ein hefði leyst öll vandamál í eitt skipti fyrir öll. Augu hans lokuðust, en á sama andartaki var barið að dyrum, og Andy settist upp í stólnum. Hann gQ — VIKAN 23. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.