Vikan


Vikan - 06.06.1963, Blaðsíða 8

Vikan - 06.06.1963, Blaðsíða 8
> Stangaveiði verður æ eftirsóttara sport, enda snýr engin baki við því, sem eitt sinn hefur dregið fisk á stöng. > Þórsmörkin er ennþá vinsælasti staðurinn innanlands. Hvað á að gera í sumar? 9 Svíinn Sven Björge skemmtir gestum Röðuls með því að herma eftir fræg- um mönnum í söng og tali. @ L&L býður upp á innkaupa- og skemmtiferðir til Bretlandseyja. ® 16.—17. júlí verður keppt í frjálsum íþróttum milli Balkanlandanna og Norðurlandanna og verða væntanlega íslenzkir þátttakendur í sveit Norðurlanda. @ Veiðileyfið í Miðfjarðará kostar frá 800 krónum allt upp í 1650 krónur. @ Þjóðleikhúsið sendir leikflokk út á land með Andorra. 9 Með Birni Pálssyni verður hægt að fljúga á eftirtalda staði, sem ekki hafa haft reglubundnar flugsamgöngur áður: Reykhóla, Stykkishólm, Patreksfjörð, Þingeyri, Önundarfjörð, Bolungarvík og ísafjarðardjúp (Melgarðseyri og Reykja- nes), Búðardal og Vopnafjörð. © Landslið Stóra-Bretlands í knattspyrnu kemur til keppni í Reykjavík 7. sept. Það er liður í Ólympíukeppninni. íslenzkt landslið fer svo til Bretlands og keppir þar 14. sept. @ Ferðaskrifstofa ríkisins býður erlendum ferðamönnum upp á 15 daga nátt- úruskoðunarferð víðs vegar um landið. © Master Ralph, cylophonsnillingur, 17 ára gamall, hefur skemmt víða um heim, skemmtir á Röðli um tíma í sumar. ® Ferðaskrifstofa íslands skipuleggur hestaferðir frá Laugarvatni í sumar. • íslendingar fara nú minna til annarra landa á sumrin en var fyrir fáeinum árum. Þeir, sem fara, fara einkum til Norðurlandanna og Bretlands. © Skemmtiferðafólk og þeir sem þurfa að flýta sér geta fengið leigðar litlar litlar flugvélar hjá Flugsýn og flugskólanum Þyt. Einnig hafa Björn Pálsson, Sveinn Eiríksson og Tryggvi Helgason á Akureyri litlar flugvélar til leiguferða. 9 84 komast með vélum F í í sumar til þess að horfa á miðnætursólina og sjá Grímsey í leiðinni. Þeir fá kampavín og dýrlegar veitingar í flugvélinni. > í júlí gengst Ferðafélag íslands fyrir hestaferð úr Hreppum í Arnarfell hið mikla. Það verður löng og skemmtileg óbyggðaferð. g — VIKAN 23. tbl. ® Ferðaskrifstofan Sunna býður útlendingum á íslandi upp á skemmtiferðir út um landið með Cadillacbíl og bílstjóra. Þessar ferðir eru einkum fyrir þá, sem ekki þurfa að horfa í skildinginn. • Flestum ferðamönnum kemur saman um það, að hentugast muni að kaupa fatnað í Bretlandi. Þar má t. d. fá góð karlmannsföt fyrir £ 12 eða ca. 1400 krónur @ Flugferðum á leiðum FÍ innanlands verður svipað háttað og í fyrra, en fleiri komast með. @ 15.—16. júní verður FRf mótið haldið í Reykjavík, og keppa þar erlendir þátttakendur sem gestir. 9 Þeir, sem fjöllum unna geta farið í Kerlingafjöll með Eiríki Haraldssyni og Valdemari Örnólfssyni. Þar verður skíðakennsla fyrir byrjendur, en fyrir þá sem ekki vilja vera á skíðum, er staðurinn ákjósanlegur til gönguferða. Hægt verður að fá skíðaútbúnað leigðan. Ferðafélag íslands sér um afgreiðslu. 9 KR fer keppnisferð til Danmerkur í sumar með þrjú knattspyrnulið. ® Norðurlandameistaramót í frjálsum íþróttum verður haldið í Gautaborg 30—31. júlí og 1. ágúst.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.