Vikan


Vikan - 06.06.1963, Blaðsíða 20

Vikan - 06.06.1963, Blaðsíða 20
Steiiiunn S. Briem þýddi. Teikning: Þórdís Tryggfvadóttir. HHCUGGINN FRAMH ALDSSAGAN 6. HLUTI eftir Elizabet Goudge „Loksins!" hrópaði Ranald. „Eft- ir öll þessi löngu ár, sem við höfum beðið! Mig hefur dreymt um þessa stund, hugsað um hana vakandi og sofandi, áformað, hvað gera þyrfti, en mig grunaði aldrei, að hún kæmi svona fljótt. Hamingjan góða, Judith, ef við hefðum ekki komið í kvöld til Kinmohr, gætum við hafa misst af öllu saman!“ „Já“, sagði Judith með saman- bitnar tennur. „Ef við hefðum ekki komið í kvöld, gætum við hafa misst af öllu saman ... Ætlarðu að fara í nótt?“ Eitthvað í raddhreim hennar fékk Ranald til að líta snöggt á hana. „Hvað annað, Judith? Já, auðvitað". Hún rauk út í stjórnlausri reiði. Hvers vegna gat hann ekki verið kyrr á sínum stað? Hvers vegna þarf hann að koma aftur til að steypa Skotlandi í glötun? Fékk hann ekki nóg af seinustu tilrauninni? Var ekki nægu blóði úthellt þá? Hvaða rétt hafa Stúartar til að klifrast upp í valdastólinn yfir blóðug lík vina sinna og fjandmanna? Ranald greip um hendur hennar. „Judith, þú veizt ekki, hvað þú ert að segja.“ Hún sleit sig lausa. „Þú ætlar að fara í nótt? Þú ætlar að yfirgefa mig á brúðkaupsnóttina okkar?“ „Judith, égverð“. „Verður? Nei! Þú getur fylgt þeim eftir á morgun". „Það get ég ekki.“ Hún reyndi eftir megni að stilia sig. Það þýddi ekkert að vera reið; það mundi aldrei hafa nein áhrif á hann. Hún yrði einhvern veginn að fá hann til að vera kyrran um nótt- ina ... enginn vissi, hvað morgun- dagurinn kynni að bera í skauti sér. „Þú getur fylgt þeim eftir á rnorgun", endurtók hún. „Þú sem ert leiknasti reiðmaðurinn í öllu Skotlandi. Ég er ekki að biðja þig að vera um kyrrt hjá mér um a!la eilífð. Þú ert uppreisnarmaður, ég veit það vel. En ég bið þig þess eins, að þú bíðir morguns. Ég bið þig að- eins að vera hjá mér á brúðkaups- nóttina okkar.-.. Svo að ég eigi eitt- hvað, sem aldrei verður frá mér tekið“. „Ó, Judith, þú veizt, að ég get ekki látið þetta eftir þér“. „Og hvers vegna ekki? Þú ert grimmur við mig, Ranald. Þú verð- ur kannski tólf mánuði í þessari styrjöld, og þú tímir ekki að sjá af tólf klukkustundum handa mér. Þú átt svo margt til að lifa fyrir, starf þitt, hugsjónir og styrjaldir, en ég á ekkert nema þig“. Hún sá að hann var djúpt hrærð- ur, en ákvörðun hans varð ekki haggað. „Judith, þú ímyndar þér ekki, að ég þrái ekki hjúskaparástir okkar jafnheitt og þú? En skyldan kemur á undan, ástin verður að bíða um stund. Drottinhollustan krefst fórna“. „Aðeins heimskingjar færa dauð- anum fórnir“, sagði Judith með lítilsvirðingu.. „Þú veizt, að þú ert að berjast vonlausri baráttu“. Hann varð alvörugefinn á svip. „Það held ég ekjti, að sé rétt, Judith, en jafnvel þótt svo væri, mundi það engu breyta“. Hann vafði hana örmum, en hún streittist á móti. „Láttu mig vera,“ sagði hún bit- urlega. Allt í einu heyrðist hófadynur fyr- ir utan og lágværar karlmanns- raddir. „Þeir eru komnir“, sagði Ranald. „Ég verð að flýta mér“. Hann sleppti henni og hljóp út úr stofun,'’.i. Hún stóð grafkyrr, örvita af harmi. Reiðinni hafði:,slotað í sinni hennar, og hún ásgkaði sig harðlega. .. Hvernig datt henni í hug að láta - svoná við mann, sem hélt, að hann vari að gera skyldu sína? Uppi á BenCaoroch hafði hún fundið að sameining þeirra var andanum fædd. Ef svo var, gat aðskilnaður líkama þeirra ekki haft nein áhrif, en reiði, beiskja og ásakanir myndu rjúfa tengslin milli þeirra ... Hún var flón . .. Kannski mundi hann alls ekki koma og kveðja hana ... Hún starði út um gluggann og háði harða baráttu við sjálfa sig. Smám saman róuðust taugar hennar, og þegar Ranald kom þjótandi inn, sneri hún sér að honum með litla bók í hendinni, sem hún hafði tekið af borðinu í hugsunarleysi. Hún var aftur búin að ná fullkomnu valdi yfir sér. „Prinsinn er kominn til landsins!“ hrópaði Ranald. Judith rétti betur úr sér. „En dásamlegt!“ Hann horfði á hana, yfirkominn af aðdáun. „Judith, þú ert óviðjafn- anleg“. Hún stirðnaði upp. „Nei, vertu nú ekki góður við mig! Ég get hald- ið það út, ef þú ert ekki of góður við mig... annars verð ég mér til skammar". „Judith, ástin mín, ég veit ekki, hvað ég á að segja... Fyrirgefðu mér“. „Já, já. Fyrirgef þú mér“. „Judith, þú verður að fara aftur heim til foreldra þinna“. „Nei!“ hrópaði Judith. Það var nógu slæmt, að Ranald þurfti að yfirgefa hana á þennan hátt, en hún ætlaði ekki að auka á eymd sína með því að fara burt frá staðnum, sem var hluti af þeim báðum. „Já, en þú mátt til. Þú getur ekki verið ein hér“. „Ég get það og skal gera það. Ég ætla ekki að fara frá Kinmohr". „En, Judith . . .“ „Ekkert en. Hér er ég og ætla mér að vera, þangað til þú kemur aftur“. „Ég verð ekki lengi í burtu. Bráð- um verð ég kominn aftur til þín, eins og við hefðum aldrei þurft að skilja ... Judith greip fram í fyrir honum. „Ég ætla mér ekki að fara héðan án þín. Það þýðir ekkert að ræða það mál frekar.“ Ranald faðmaði hana að sér. „Litli þrákálfurinn minn!“ muldraði hann ástúðlega í eyra hennar. „Jæja, Angus gætir þín fyrir mig. Þú ert viss um, að þú viljir helzt vera kyrr hér?“ „Já“. „Jæja, þá læt ég undan. Þú skalt vera hér áfram“. „Ég mundi hafa verið kyrr, jafn- vel þótt þú hefðir ekki látið undan“. hvíslaði Judith. Svo ýtti hún honum frá sér. „Ekki faðma mig lengur — þá fer ég að gráta“. Hún leit ringluð á litlu bókina, sem hún hélt á. „Hvað er þetta? ... Ég hlýt að hafa tekið hana af skrifborðinu... Ég tók ekkert eftir því“. Hann þreif bókina af henni, alls- hugar glaður að fá tækifæri til að hugsa um annað en óhamingju þeirra. „Æ, þetta er smágjöf, sem ég ætlaði þér. Þú átt að skrifa sönglögin þín í hana ... Nú ætla ég að skrifa á hana“. Hann settist við skrifborðið. „Hvað ertu að skrifa á saurblað- ið?“ „Hlustaðu bara:Bók þessi er eign Judith Macdonald. Gefin henni þann 18. ágúst 1745 af eiginmanni hennar, Ranald Macdonald. Elsku Judith, meðan ég er í burtu, skalt þú skrifa í þessa bók öll fallegu sönglögin þín, svo að ekkert þeirra gleymist. Þegar ég kem aftur, sezt þú við hapsíkord- ið og syngur þau fyrir mig“. „Það skal ég gera“, sagði hún. „Þakka þér fyrir, Ranald . .. Settu ekki blekklessu". Hún þagnaði skyndilega. Að ut- an bárust langdregin og ömurleg hljóð . . . Sekkjapípunnar .. . Ranald stökk á fætur. „Þeir eru að leggja af stað.“ Þau þrýstu sér hvort að öðru og gátu ekkert sagt. „Farðu nú“, sagði Judith loks. sagt, sem við vitum ekki bæði“. „Það er satt. Vertu sæl, barn hjarta míns“. „Vertu sæll“. Hann var farinn. Hófatakið fjar- lægðist, og að síðustu lagðist þögn- in aftur yfir dalinn, dimman og eyðilegan. Judith stóð kyrr eins og marmara- líkneski og starði út um gluggann. Hún var of örvinluð til þess að geta grátið. Þegar Angus kom inn til að taka af borðinu, stóð hún teinrétt á miðju gólfi, kyrrlát og fjarlæg. 20 - VIKAN 23. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.