Vikan


Vikan - 06.06.1963, Side 16

Vikan - 06.06.1963, Side 16
EFTIR INGE SCHEE Enginn hafði nokkurn tíma ætlast til þess, að Ingrid legði neitt á sig, allra sízt maðurinn hennar. En nokkur orð, I sem læknirinn lét falla, opnuðu augu hennar. Þegar Ingrid kom heim, fór hún ekki inn um aðaldyrnar, eins og hún var vön. Henni fannst allt í einu, að hún gæti ekki þolað að horfa á ráðskonuna, fröken Ólsen. Heiðarlegt og rauðbirkið andlit hennar mundi fara meira en venjulega í taugarnar á henni í dag. Okkar dásamlega fröken Ólsen, eins og Thomas kallaði hana stundum. Þess í stað gekk Ingrid út í garðinn. Þar stóð hún nokkra stund og horfði yfir vel hirta grasflötina með gosbrunninn í miðju. Svo gekk hún að kringlótta steinborðinu undir kastaníutrénu og settist á bekkinn. Hún tók af sér hattinn og lagði hann á borðið. Kastaníubrúnt hár hennar var klippt þannig að það féll þétt að hjartalöguðu og fíngerðu andlitinu. Hún sat um stund niðursokkin í hugsanir sínar, kveikti sér í sígarettu og sogaði reykinn djúpt að sér, meðan hún lokaði augunum. Hún ætlaði að sitja hérna dálitla stund . . . áður en hún hitti Thomas og fröken Olsen við miðdegisborðið. am Þetta hafði verið undarlegur dagur. Morguninn hafði byrjað vel. Eftir marga rigningardaga hafði sólin brotizt fram, og fröken Olsen hafði borið fram morgunverðinn úti á veröndinni. Hún lagði sig alltaf alla fram, þegar þau borðuðu úti, og í þetta sinn hafði hún tínt blóm úr garðinum og sett þau í litla silfurvasa á borðið. Thomas var ekki vanur að tala mikið við morgunverðarborðið. Hann var með gler- augu og las morgunblaðið, og þegar hann hafði lokið við það, rétti hann henni það og sagði, eins og hann var vanur: — Leið- arinn er mjög athyglisverður í dag. Hún svaraði ekki og fletti blaðinu til að líta á fyrirsagnirnar og augu hennar staðnæmdust við kvikmyndaauglýsingarnar. Henni var hálfkalt í þunnum morgunkjólnum, en hann var svo snotur að hún gat ekki fengið af sér að fara í annan. Thomas hafði keypt hann handa henni IHbM í London, þar sem hann hafði vérið í verzlunarerindum í vor. Það var næstum hægt að vorkenna honum, að hann skyldi hafa keypt þenn- ■ an kjól handa henni einmitt þegar hún . .. Jæja, það var þó ekki henni ra að kenna, að hún skyldi hitta Ebbe í boði hjá Jacobsens-hjónunum. ™ ™ Ebbe ... Það fór um hana heitur straumur. Ebbe kom heim úr verzl- unarferð í morgun. Daginn áður en hann fór, höfðu þau verið saman á bar og fengið sér skilnaðardrykk .. . hana langaði mest til að loka' augunum og lifa það allt upp á nýtt í huganum, en Thomas sat þarna á móti henni, svo að það varð að bíða þar til hann væri farinn. — Hvað ætlarðu að gera í dag, vina mín? spurði hann. Hann var staðinn upp og lét stólinn vendilega aftur á sama stað. Það ískraði í steingólfinu um leið og hún hrökk við. Var hún þá ef til vill ekki eins taugasterk og hún hafði haldið? Thomas stóð við stólinn og horfði á hana, þrekinn meðalmaður, hárið stál- grátt og augnsvipurinn vingjarnlegur bak við þykk gleraugun. — Ég ætla til augnlæknisins og láta hann líta á augun í mér, eins og þú manst, sagði hún kæruleysislega. — Það er hugsanlegt að ég verði að nota gleraugu við lestur ... Sem betur fer fást fallegar umgjörðir, svo að það gerir ekki svo mikið til. Annars veit ég ekki vel ... Hann spurði ekki frekar. Hann var yfirleitt hættur að spyrja hana nákvæmlega hvað hún gerði allan fyrri hluta dagsins, þegar hann var í verksmiðjunni. Fröken Olsen sá um allt innanhúss, og Ingrid hafði engan áhuga á garðrækt. Hún svaraði Thomas heldur aldrei fullkomnlega — hún sagðist ætla að drekka te með vinkonu sinni, fara til klæðskerans, máta nýjan hatt eða fara á leiksýningu ... Nei, hann spurði hana ekki eins og einu sinni. Nokkrum sinnum hafði hann séð hana ganga yfir götuna í áköfum samræðum við laglegan ungan mann, sem hann þekkti ekki. Hann reyndi að hugsa ekki um það .. . það var eðlilegt að hún þekkti fólk, sem hann þekkti ekki . . . hann var svo önnum kafinn oft og tíðum, að hún varð stundum að fara ein í boð .. . Hún muldraði einhver kveðjuorð og leit ekki upp. En þegar hún heyrði útidyrnar skella á eftir hon- um, reis hún upp og gekk út á sval- irnar. Þegar hún sá hann niðri á götunni, hrópaði hún: — Gangi þér vel að vinna! Hann stanzaði andar- tak og leit upp til hennar, og svo veifaði hún til hans. Hún gleymdi aldrei þessari kveðju, en það var eins mikið til að sýnast fyrir ná- búunum eins og vegna Thomasar sjálfs ... Henni leið óvenjulega vel, þegar hún gekk eftir götunni í átt að lækn- ingastofu augnlæknisins. Henni fannst hún vera eins og ung stúlka í þessari glæsilegu ljósgráu dragt — það væri fremur hægt að hugsa sér, að hún væri þrítug en fjörutíu og tveggja ára gömul. Við hlið Thomasar var hún eins og skóla- stelpa, sérstaklega með þessa hár- greiðslu. Henni tók svolítið sárt til Thomasar. „Hann er gulls ígildi“, var hún vön að segja við vinkon- urnar. Þau rifust aldrei .. . hún hafði heldur ekkert samvizkubit að ráði yfir því, þó að hún ætti í smá ást- arævintýrum öðru hverju. Að öllum líkum hafði hann ekki hugmynd um það ... að minnsta kosti lét hann ekki bera á því. Hann Framhald á bls. 45.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.