Vikan


Vikan - 06.06.1963, Side 26

Vikan - 06.06.1963, Side 26
VIKAN BÝÐUR ÞAÐ BEZTA Nú eru aðeins þrír þætt- ir eftir af þessari verð- launagetraun. Hún hefur fengið frábærar viðtökur svo sem við mátti búast, enda er vinningurinn ekki valinn af verri endanum. En sá á kvölina, sem á völ- ina. Það getur orðið erfitt að ákveða, hvort maður á að taka Volkswagen eða Land-Rover, þegar maður á kost að fá annan hvorn ókeypis. Þess vegna er bezt að byrja strax að gera það upp við sig, því það er alveg eins líklegt að við hringjum í þig einn góðan veðurdag og þá þarftu helzt að geta svarað strax — eða því sem næst. Munið að halda öllum getraunaseðl- unum saman og senda þá ekki fyrr en að getrauninni lokinni. Það verður engum of- sögum af því sagt, að Volkswagen er mjög með- færilegur bíll og auðveld- ari bíl í akstri er ekki að finna. Það má segja, að hann er eins og hugur manns. Að vísu er Volkswagen 740 kg. En það er nú ekki mikið þegar um heilan bíl er að ræða. Meira að segja fimm manna bíll. Það er ekki meiri vigt en svo, að vel færir náungar eins og Jón Svan Sigurðsson, prentsmiðj ustj óri í Hilmi, láta sig ekki muna um að halda á þeim yfir Austur- völl ef svo ber undir. Það er verst, að ekki skuli vera hægt að fá Volkswagen fyrirvaralaust því menn eru jafnan óþol- inmóðir að bíða, eftir að ákvörðun hefur verið tek- in. En það er alveg sama, hvað þeir flytja inn af Volkswagen hjá Heklu — það er allt löngu uppselt, þegar bílarnir koma til landsins. Þess vegna er ráðlegt að panta tímanlega, ef þið hafið hug á einum áður en langt um líður. Vélln i Volkswagcn er að aftan og hún er svo fyrirferðarlítil að það er undravert. Því Volkswagen er kraft- mikili híll. Vélin cr svo ódýr að það borgar sig betur að kaupa nýja, þegar sú gamla fer að slitna — heldur en að láta gera hana upp. ÞaS þarf nú varla að taka það fram, að allir varahiutir cru ávallt fyririiggj- andi í Volkswagen og Land Rover. Þeir, scm hafa orðið að bíða vikum saman eftir stykki að utan, munu sennilega kunna að meta þá ágætu þjónustu. GETRAUNIN: Það er nú svo með þennan einkennis- búning, að þeir einir þekkja hann, sem komið hafa til Reykjavíkur svo nú finnst landsbyggðinni ef til vill að við gætum ekki hlutleysis og séum hættir að stuðla að jafnvægi í byggð Iandsins eins og allir eiga að gera að skyldu sinni. Ef þessara manna og þessarar þjón- ustu nyti ekki við, þá væru margir Reykvíkingar illa settir og hætt við þvi, að skóslit mundi aukast til muna og margir þar að auki mæta of seint i vinnuna á morgnana. Sjálfir eru þessir menn á fótum fyrir allar aldir, þeir meðhöndla fyrirferðarmikil verkfæri og margir hafa dáðst að því, hversu fimlega þeir fara með þau í þrengslum og við vondar aðstæður. Við spyrjum: Hvaða starfsgrein er þetta, sem notar einkennisbúninginn þann arna? Það er á vinstri myndinni, sem breyt- ingarnar eiga sér stað. Þetta er sjálft verkfærið — kjarni bílsins. Þar cr stöðugt unnið að breytingum og endur- bótum. En ekki einu einasta smáatriði er breytt, nema um tæknilega fram-

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.