Vikan


Vikan - 06.06.1963, Qupperneq 31

Vikan - 06.06.1963, Qupperneq 31
PANHARD PS 17 Þa ðer stutt síðan ég lærði að bera fram nafn- ið á þessum bíl. íslendingar bera það nefnilega fram eftir stöfunum, en að réttu á víst að segja Pannar, með áherzlu á ar. Já, það er skrýtið mál, sem þessir Frakkar tala. Panhard er ekki algengur hér. Það eru víst ekki nema tíu eða tólf bílar á landinu. Þó hefur Panhardinn ýmsa góða kosti til að bera og er, þegar á heildina er litið, fremur skemmtilegur bíll. Hann er framleiddur hjá Citroen-verksmiðj- unum í Frakklandi og er það eitt út af fyrir sig nokkur meðmæli með bílnum. Hann er, eins og Citroenbílarnir, með vélinni framan í og framhjóladrifinn, og hefur einstakann hæfileika til þess að sjúga sig fastan við veginn. Fjöðrunin á Panhard er frekar hörð án þess að hann sé hastur, og hann er mjög stöðugur á vegi, jafnvel þótt krákustígar séu farnir. Sá sem ég prófaði var ekki nógu lipur í stýri, en það var tekið fram í upphafi ferðarinnar ásamt því með, að það væri einstaklingsbundið við þennan bíl og væri meðfram af því, hve nýr hann var, ekinn aðeins rúma 1000 km. En jafn- vel með þeim galla hefði ég verið til 1 að aka langt á þessum bíl, þvi það er einstaklega þægi- legt að aka honum úti á vegum. Hann er ekki næmur fyrir hliðarvindum eða ójöfnum á vegi -— í einu orði sagt: Prýðilegt að stýra honum. Hins vegar felldi ég mig ekki við gírskifting- arnar á honum. Gírstöngin er á stýrinu, og manni verður fyrst í stað mikil leit að hinum ýmsu gírum. Til þess að setja í afturábak á að taka gírinn út, upp og að sér, og þetta þarf dágóðrar æfingar með. Eftir að fyrsti gírinn — upp og frá ökumanni — er fundinn, er til- tölulega auðvelt að hitta á annan, en það þarf þó nokkra æfingu til þess að fara fyrirhafnar- laust úr öðrum í þriðja. Úr þriðja í fjórða er auðfarið. Allir gírar áfram eru vel samstilltir. Ég myndi mæla með því, að þessi bíll fengi góða gólfskiftingu í staðinn fyrir stýrisskift- inguna, sem er nú á miklu undanhaldi — það má hvort sem er ekki hafa nema einn farþega fram í. Bremsurnar eru léttar og vinna vel, og það fer ágætlega um mann undir stýri. Venjulega gerðin hefur sófabekki bæði aftur í og frammi Framhald á bls. 51. VIKAN oatnplrnln UPPBLÁSNIR LOFTBELGIR Fyrsti maðurinn, sem lyfti sér frá jörð og sveif spölkorn í loftinu — fyrsti maðurinn, sem segja má með sanni að liafi „flogið“ — var borinn upp og uppi af upphituðum loftbelg. Það var Fransmaðurinn Montgolfier, sem vann það afrek árið 1783, og hitaði hann loftið í. belgnum upp með eins konar viðarkolaofni. \ Síðan urðu nokkrir til þess að leika það af- rek eftir honum, unz sú bylting varð á gerð loftbelgja, að tekið var að fylla þá gastegund- um, sem voru mun léttari en loftið. Þar með lagðist notkun upphitaðra loftbelgja algerlega niður, enda kunnu menn þá hvorki að gera þau hitatæki, né höfðu ráð á því eldsneyti, sem hentugt var að hafa með sér á slikum flug- ferðum. Gasfylltu loftbelgirnir urðu fyrirrenn- arar loftskipanna, sem náðu tæknilega há- marki sínu með gerð hins fræga loftskips, „Graf Zeppelin“, sem margir Reykvíkingar muna. En nú er öldin önnur — nú eru fyrir hendi hin hentugustu upphitunartæki og völ á ákjós- anlegasta eldsneyti, enda eru upphituðu loft- belgirnir nú komnir aftur til sögunnar, bæði sem sporttæki og til þess að þjálfa menn í flugi háloftsbelgja. Nýtur þessi nýja íþróttagrein þegar mikillar hylli i Bandarikjunum og ekki er langt siðan það afrek var unnið að fljúga yfir Ermasund i slíkum belg. Þcir sem reynt hafa, segja að þess háttar flug sé óviðjafnanlegt — sú mýksta og þægilegasta lireyfing, sem unnt sé að hugsa sér. Sjálf stjórn- tæknin er mjög einföld. Upphitunar- tækið er með tveim stútum, sem báð- ir eru stillanlegir. Annar, sem er mun viðari, en eingöngu notaður þeg- ar helgnum er lyft frá jörð, eða þegar hækka þarf belginn skyndilega í lofti; mjórri stúturinn, „nálin“, er hins vegar notaður á jöfnu svifi. Að ofan er belgurinn dreginn saman með nælonlinu, og má opna hann, þegar lækka skal flugið eða lenda. Enn er það eitt, sem sagt er að geri belgi þessa að einkar skemmtilegum farartækjum -— flugmaðurinn sér beint niður fyrir sig, á sama liátt og fugl á flugi, en ekki hliðhallt, eins og úr flugvélum. Sökum þess og eins fyrir það hve svif flugbelgjanna er jafnt og rólegt, er og mjög auðvelt að taka myndir úr þeim. > Sætið er ekki beinlínis þægilegt, en þó fer sæmilega um mann. Uppi yfir því má sjá hitaloftsstúfana tvo. VIKAN 23. tbl. — gj

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.