Vikan


Vikan - 06.06.1963, Blaðsíða 48

Vikan - 06.06.1963, Blaðsíða 48
fulla andrúmsloft skíðabrekknanna í vingjarnlegu, gestrisnu landi. Og mest af öllu bataði hann manninn fyrir að vera með svarta húfu núna; með því minnti liann á dýrkeyptan frið, sem Robert einn af mörgum hafði byggt upp með konu sinni og börnum sínum. Þjóðverjinn sneyddi hann allri jafnvægistilfinningu, ekkert af þvi sem hann gerði eða lifði fyrir var rétt í lians augum; að búa með konu og þrem börnum í hreinu, glaðlegu heimili var ekki eðlilegt; að bafa nafn sitt í símaskránni var heldur ekki rétt né eðliiegt; að lyfta hattinum sinum fyrir ná- grannanum og borga reikningana sína var heldur ekki rétt. Þjóð- verjinn rifjaði upp fyrir lionum aðra hluti, svo sem morðæði, blóð- bað, bardaga, njósnir, ránskap og eyðileggingu. Robert var farinn að trúa á betri, bjartari veröld, en Þjóðverjinn þarna i lyftunni sýndi honum fram á annað. Að hitta Þjóðverjann hafði verið tilviljun, en tilviljunin hafði sýnt honum fram á, hvað var ótilviljunarkennt og stöðugt í lífi hans og í lífi fólksins í kringum hann. Mac var að segja eitthvað við hann og stúlkan með lambsskinns- búfuna söng amerískan söng með lágri, blíðlegri rödd, en hann heyrði ekki hvað Mac var að segja, og orðin í söngnum höfðu enga sérstaka meiningu. Hann sneri sér frá Þjóðverjanum og var að horfa á snarbratta, snæviþakta fjallshlíð- ina, nú nær þvi ósýnileg vegna skýja. Hann var ruglaður og æst- ur, hugsanirnar, sem þyrluðust upp í huga hans voru óljósar, eins og huldar slæðu, eins og fjalla- tindarnir bak við skýin — mað- urinn með svörtu húfuna liggjandi i snjónum í blóðstraumi, sem si- jókst og hann sjálfur standandi yfir maninum með skammbyssu í höndinni (hvar gæti liann fengið vopn í þessu friðsæla fjalli?), maðurinn reyndi að brjótast um við fætur hans, svo myndi hann læsa höndunum um gapandi háls- kok hans, svo síðasta tillit manns- ins sem segði að hann þekkti hann aftur og hendurnar myndu fálma og reyna að ná taki á ísiþöktum snjónum, hann myndi renna að fjallsbrúninni og æpa hástöfum um leið og hann félli yfir fjallsbrún- ina niður í klettana fyrir neðan. Og hann sjálfur? Maðurinn sem lagði á ráðin við að fremja full- kominn glæp? Hinn fagnandi morðingi? Hinn réttláti böðull? Fanginn bak við grindina i dóms- sölunum, sem reyndi að skýra út hinn réttlætanlega glæp? Dæmdur og eftirleiðis myndi hann vakna hvern morgunn það sem eftir væri lífsins í fangaklefa? Eða náðaður og myndi þá snúa aftur til fyrra lífs síns eins og ekkert hefði skeð, til hins snotra, litla luiss síns og myndi þar skipa konu sinni og börnum að látast eins og ekkert liefði breytzt, að þrátt fyrir, að blóð væri á höndum sér væri han nennþá sami yndæli, hugsun- arsami heimilisfaðirinn, sem hann liefð ialltaf verið? Morð. Morð. Menn drepnir á hverri klukkustund fyrir miklu smávægilegri yfirsjónir. Þeir drápu við ránskap, þar sem ránið var ekki meira virði en 10—15 dollar- ar. Þeir drápu börn fyrir misjafn- ar ástæður. Þeir drápu til stuðn- ings við eintrjáningslegar stjórn- málaskoðanir, þeir drápu vegna ástar, fyrir trú, afbr.ýðisemi, af örvílnan. Fyrr á tímum drápu menn, ef þeim fannst þcim óvirðing sýnd, ef t. d. skvett var úr vínglasi fram- an í þá. Hverju varð að kasta fram- an í andlitið á honum áður en hann þyrði að drepa? Hversu mik- ið inætti spotta hann áður en hann léti til skarar skríða? Aðrir Gyðingar liöfðu drepið vegna iðrunar og létu sér í léttu rúmi liggja hvað aðrir liugsuðu eða sögðu. Stern bófaflokkurinn í Pakistan, Gyðingaglæpamenn í Bandaríkjunum, það voru ekki all- ir Gyðingar líkir föður hans. Og í Evrópu, Asíu og Afríku var stöðugt drepið — Alsirskir bylt- ingarmenn skutu lögregluþjóna niður á hinum iðandi götum Par- ísarborgar. Stúdent í Japan rak sverð sitt í gegnum stjórnmálaleið- toga einn, undirforingi í Kongó stakk byssustingi sínum í gegnum uppreisnarmann, sem barðist gegn ættflokki hans. Þegar á allt var litið var morð ósköp algengur at- burður. Jafnvel í Bandaríkjunum, sérhverja klukkustund allt árið í gegn var lögreglunni tilkynnt um morð. Á meðan á stríðinu stóð hafði hann verið tilbúinn að drepa hve- nær sem var fyrir hugsjónina, fyr- ir landið, til öryggis fyrir menn, sem gengu í sams konar herbún- ingi og hann sjálfur. En það var verra að hugsa sér að hefna glæps, sem framinn var á honum sjálfum persónulega. Var þetta hæverska af hans hálfu? Fannst honum hann ekki vera nógu mikilvægur til svo merkilegs og óafturkallanlegs verknaðar? Var hann kannski að lokum orðinn fórnarlamb mömmu með allan sinn gauragang og um- hyggjusömu ástúð. Eða barnfóstr- an með sin „ó þú óþekki strákur, þú ert í rauninni alveg ómótstæði- legur“ eða allra hinna fínu skóla, sem hann hafði gengið í eða barna- bókanna, farartækjanna eða löngu gleymdra íþróttaleikvanga og keppinauta með öllu sínu tali um að hafa rétt við í leik. Eða e. t. v. var hann fórnardýr þessa óljósa, þægilega, falska lifs, sjem allir Amerikianar lifðu eftir? Og nú notuðust þeir mikið við orðið gjörræðismaður. Hvað var gjörræðislegt við við- skipti hans og þessa manns með svörtu liúfuna, sem hafði yfirgefið hann á fjallinu forðum til að • deyja? Þetta var jafnvel ekkert sérstakt í sinni röð. í heimi, þar sem hat- SÖLUBÖRN GÖNGUFÖR Á ESJU NÚ FER AÐ VERÐA SPENNANDI AÐ SELJA VIKUNA - ALLTAF EYKST SALAN OG ÞIÐ SEM DUGLEG ERUÐ, FÁIÐ VERÐLAUN. ÞETTA VERÐUR SKEMMTILEG HÓPFERÐ í SUMAR. ÞAÐ VERÐUR FARIÐ UPP Á AUÐ- VELDUM STAÐ OG ÞIÐ FÁIÐ AÐ GEFA YKKUR GÓÐAN TÍMA. ÖLL SÖLUBÖRN, SEM SELJA 20 BLÖÐ AF ÞESSARI VIKU OG FJÓRUM ÞEIM NÆSTU, FÁ RÉTT TIL ÞÁTTTÖKU í ÞESSARI SKEMMTIFERÐ.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.