Vikan


Vikan - 06.06.1963, Blaðsíða 11

Vikan - 06.06.1963, Blaðsíða 11
- Kommúnismi - úrelt og afdankað kjaftæði - mennskukjaftæðið í bókum Hemingways, þessa manns, er þjáðist svo af ótta við dauð- ann, að hann varð sífellt að vera að sýna heiminum að hann væri ekkert hræddur við hann — að maður tali nú ekki um minni spámennina. Nei, þess háttar gamaldags bændarómantík erum við orðin leið á.“ „Trúið þið ekki á sigur kommúnismans?" „Kommúnismans — úrelt og afdankað kjaftæði! Hann er ein af þessum stefnum, sem ætla að frelsa heiminn — þær hafa nú líka gert slag í því. Það er ekki hægt að frelsa heiminn, nema ef vera skyldi, að við gerðum það, unga fólkið, sem nú er að vaxa upp. En það bíður okkar anzi mikið átak, að moka út öllum óþverranum, sem hin svo- kallaða „eftirstríðskynslóð" hefur útbíað heiminn með.“ „Haldið þið að það muni takast?" „Fyrr eða síðar — við erum fátæk og smá, en við erum mörg og okkur bætast sífellt nýir liðsmenn.“ „Af hverju þvoið þið ykkur ekki?“ „Við gerum það nú svona öðru hvoru; annars er asnaskapur að þvo sér of oft. Svita- lykt er góð lykt; það er bara úrkynjað fólk, sem ekki þolir hana.“ - Það er bara úrkynjað fólk, sem ekki þolir svitalykt - „En þegar þið verðið nú fræg, þú fyrir ljóðin þín, hún fyrir málverkin sín — hinir „reiðu, ungu menn“ hafa flestir farið að þvo sér, eftir að þeir urðu kunnir." „Æ, það getur svo sem vel verið, hefur ekkert að segja, við höfum engar áhyggjur af þess háttar, engar áhyggjur yfirleitt; það eru áhyggjurnar, sem hafa gert allt vitlaust." Aðrir „bítnikkar" eru nokkuð öðruvísi hugsandi. Ég minnist ungra hjónaleysa, er ég hitti á pub einum við Cheyne Walk. Þau þáðu hjá mér öl, en sögðust fyrirlíta alla gamla velklædda menn, því að það væru þeir, sem væru á leiðinni með heiminn til Helvítis. Þau voru bæði málarar, en alveg sannfærð um, að hvorugt þeirra mundi nokkru sinni ná frægð. „Það er heimskulegt að vona slíkt,“ sagði hann. „Það er bjána- háttur að skapa sjálfum sér vonbrigði," sagði hún. „Við eigum ekkert og væntum einskis af framtíðinni." „Til hvers eruð þið þá að lifa?“ „Til hvers — það er ljómandi gaman að lifa! Hver dagur er fullur af nýrri ánægju. Við málum myndirnar okkar eins og okkur sjálf langar til að mála þær — það kemur líka fyrir, að við seljum mynd. Oftast höf- um við eitthvað að borða, við hjálpum hvort öðru; ja, við búum þarna tvö-þrjú pör sam- an í kjallara í Kings Road. Hinir krakkarnir eru skáld og myndhöggvarar. — Finnst þér kannski ekki gaman að lifa?“ Ekki gat ég neitað því, en spurði, hvort þau máluðu nýtízkulega, til dæmis a la Picasso." „Dettur yður í hug, að við séum að stæla það gamla fífl! Hann hefur aldrei verið ann- að en svindlari, engin ærleg tilfinning í hans verkum.“ „Gæti ég fengið að sjá eitthvað af því, sem þið hafið málað?“ Ég fékk að fylgjast með þeim heim í kjall- arann í hliðargötu við Kings Road. Og það sem ég sá þar, sannfærði mig um, að skeið hinnar svonefndu nýtízku listar sé brátt á enda runnið. Hitt var svo alveg augljóst, að hún hafði gert sitt gagn, brotið formin, leyst úr gömlum dróma. Verk þessa unga fólks hefðu verið óhugsandi án hennar, enda þótt þau væru fígúratív á vissan hátt. Létt- leiki og litadýrð einkenndi þessi málverk, en það sem mér fyrst kom í hug, er ég var að skoða þau, var orðið: frelsi. Mér varð glatt í huga eins og á björtum vormorgni, þegar allt virðist nýskapað, ferskt og hreint. - Við væntum okkur einskis af framtíðinni - - Við stælum ekki gömul fífl - Það var augljóst að enda þótt málararnir þvæðu sér ef til vill ekki hversdagslega, voru verkin þeirra ekki meinguð neinum óþverra. Sum minntu á Kjarval: ég minnist stúlku- andlits f skýjafari milli sólstafa, yfir blá- hvítum sæ; óljósar línur sem runnu hver inn í aðra líkt og í leik, formin lauslega riss- uð, mjúk, töfrandi. Þessi rnynd var mér sem tákn nýs tíma; hún hét líka „Daybfeak“ — dagsbrún nýrrar aldar, verk ungrar kynslóð- ar, sem er að koma úr deiglu hinnar miklu siðaskiptaaldar, sem við, er nú tökum að eldast, höfum lifað. Það væri óneitanlega gaman að sjá birta dálítið framundan í menningarlífi Evrópu áður en horfið er héðan. Listamenn sá maður oft að vinnu sinni, einkum niðri við ána og í almenningsgörð- unum. En það voru venjulegir menn og kon- ur og lítið gaman að verkum þeirra. Á unga fólkinu, „bítnikkunum“ bar lítið í daglegu lífi hverfisins. Það virtist nota lítið fyrir- myndir, en mála „upp úr sér“ og jafnvel í hálf dimmum herbergiskytrum, en samt sem áður var gróskan þar og hin nýja sköp- un, sem mun valda byltingu í listinni áður en langt um líður. Chelsea liggur að ánni, og handan hennar er Battersea Park, en þangað streymdi fólkið frá Chelsea í frítímum sínum. Ég kom þar Framhald á bls. 39. VIKAN 23. tbl. — U

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.