Vikan


Vikan - 06.06.1963, Blaðsíða 40

Vikan - 06.06.1963, Blaðsíða 40
VIKU klúbburinn Klúbbblað fyrir börn og unglinga. Ritstjóri: Jón Pálsson. NÝR EDISON? H í nágremii Elverum, í SvíþjóS, gcr 14 ára piltur, Steinar Östli, sem Pfvakið hefur athygli vegna hæfi- leika og hugkvæmni í sambancli við allt, sem viðkemur vélum og tækni. Tíu ára gamall byrjaði liann að gera við ryksugur og önnur rafknúin heimilistæki ná- grannanna — og 14 ára gamall smíðaði hann ökutækið, sem þið sjáið hérna á myndinni. — „Þetta var ekki svo erfitt,“ sagði Steinar, „mér var fljótt ljóst, hvernig hann átti að vera, en ég hugsaði um þetta viðfangsefni, fram og aftur — og gaf mér varla tíma til að sofa á meðan. Smám saman fór bíllinn að skríða saman, — ef hægt er að kalla þetta bíl. En mig vantaði peninga i fyrirtækið og þeirra afl- aði ég með þvi að smiða og selja fuglabúr og brúðuhús. Bílgrindin er úr tré, afturhjólin úr gömlu reiðhjóli, en að framan er lijól- böruhjól. — Með einum og sama „petala“ er hraða stjórnað og skipt- ingu milli tveggja gíra, sem á bíln- um eru, þetta er eins konar sjálfs- skipting, eins og i vönduðum bil- um. Margt í sambandi við vél og Framhald á bls. 41. í góðu veðri, er gaman að renna, — ef allt er í góðu lagi. En í veiðiferð geta smávægilegar bilanir á veiðistöng, dregið úr veiðimöguleikum og ánægju ferðarinnar. Vafningar t. d„ geta fúnað og trosnað upp af öðrum ástæðum og þá kemur sér vel að hafa sterkan þráð við höndina — og kunna einhverja einfalda aðferð, sem leysir vandann í bili. Hér er lausnin, ef þú ferð nákvæm- lega eftir teikningunni, athugaðu hana vel. Þú byrjar á því að taka annan þráðendann, með hægri hendi, beygir liann í hring, þannig að endinn liggi undir vafningunum, en standi þó vel útúr (sjá endann lengst til vinstri, á svarta grunninum). Þá gerir þú liringinn flatan og vefur þétt og fast, en þegar þú ert hálfnaður að vefja, eða svo, tekur þú i lykkjuna (X) svo fyrsti vafningurinn leggist þétt að þeim næsta. Þegar 15—20 vafningar eru komnir, klippir þú frá, stingur cndanum í lykkjuna (X) en með andanum til vinstri, dregur þú lykkjuna innundir vafningana — og þá er allt fast. Alfheiður spyr? „Ilvernig gerir maður hnútana, á boltanet eða inn- kaupanet með handfangi, ef maður ætlar sjálfur að gera þetta, en Bjössi bróðir ætlar að saga handföngin úr krossviði? Viltu hafa mynd af svoleiðis handföng- um í Vikuklúbbnum?“ Hér er teikning af handföngum, sem Bjössi bróðir þarf að stælcka, svo þau verði 25—30 cm löng, með 3—4 cm bili milli gata. Til þess að hnútaraðirnar verði með jöfnu millibili, er notuð reglustrika, eða annar þunnur listi og eru þá fyrst gerðir linútar til beggja enda, sem halda listanum uppi, meðan aðrir hnútar á milli eru gerðir, en á litlu myndinni (B) er sýnt hvernig þeir eru gerðir. Ilver þráður þarf í upp- hafi að vera um einn metri á lengd. Að siðustu eru endarnir linýttir saman svo botninn lokist. Á bolta- neti, byrjar þú á botninum (mynd 2), og bregður þá öllum endunum utanum bein- eða koparhring, eins og sýnt er á 2. mynd A. Síðan hnýtir þú saman, tvo og tvo þræði, annan frá vinstri cn hinn frá hægri (x þræðina) og heldur þannig áfram þar til netið er orðið liæfilega djúpt, þræðir snúru í gegn svo þú getir dregið opið saman. E.S. Minntu Bjössa bróður á, að liandföngin þarf að slípa vel, svo þú fáir ekki flísar i hendurnar og mundu að handföngin verða fljótt óhrein ef þau eru ekki lakk- borin eða máluð. Talan 37, er einkennileg tala. Ef þú margfaldar hana með 3, færðu út töluna 111. Reyndu nú að margfalda með 6, þá 9 og síðan með 12 — og þannig áfram. Seinast marg- faldar ])ú með 27. Útkomurnar koma þér vafalaust á óvart. Og el' þér þykir gaman að reikna, þá liefur þú hér eitt dæmi i viðhót, sem gefur skemmtilega útkomu: 1 1 2 12 3 12 3 4 1 2 3 4 5 1 2 3 4 5 6 1 2 3 4 5 6 7 1X9+ 2 = 12X9+ 3 = 2 3X9+ 4 = 3 4X9+ 5 = 4 5X9+ 6 = 5 6X9+ 7 = 6 7X9+ 8 = 7 8X9+ 9 = 8 9X9 + 10 = _ VIKAN 23. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.