Vikan


Vikan - 06.06.1963, Blaðsíða 21

Vikan - 06.06.1963, Blaðsíða 21
„Ég ætla að fara að hátta, Angus“, sagði hún stillilega. „Góða nótt“. „Góða nótt, húsfreyja", sagði Ang- us og hneigði sig djúpt. Augnaráð hans bar vott um lotningu, og í fyrsta sinn sá hún bregða fyrir ást- úð í svip hans. Morguninn eftir hóf hún hið nýja starf sitt sem húsfreyjan í Kinmohr. Hún vissi, að hún varð að sætta sig við örlög sín og reyna að finna hamingjuna í störfum hins daglega lífs. Hún ætlaði að útbúa fullkomið heimili til að taka á móti Ranald, og smám saman varð hún eins ánægð og mögulegt var án hans. Hún elsk- aði Kinmohr æ heitar. Svo hafði hún hljómlistina. Hún samdi fjörug smálög í tómstundum sínum til að skemmta Ranald með, þegar hann kæmi aftur heim. Tíminn leið, Haustið tók við af sumrinu, veturinn breiddi hvíta blæju sína yfir dalinn. Fréttirnar bárust jafnóðum af her ferð hinna hugdjörfu Skota. Hernám Edinborgar, sigrar í hverri orrust- unni af annarri. f nóvember hélt herinn suður á bóginn til Englands, síðan fréttist ekkert. Judith hugkvæmdist skyndilega, að hún væri ekki eina eiginkonan í dalnum, sem biði áhyggjufull eftir frekari fregnum af hernum. Svo að hún vafði sig skarlat- rauðu skikkjunni sinni og heimsótti hjáleigubæina hvern af öðrum með Angus nöldrandi á hælunum á sér. Það var ekki auðvelt að vinna traust fólksins, en hún gafst ekki upp. Smám saman ávann hún sér virð- ingu þess og aðdáun og loks trúnað þess og ást. Rétt fyrir jólin fékk hún prýði- lega hugmynd. Við norðurenda stöðuvatnsins var lítið eyðibýli. Sagt var, að óhugngn- legt morð hefði verið framið þar, og enginn fékkst til að koma þangað. Judith leit á drauga með djúpri fyrirlitningu, að minnsta kosti með- an bjart var, og hún ákvað að láta endurreisa litla býlið og búa þar út,,-eins konar skrifstofu, þar sem hún gæti tekið á móti fólki, sem þurfti að fá fréttir hjá henni eða biðja hana hjálpar. Hún hafði upp- götvað, að margir þorðu alls ekki að koma til stóra hússins, og hún komst ekki til þeirra, þegar veðrið var mjög slæmt. Áformið heppnaðist mjög vel. Angus gerði við bæinn, þangað til hann leit vel og snyrtilega út, og á hverjum föstudagsmorgni fylgdi hann húsmóður sinni þangað. Hún sat teinrétt og virðuleg í stól og hlustaði á kvartanir, jafnaði deilur, gaf heilræði og reyndi að leysa vandamál allra eftir beztu getu. Og hún huggaði konurnar. Hún átti líka eiginmann í hemum, og hún Framhald á bls. 37. Það sem áður er komið: Cameron-hjónin eru í sumardvöl í gömlu húsi í hálöndum Skotlands ásamt Judy dóttur þeirra og Charles unnusta hennar. Ekkert þeirra hefur komið þar áður, en þegar við komuna þekkir Judy hvern stein og hverja þúfu, og Angus ráðsmaður tekur henni sem kunningja og kallar hana Judith. Henni finnst í sífellu, að hún hafi heyrt og séð allt s«m gerist einhvem tíma áður, þar á meðal eiganda húss- ins, Ian. Þeim verður vel til vina. Á afmælisdegi hennar sendir Ian henni Ijóðabók áritaða til Judith Cameron, og þar þekkir hún sömu rithönd og á gamalli bók, sem Ranald, fyrrverandi eigandi þessa húss gaf Judith konu sinni árið 1745. Að kvöldi afmælisdagsins verða þau ein í stofunni, sem einhvern tíma hefur haft þrjá glugga, en nú hefur verið múrað upp í miðgluggann. Ian rifjar upp þær fyrirætlanir, sem Ranald forfaðir hans hafði á prjónunum varðandi þennan stað, en Judy biður hann að rifja þetta ekki upp, „það minnir mig á það, sem ég gerði þér“. Þegar Judy er orðin ein um kvöldið heyrir hún að einhver dregst með erfiðismunum til stofunnar, og í sama bili kemur hann á gluggann, heldur um síðuna og blóðið vellur milli fingranna. Þegar að er komið, Iiggur Judy meðvitundarlaus við miðgluggann. Nú skiptir um sögusvið, og segir frá því, er Ranald kemur heim til seturs síns með Judith brúði sína að kvöldi brúðkaupsdagsins. Áður en þau ganga til náða, kemur Angus ráðsmaður og segir Ranald að ættflokkurinn sé reiðubúinn, og að Ranald verði að ríða með þeim til orrustunnar í nótt. Judith reiðist og segir: „Styrjöld! Styrjöld á brúðkaupsnóttina okkar“! VIKAN 23. tbl. — 2\

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.