Vikan


Vikan - 06.06.1963, Blaðsíða 3

Vikan - 06.06.1963, Blaðsíða 3
í NÆSTA BLAÐI NUNNURNAR í JÓFRÍÐARSTAÐA- KLAUSTRI. Grein og fjölda mynda af lífi Karmelítasystranna í Jófríðarstaða- klaustri við Hafnarfjörð. Það hafa aldrei áður birzt myndir úr Klaustrinu. MAÐURINN MINN ELSKAR MIG EKKI LENGUR. Smellin smásaga um endurlífgun hjónabandsástar. 1 ALDARSPEGLI. Brennandi í and- anum, nefnist þessi aldarspegill, og er um Jónas Guðmundsson, pýramída- spámann. KARLSKRÖGGURINN MÁTTI EKKI KVENMANN SJÁ. Grein um Fortunato Krischcvish, sem á unga aldrei strauk úr hernum til að tefja sig ekki frá kvennafari, cg hélt því áfram, og var í fullu fjöri eftir áttrætt. LIKIÐ í HLÖÐUNNI. Spennandi saka- málasaga eftir Margaret Manner. VERÐLAUNAGETRAUN VIKUNNAR. Áttundi hluti verðlaunagetraunarinnar — frjálst val um Volkswagen eða Land-Rover. Framhaldssögunnar: Dægur óttans og Miðglugginn. Kvennaefni, tækni og bílaprófun, myndasögur og margt fleira. I ÞESSARI VIKll HVAÐ Á AÐ GERA í SUMAR? Nú fara sumarfríin að nálgast og sumir eru jafnvel komnir í sumrafrí. Við hendum á ýmislegt, sem hægt er að gera sér til gagns og ánægju í sumar- fríinu. FÓLKIÐ OG LÍFIÐ í CHELSEA: Kristmann Guðmundsson, rithöfundur, skrifar um lifnaðarháttu fólksins í Chelsea sem er eitt af út- hverfum London. EIGINMAÐUR í ELDHÚSVERKUM. G.K. var skilinn eftir í hlutverki húsmóðurinnar í rúma viku. Hér lýsir hann þeirri lífsreynslu í skemmtilegri grein, með teikningum Ragnars Lár. UNGT FÓLK Á UPPLEIÐ. Kjartan Sveinsson, byggingartæknifræðingur, hef- ur komizt nærri því að verða þjóðsagnahetja, þrátt fyrir ungan aidur. f stuttri grein er því lýst, hvem- ig hann fór að því. FORSÍÐAN Hjá Gimli í Lækjargötunni, þar sem Ferðaskrifstofa ríkisins hefur aðsetur sitt, er stórt upphleypt Islandskort. Við ókum þangað rauðum Volkswagenbíl og stilltum honum upp framan við kortið til þess að minna enn einu sinni á vinninginn í getrauninni: Volkswagen eða Land-Rover eftir vali. Þessi bráðfallega stúlka, sem hallar sér upp að bílnum, heitir Jónína Ólafsdóttir og er nemandi í Leikskóla Leikfélags Reykjavíkur. vikan 23. tbl. — 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.