Vikan


Vikan - 19.09.1963, Side 23

Vikan - 19.09.1963, Side 23
Ef jakkinn trosnar Húsráð Eitt af því fyrsta, sem slitnar á jakkanum, er framan á erm- unum. Oft verður því jakkinn ónothæfur vegna þess slits, þótt óslitinn sé að öðru leyti. Hér er sýnd aðferð til að lag- færa slíkt slit. 1. mynd sýnir slit jakkaerm- arinnar. — 2. mynd sýnir þegar verið er að sauma stykki við ermina. — 3. mynd sýnir, hvernig stykkið er nælt inn af erminni. Byrjið á að losa fóðrið, og klippið síðan á brotlínuna, fram- an á erminni. Takið því næst stykkið, sem klippt var af, og nælið við brúnina á erminni, þajin enda þess, sem fóðrið saum- aðist við áður, réttu mót réttu, þræðið vel og saumið fótbreidd frá brún. Pressið saumfarið út, og varpið það báðum megin með grófum sporum, svo það rakni síður. Brjótið nú sauminn inn í erm- ina, þannig hann sjáist ekki frá réttu, en þó ekki meir en lengd ermarinnar leyfir. Gangið frá fóðrinu í höndum, og pressið ermarnar. Einnig má ganga frá sams konar sliti á jakkaermum með til þess gerðu leðurbandi, þannig: leggið leðurbandið réttu mót réttu við jakkaermina, saumið 1—IV2 sm frá brún, brjótið leð- urbandið síðan inn á jakkaerm- ina og leggið niður við það í höndum, frá röngu. Húsráð * Nuddið dökka eða rauða olnboga með sundurskor- inni sítrónu og þvoið vel á eftir. Eftir nokkra daga sjáið þið mun, hve hvítari þeir eru orðnir. * Gott er að leggja silki- tvinna með ullargarninu þegar prjónað er hálsmál eða annað, þar sem hætta er á að flíkin togni. * Fyrir þær, sem sjá illa, og ef dimmt er í herbergi, er gott að leggja sokkinn, sem verið er að stoppa, yf- ir vasaljós. * Hægt er að koma í veg fyrir að litir í mislitri ull- arpeysu renni til, með því að leggja peysuna nokkra stund í kalt saltvatn áður en hún er þvegin. * Gera má fallegan bakka úr gömlum, stórum mynda- ramma með því að leggja fallegt efni inn undir rammann þar sem myndin áður var. * Límið glært plast fyrir opnar hillur í kjallara og á háalofti, sem ekki þarf að fara daglega í, og losn- ið þannig við rykið. Það hefur þann kost, að hægt er að sjá, hvað er í hill- unum, án þess að þurfa að opna. i Munsfurpnon Með slettum og brugðnum lykkjum er hægt að mynda hvaða prjónamunstur sem er, með ó- prjónuðum lykkjum og lausum böndum. Hér fara á eftir 4 uppskriftir af munsturprjóni. —O— MUNSTUR I. 1. umf.: brugðin, 2. umf., 1 1. á jaðri * 1 1. br., 1 1. tekin ó- prjónuð fram af prjóninum og garnið látið liggja á réttu # 1 1. á jaðri. 3. umf. brugðin. 4. umf. 1 1. á jaðri * 1 1. tekin óprj. og garnið látið liggja á réttu, 1 1. br. * 1 1. á jaðri. Endurtakið frá 1.—4. umf., og myndið með því mynztrið. MUNSTUR II. 1. umf. brugðin. 2. umf. 1 1. á jaðri * 2 1. sl., 1 1. tekin óprjónuð fram af prjóninum og garnið lát- ið liggja á röngu, 1 1. sl., band- inu brugðið um prjóninn og ó- prjónuðu lykkjunni steypt yfir næstu lykkju og lausa bandið, * 1 1. á jaðri. 3. umf. brugðin. 4. umf. 1 1. á jaðri * 1 1. tekin ó- prjónuð og garnið látið liggja á röngu, 1 1. sl., bandinu brugðið um prjóninn og óprjónuðu lykkj- unni síðan steypt yfir sléttu lykkjuna og bandið, 2 1. sl., * 1 1. á jaðri. Endurtakið 1.—4. umf. og myndið með því munstrið. MUNSTUR III. 1. umf. 1 1. á jaðri, 1 1. sl., * 2 1. br., 1 1. sl. * 1 1. á jaðri. 2. umf. 1 1. á jaðri, 1 1. br. * 1 1. sl., bandinu brugðið um prjóninn, 1 1. sl., 1 1. br. * 1 1. á jaðri. 3. umf. Prjónið sléttar 1. sl. og brugðnar 1. br., bandið prjónast brugðið. 4. umf. 1 1. á jaðri, 1 1. br., * 3 1. sl., 1 1. af næstu 3 1. er steypt yfir 2 L, 1 1. br. * 1 1. á jaðri. Endurtakið 1.—4. umf. og myndið með því munstrið. MUNSTUR IV. 1. umf. 1 1. á jaðri * 3 1. teknar óprjónaðar fram af prjóninum og garnið látið liggja á réttu, bregð- ið bandinu um prjóninn (frá röngu, þannig að bandið snúi rétt yfir prjóninn frá réttu), 1 1. sl. # 3 1. teknar óprjónaðar eins og áður, bregðið bandinu um prjón- inn, 1 1. á jaðri. 2. umf. brugðin, sleppið lausu böndunum frá fyrri umf., en prjónið ekki. 3. umf. sl. 4. umf. br. 5. umf. 1 1. á jaðri, 1 1. sl. * takið nú lausa bandið frá 1. umf. og prjónið það sl. með næstu L, 3 1. teknar óprj. og garnið látið liggja á réttu, bregðið bandinu um prjóninn. * prjónið bandið frá fyrri umf. sl. með næstu L, 1 1. sl. *, 1 1. á jaðri. 6.—8. umf. eins og 2.—4. umf. 9. umf. eins og 1. umf., en þá er lausa bandið prjónað upp eins og í 5. umf. Endurtakið frá 2.—9. umf. og myndið með því munstrið. VIKAN 38. tbl. 23

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.