Vikan


Vikan - 19.09.1963, Síða 32

Vikan - 19.09.1963, Síða 32
AUGNPOKAKREM SPECIFIQUE THAITEMENT. Þessi áburður er notaður til þess að koma í veg fyrir „poka“ undir augunum, bláa hringi umhverfis augun og þykk augna- lok. Ef þessi áburður er borinn á reglulega, kemur hann í veg fyrir blóðsókn til augnlokanna. Hann lífgar blóðrásina og fjörgar vöðvana í augnlokunum og fjarlægir poka undir augunum. AUGNHÁRANÆRING STIMULANT POUR LES CILS. „LANCASTER Eyelash Cream“. Hvetur vöxt augnháranna, þannig að þau lengjast og bogna fag- urlega. Engin óþægindi eru því fylgjandi að nota þennan áburð, vegna þess að hann er búinn til úr hreinsuðum olíutegundum og hrindir frá sér vatni. LANCASTER AUGNSKUGGAR BRILLIANT POUR PAUPIERES. Augnskuggar sem mjúk krem eða sem stönglar. Einnig til með silfurblæ í mismunandi litum. EYE LINER Sérstaklega vinsæl augnsnyrting sem óhætt er að nota daglega án þess að hann erti jafnvel viðkvæmasta hörund. 5 litir. AUGNABRÚNABLÝANTAR í fallegum hylkjum — svartir, brúnir, gráir. ÚTSÖLUSTAÐIR. — REYKJAVÍK: Tíbrá, Gjafa- og snyrtivörubúðin, Orion, Tízkuskólinn, Holts-Apótek, Tjarnarhárgreiðslustofan. — AKUREYRI: Verzl. Drífa. —• VESTMANNAEYJAR: Silfurbúðin. 22 — VIKAN 38. tbl. II 'bUPfta p Stjörnuspáin gildir frá fimmtudegi tiJ fimmtudags. Hrútsmerkið (21. marz—21. apríl): Segðu öðrum undandráttarlaust, hvaða skilyrði þú setur og reyndu að komast fyrir um það, hvað þeir hugsuðu sér um málin. Þú þarft að taka óskir fjölskyldunnar til greina, áður en lokaákvörðunin er tekin. Heppilegasti dagurinn til þess er miðvikudagur. N«°.utsmerkið (22. apríl—21. maí): Leitastu við að ljúka því, sem ekki hefur unnizt tími til að undanförnu, en geymdu nýrri viöfangs- efni þar til í næstu viku. Til eru þær skyldur, sem ekki er gott að hlaupast frá. Vinir þínir munu veita þér drengilega aðstoð. Tvíburamerkiö (22. maí—21. júní): Það eru meiri líkur til þess, að þér verði á mis- tök, ef þú fylgir ráðum annarra, en ef þú gerir það sem þín eigin samvizka býður þér. Hafðu vakandi ábyrgðartilfinningu, og mundu það, að hver og einn verður að taka afleiðingum gerða sinna. Heilla- litur: Gulgrænt. Krabbamerkið (22. júní—23. júlí): Nú er einmitt rétti tíminn til þess að stökkva út í og taka á sig skuldbindingar, einkum fjárhags- legar. Stjörnuafstaðan sýnir, að þótt þér virðist þú ekki með nokkru móti geta staðið við það, sem krafizt er, mun greiðast ljúflega úr því, þegar þar að kemur. Ljónsmerkið (24. júlí—24. ágúst): Upp á síðkastið hefur þér gengið miður vel að samræma tilfinningarnar að ætlunarverki þínu. Nú er þetta breytt. Þú ættir því að láta tilfinn- ingar þínar koma vel í ljós, og ennfremur að blanda geði sem mest við aðra menn. Ophaðu skelina og loft- aðu vel inn í hana. Meyjarmerkið (24. ágúst—23. sept.): Taktu þér ekki þá til fyrirmyndar, sem gera grín að heppninni og fara óráðlega með eigur sínar. Þér væri heppilegra að finna sjálfur þína leið að mark- inu og feta hana með fullri fyrirhyggju. Hafðu vakandi ábyrgðartilfinningu. Vogarmerkið (24. sept.—23. okt.): Þessi vika verður þér næsta fyrirhafnarlítil. Þínir nánustu, bæði á heimili og í vinnu, munu verða þér sammála og leita til þín með verkefni, sem þú átt auðvelt með að leysa vel úr. En gættu þín að ofmetnast ekki eða ætla þér stærri bita en. þú getur gap- að yfir. Drekamerkið (24. okt.—22. nóv.): Dragðu ekki lengur að hefjast handa um loka- framkvæmdirnar, nú þegar öllum undirbúningi er lokið. Allar líkur benda til, að málið fái nú góðan enda. Gættu þess samt, að hlaupa ekki á þig; ef þú færð aðstoð sérfróðs manns, sem þér hefur oft dottið í hug upp á síðkastið, er engin hætta á slíku. Bogmannsmerkið (23. nóv.—21. des.): ©Leggðu áherzlu á að vera sem allra þægilegastur og skemmtilegastur 1 umgengni, einkum að því er varðar þá, sem þér eru nánastir. Þótt þú hafir ekki fjárhagsáhyggjur, gætu aðrir meðlimir fjölskyld- unnar haft þær í ríkum mæli. „ Geitarmerkið (22. des.—20. jan.): Allt ætti að geta verið eins og þú gætir bezt á kosið innan húss. Nýjar hugmyndir myndu gera iqggjpr aðstæðurnar ennþá skemmtilegri. Allt, sem þú tek- ur þér fyrir hendur fyrri hluta vikunnar, gæti orðið með því bezta, sem þú hefur yfirleití gert. Vatnsberamerkið (21. jan.—19. febrúar): Þú ættir að hefjast handa um framkvæmdir, sem jB þú hefur lengi haft í huga, en gættu þess að vanda vel allan undirbúning. Þú mátt reikna með tals- verðum hindrunum, en þær eru ekki óyfirstígan- legar. Heillatala 11. ©Fiskamerkið (20. febrúar—20. marz): Gættu þín að vera ekki of vingjarnlegur við þá, sem þér er ekki gefið um. Það getur dregið dilk á eftir sér, að vingazt við þá, sem maður kærir sig ekki um að umgangast. Dveldu sem mest út af fyrir þig og varastu fjölmenni eftir beztu getu.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.