Vikan


Vikan - 19.09.1963, Page 34

Vikan - 19.09.1963, Page 34
VITNI ÁKÆRANDANS. Framhald af bls. 27. vera á fótum alveg til klukkan ellefu. Og einu sinni fengum við einhvers konar vín sem er kallað kampavín. En mér fannst það ekkert gott, það kom svo einkennilega upp í nefið á manni. Það var Jói frændi, sem kom mcð kampavinið, og hann var elztur af öllum frændunum. Hann var alveg nauðasköllótt- ur, og með yfirvararskegg, sem var næstum alhvitt. Ég kunni nú ekkert sérstaklega vel við hann, en mamma sagði, að ég yrði að vera sæt við hann, því hann ætti mörg leikhús í Phila- delphiu, og ef hún fengi að syngja þar, fengi hún mikla pcninga. Svo fluttum við til Phila- delphiu. Jói frændi hafði út- vegað okkur íbúð í stóru húsi. En ibúðin var nú ekkert svo stór. Hún var bara tvö her- bergi. Og Jói frændi sagði: — Hvar á ég að vera, þegar ég er í Philadelpiu? Hér er jú ekkert pláss. Og svo fékk mamma allt í einu kvef, og ég varð að sofa inni hjá Önnu, til þess að smit- ast ekki. Það þótti mér hreint ekkert spennandi, þvi það var svo skritin lykt af henni. Mamma vann á hverju kvöldi, og hún hlýtur að hafa verið voða dugleg, því nú vorum við roikið ríkari, en þegar við bjuggum í New York. En hún sleppti sér alveg þegar ég bað hana einu sinni að fá að fara með henni, og sjá hvar hún ynni. Þar fyrir utan hafði mamma eignazt heilan lióp af nýjum vinum og síminn hringdi stanz- laust. Það voru allt saman karl- menn, sem hringdu, og allir spurðu eftir Trixie. Fyrst svar- aði ég alltaf, að hér byggi engin Trixie, því mamma heitir Dorothy. En svo spurði ég Önnu, og liún sagði að kannski væri þetta leiksviðsnafn mömmu. Daginn, sem ég varð ellefu ára, var ég úti að ganga með Önnu. Allt í einu sáum við Jóa koma út úr skartgripa- verzlun. Hann kallaði á Önnu, og sagði: — Sjáðu bara hvað ég keypti handa einni dömu. Og svo dró hann upp úr vasa sín- um kassa með ægilega fallegu armbandi úr gulli og alsett steinum. Það voru raunveru- legir demantar og smaragðar, og það glampaði svo og glitr- aði á þá, að þeir lilutu að vera ekta, því það lá eitt alveg eins í glugganum, og kostaði fimm- hundruð dollara. En þegar Jói frændi sá, að ég mændi á arm- bandið, sagði hann: — Bara skoða, ekki snerta. Svo stakk liann því í vasann aftur. Og mér fannst Jói frændi vera bezti frændi i heimi, fyrst hann keypti svona fallegt arm- hand handa mér í lafmælis- gjöf. Þegar Jói frændi kom heim eftirmiðdaginn, leit liann eitt- hvað einkennilega út, og talaði óvenjulega liátt. Og svo kyssti hann mig, og það var eitthvað svo skrítin lykt af lionum, þeg- ar hann sagði við mig: — Hér er afmælisgjöfin handá uppá- haldsstúlkunni minni. Þetta var voða stór pakki, og ég hélt, að hann hefði sett armbandið í svona stóran pakka til þess að koma mér á óvart. Ég fór inn í svefnherbergi til þess að opna pakkann, og i honum var aðeins stór, feit og heimsk dúkka með stór, blá augu, sem ekki einu sinni opn- uðust og lokuðust. Þá hataði ég Jóa frænda, því hann hafði svo gott sem lofað mér arm- bandinu fyrir utan búðina. ‘ Mig langaði aðeins til þess að kíkja einu sinni á armbandið, og það gat varla gert neitt til, því það var svo gott sem mitt. Ég mundi vel, að Jói hafði sett það i hægri vasann, og þá bruggaði ég gott ráð. Ég fór inn í stofu til mömmu og Jóa aftur. Þau sátu og drukku og töluðu, en ég klifraði upp á hnéð á Jóa og sagði: — Þúsund þakkir fyrir þessa fallegu dúkku, góði Jói frændi. Og á meðan ég knúskyssti hann, stakk ég hendinni i vasa hans, hægri vasann, þar sem hann geymdi armbandið. Og hann tók ekki eftir neinu. Ég hljóp inn í svefnherbergi aftur til þess að opna pakkann, og þarna lá fallega armbandið mitt með dömöntunum og eðal- steinunum. En þá kallaði mamma á mig að borða, og ég faldi armhandið á leynistaðn- um minum. Eftir matinn sagði Jói frændi að mamma ætti líka að fá gjöf, veslingurinn. Og ef hún vildi loka augunum, þá skyldi hann koma henni á óvart. Og svo lokaði hún augunum, og hann stakk hendinni i vasann. En vasinn var náttúrulega tómur. Svo byrjuðum við að leita um allt, og ég lijálpaði lika til við leitina. Og þegar við mamma vorum einar saman i eldhús- inu, leit hún einkennilega á mig, og sagði: — Ert það þú, sem hefur stolið pakkanum hans Jóa frænda? Og ég sagði nei, ég hefði ekki stolið armbandinu. Og mamma sagði: — Hvernig veizt þú þá, að það var arm- band, ef þú hefur ekki tekiíj það? Þá varð ég hrædd um að mamma mundi finna leyni- staðinn minn. Ég hljóp inn í svefnherbergi og náði í arm- bandið og setti það aftur í kassann. Svo faldi ég kassann undir kjólnum mínum, og fór inn í stofu aftur. Ég ætlaði einmitt að stinga kassanum í sófann til þess að það gæti litið svo út, að Jói hefði týnt honum þar, en þá kom hann auga á mig, þaut til mín og reif af mér kassann, og sagði: — Litli rummungur- inn þinn, ég vissi alltaf að það varst þú, sem stalst armband- inu. Og svo hristi hann mig og skók og sló mig svo ofan. í i kaupið. En þá kom mamma hlaupandi inn, og sagði að Jói mætti ekki slá barnið hennar. Jói frændi æpti og hrópaði: — Þetta skal kosta Beveýly fangelsisvist, á betrunarliæli með hana eins og skot, og það strax á morgun. Og svo koin Anna hlaupandi og sá að ég var grátandi, og hún byrjaði að skamma Jóa á sænsku og sagði, að þetta væru syndanna laun. Allt þetta skeði vikuna áður en Jói frændi var skotinn, svo hann dó. En fyrst kom Frank frændli líka til PKiladelphiu. Hann bjó á hóteli í nágrenni við okkur, og þegar mamma var ekki heima, koin hann til okkar, og Anna sagði honum sitt af hverju. En eitt kvöld, þegar mamma var heima, lá ég á lileri og lilustaði á Frank frænda tala við mömmu, en hann sagði: ■— Ég skal drepa Jóa Pinker fyrir þetta. Hann ætti að skammast sin. Hann, Hann, sem á konu og þrjú börn í New York. Og mamma sagði: — En hann hefur þó allavega útvegað mér vinnu, og það er meira en þú gazt gert. Þegar Frank frændi lieyrði þetta, varð hann alveg vitlaus og hrópaði: — Kallarðu þetta vinnu — að tína af sér spjar- irnar fyrir framan lióp af fólki. Þá byrjaði mamma að gráta, og Frank frændi sagði, — Vertu nú ekki að skæla. Þú skalt bara giftast mér. Ég elska þig þó, það veiztu. En mamma sagði, að það gæti hún ekki, þvi að pabbi væri ekki yfirlýstur dauður ennþá. Svo skeði svolítið skrítið. Það var daginn áður en Jói frændi var skotinn, svo að hann dó. Við Anna sátum og borðuðum morgunverð í eldhúsinu, þegar hringt var dyrabjöllunni. Anna fór fram og opnaði, en hún var svo lengi, að ég lædd- ist fram til þess að sjá, hvað um væri að vera. Það hefði getað verið þjófur á ferð. Anna stóð framin-i í forstofu og kyssti gamlan mann með snjóhvítt hár. Þegar hún kom til baka, var hún svo kát og söng og brosti á báða bóga, og sagði, að ef ég væri stillt og góð, mætti ég koma með sér í dag og heilsa upp á kærastann hennar. En ég varð að lofa að segja mömmu ekki neitt. Því lofaði ég. Um eftirmiðdaginn fórum við svo í götu, sem var full af bíl- um og fólki. Og svo fórum við inn i hótel, sem lyktaði við- bjóðslega, og upp í herbergi, sem lylctaði enn verr. Og þar úti við glugga sat kærastinn hennar Önnu. Þegar við komum inn, þaut hann á inóti okkur, og lyfti mér upp í fang sér og sagði: — Elsku lilla Beverly mín, litla stúlkan mín. En ég streittist á móti, og vildi ekki leyfa lionum að kyssa mig. Þá sleppti liann mér, lét mig niður, og sagði: — Ertu alls ekkert fegin að sjá pabba gamla aftur? Og ég liló, og sagði, að pabbi minn væri ungur og laglegur með svart hár og hvitar hend- ur, svo liann gæti alls ekki verið pabbi minn. En Anna sagði: — Jú, þetta er pabbi þinn, Beverly. En Japanirnir voru svo andstyggi- legir við hann í fangelsinu að hann er ekki lengur ungur. Á eftir spurði liann mig um allt mögulegt varðandi mömmu og Jóa frænda. Og hann varð hræðilega reiður, en sagði, að hann myndi samt koma og heilsa upp á mömmu eftir kvöldmat. En ég mátti alls ekki segja henni það, þvi hann ætl- aði að koma henni að óvörum. Þegar við fórum þaðan, byrj- aði Anna að gráta, og sagði, að hann hefði morð í hjarta sér. Og á leiðinni heim kom hún við á hótelinu hjá Frank frænda. En ég vissi ekki um hvað þau töluðu, þvi ég var látin standa fyrir utan á meðan. Þetta var allt saman svo d-ul- arfullt, að ég botnaði hvorki upp né niður i neinu. Ég gat ekki fellt mig við, að faðir minn, sem var talinn dáinn, væri sami maðurinn, og þessi gamli karl, sem nú var kominn til baka. Þegar við komum heim, bjó Anna til inndælan kvöldverð, og mamma var svo fín í hvíta kjólnum sínum og með fallega armbandið. Jói frændi var lika hjá okkur, og við fengum öll kampavín. Einmitt þegar við vorum búin að borða, hringdi dyra- bjallan, og Anna og ég fórum til dyra. Þetta var Frank frændi, og stóð á öndinni, eins og hann hefði hlaupið voða hratt, og sagði: — Drottinn minn dýri, hann er með skamm- byssu, og kernur liingað á hverri stundu. Þá Ieit Anna svo undarlega á mig, og spurði mig, hvort ég vildi, að pabhi minn yrði sett- ur í fangelsi aftur? — Nei, sagði ég, — það vil ég ekki. — Jæja. Yeiztu livernig skammbyssa litur út? spurði 2^ — VIKAN 38. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.