Vikan - 19.03.1964, Side 12
■
ALDARIN NAR
0
Paul Maymont hefur tengt hinn aldagamla draum um Babelsturninn möguleikum 21.
aldarinnar. Turnarnir í hugarheimi hans gætu umbylt útliti nútímaborga. Fólk gæti
búið þar árum saman án þess að finna hjá sér þörf fyrir að fara út úr tuminum sín-
um. Hver turn mundi hýsa 20—50 þús. manns á 40—60 hæðum. Neðanjarðar bílabraut-
ir tengja turnana saman innbyrðis og við gömlu París. Þó undarlegt megi virðast hef-
ur málarinn Claude Genisson, sem ekki hafði hugmynd um viðleitni Maymonts, fundið
upp samskonar turna af listamannsnæmleik sínum og málað þá á meðfylgjandi mynd
(til hægri) skv. sínu eigin hugarflugi, að því er hann hélt. Þannig hefur hann af
skáldlegu innsæi sýnt í þessu verki sínu það sem á eftir að verða í framtíðinni, skv. hug-
mynd Maymonts.
Ó Borgarturnarnir yrðu 200—300 m. á hæð hver
um sig. Neðan jarðar yrði komið fyrir bílageymsl-
umum, einkaverksmiðjum, þar sem íbúar úr turn-
inum sjálfum störfuðu og þjónustufyrirtækjum og
skrifstofum turnsins. Eftir miðsúlunni liggja raf-
magnskaplar, skolpræsi og aðallyftumar.
Hver turn mundi hafa sínar eigin götur og verk-
smiðjur. Þar væri hægt að búa, án þess að fara
nokkru sinni út.
Steinsteyptur holur stólpi, 20 m í þvermál, er
nokkurs konar mæna turnanna. Hann heldur uppi
neti af tengiköplum úr járni, sem mynda beina-
grind hverrar byggingar (kaplarnir eru 15 cm á
þykkt og til vamar tæringu eru þeir þakktir vatns-