Vikan - 19.03.1964, Qupperneq 17
hann um mitti hennar, og hún iðaði aftur í dans-
stellingar. Nelson fann, hvernig honum þvarr allur
kraftur.
Andskotinn, hugsaði hann. Það ætlar þó ekki að
líða yfir mig?
En þegar hann hafði andað djúpt að sér, fékk
hann þróttinn á ný.
Hann hóf máls. Hratt. Honum óx hugrekki við að
hlusta á sjálfan sig. En hann gat ekki horft á hana,
því hann vissi, að hún var að horfa á hann, með
andliti, sem var jafn girnilegt og diskur, fullur af
heitum, frönskum kartöflum. Hann reyndi að halda
henni svolítið frá sér, og um tíma lánaðist honum
það. Þangað til hún vissi, í hvaða bekk hann var
og að hann orti ljóð. Þá hjúfraði hún sig upp að
honum eins og kettlingur.
Þau dönsuðu saman í fimm mínútur, og á meðan
fræddist Nelson mikið um meyna. Hún var frá San
Diego. Hún hafði verið í heimavistarskóla ungfrú
Tracy. Og hún var svo sannarlega kvenmaður í lagi.
Ef hann væri ekki snar í snúningum, myndi einhver
fótboltasparkarinn gleypa hana með húð og hári fyrir
augunum á honum. Svo hann bað um stefnumót strax
næsta kvöld og fékk það samþykkt.
Og þar með var laugardagurinn eyðilagður. Hann
dró stólinn sinn að borðinu og reyndi að hugsa, en
stóð jafnskjótt á fætur aftur og gekk um gólf, dust-
aði rykið af gluggasætinu, settist aftur, og svo koll
af kolli.
Undir kvöld dró hanri Woddy afsíðis. — Heyrðu,
sagði hann. — Væri þér ekki sama, þótt þú notaðir
ekki herbergið í kvöld? Ég á stefnumót við skratti
lögulega hnátu.
— En ef mig langaði nú að fara að sofa? spurði
Woody ólundarlega.
— Stelstu þá inn í herbergið hans Ackerlys. Hann
er í New York. Þetta verður svo sem ekki nema til
Eins og í draumi
tók hann
um mitti hennar
og hún iðaffi aftur
í dansstellingar.
Nelson fann,
hvernig honum
þvarr allur kraftur.
Andskotinn,
hugsaSi hann. Það
ætlar þó ekki að
líða yfir mig?
V____________________________________________J
tólf. Þær mega ekki vera úti eftir tólf.
Og við förum fyrst á bíó og komum
ekki fyrr en um hálf tíu.
Og klukkan var reyndar ekki nema
korter yfir níu, þegar þau komu út
úr kvikmyndahúsinu. Og til þess að
koma ekki of fljótt heim, bauð Nelson
henni upp á hressingu inni í sjoppu.
Enn sem komið var, hafði allt geng-
ið samkvæmt áætlun. Hún hafði ekki
einasta lofað honum að halda í höndina
á sér, heldur hafði hún þrýst hönd
hans á móti, ekki bara einu sinni, held-
ur tvisvar. Hann var svo ruglaður, að
hann átti erfitt með að fylgjast með
því, sem hún var að hjala: um her-
bergissystur hennar, sem var frá New
York, um sumardvöl hennar á Hawaii
og loks um ástamál Deborah Kerr í
myndinni, sem þau höfðu verið að
horfa á.
Allt í einu datt honum gott ráð í hug:
— Fannst þér hún gera rangt? spurði
hann snögglega.
-— Rangt? spurði Shirley, um leið
og hún saltaði frönsku kartöflurnar
sínar. — Hvernig getur þú notað orð
eins og „rétt“ eða „rangt“, þegar hin
eina sanna ást er með í spilinu? Um
leið og hún beit í hamborgarann, tók
Nelson eftir því, að varaliturinn varð
að nokkru eftir á brauðinu. — f raun
og veru er ég undrandi, hélt hún áfram,
— að heyra skáld spyrja svona smá-
borgaralegar spurningar.
— Ég sagði ekki, að mér fyndist hún
hafa gert rangt, sagði hann, óánægð-
ur með þá stefnu, sem málin tóku. —-
Mig langaði bara að vita, hvernig þú
tækir svona spurningu.
Hann tók eftir því, að í hvert sinn,
sem Shirley tók til máls, var eins og
hún iðaði í sætinu. Honum fannst það
kynþokkafull hreyfing. Hann hugsaði
sér, hvernig hún myndi þá iða síðar,
þegar hann tæki hana í arma sína. Því
miður var þetta eina hreyfingin, sem
Shirley fannst alls ekki kynþokkafull,
en hún réði ekki við þetta. Það var
í rauninni sokkabandabeltið, sem olli
henni þessum óþægindum. Teinarnir í
því meiddu hana, hve lítið sem hún
hreyfði sig.
Losk stóðst hún þetta ekki lengur,
heldur bað hann að hafa sig afsakaða
og flýtti sér inn í snyrtiherbergið. Þar
reif hún af sér þetta pyndingartæki,
l)raut það saman og stakk því í tösku
sína. Svo vafði hún sokkafitirnar nið-
ur í þétta vafninga rétt ofan við hnén,
eins og hún hafði séð hreingerninga-
konuna heima gera, og gekk svo aftur
fram til félaga síns. Það vottaði fyrir
kálfsfótum, en það var lítilfjörlegur
ágalli í samanburði við þann létti, að
vera laus við sokkabandabeltið.
Nelson beið með kápuna hennar. Um
leið og hann hjálpaði henni í, lét hún
hárið falla niður yfir kragann að aft-
an, eins og gullinn foss. Meðan þetta
gerðist, störðu öll karlkyns augu í
sjoppunni á Shirley Easter. Nelson tók
undir handlegg hennar og leiddi hana
fram að dyrunum.
Þegar þau komu heim í herbergið hans,
tók hann af sér bindið og hengdi það
á hurðarhúninn. Það var merki til her-
bergisfélagans um það, að herbergið væri
upptekið. Ef Shirley tók eftir því, lét
hún sem hún hefði ekki séð það. Hún
hafði breytzt. Hún var allt í einu orðin
þögul og hugsandi. Og í fyrsta sinn um
þetta kvöld, fannst Nelson erfitt að tala
við hana.
— Hvernig lízt þér á hreiðrið mitt?
spurði hann og kastaði frakkanum sínum
í áttina að gluggasætinu, en dró ekki, og
frakkinn lenti á gólfinu.
— Vel. Mjög vel, svaraði Shirley, sem
enn stóð frammi við dyr. — Ég er hrif-
in af gluggasætinu. Ég vildi, að við
hefðum gluggasæti. Og er arinninn í
lagi?
— Já, svaraði Nelson. — Ég skal
kveikja upp fyrir þig í vetur, þegar fer
að kólna. Farðu úr kápunni og láttu fara
vel um þig.
— Heldurðu, að ég ætti að stanza?
spurði hún. — Megið þið taka á móti
stúlkum í heimsókn?
— Hvað heldurðu, að þetta sé? Munka-
klaustur? Nú eyðilagði hún auðvitað allt,
þessi stelpa. Með einni asnalegri setningu
hafði hún eyðilagt fyrir honum stuðið,
sem hann hafði verið í allt kvöldið. Og
nú var hún ekki einu sinni neitt kyn-
þokkafull. En hann varð samt að ljúka
þessu af. Úr því hann var kominn þetta
langt, ætlaði hann ekki að hætta hálfnuð-
um leik.
Með einbeitnina í meitluðum augna-
brúnunum skálmaði Nelson til Shirley.
— Ég ætla að taka við kápunni. Nú var
hann fyrir aftan hana. Milli hennar og
dyranna. Hann beygði sig niður að henni
og kyssti hana aftan á hálsinn.
Hún þeyttist út að glugganum, eins og
hún hefði verið stungin..
Þau stóðu augliti til auglits, eins og
hnefaleikamenn í hring, og störðu hvort
á annað. Hún stóð framan við gluggasætið.
Hann gæti flogið á hana. Þá myndi hún
missa jafnvægið, og falla ofan í sætið.
Það væri kannske ekki vert. Kannske
myndi hún jafna sig og setjast sjálf.
Hann breytti um aðferð og fleygði sér
niður í armstólinn, sem hann stóð hjá.
— Hvað kom fyrir? spurði hann. — Hef-
ur þú aldrei verið kysst áður?
Shirley svaraði ekki strax. Hún breytti
ekki heldur um stellingu. Hún stóð eins
og júdókappi tilbúinn til að hrinda árás;
hafði langt milli fótanna, setti í herðarn-
ar, með fingurna glennta. Smám saman
var sem hún tæki eftir spennunni í hönd-
unum. Hún liðkaði þær einu sinni eða
tvisvar og settist svo í gluggasætið, eins
og Nelson hafði spáð fyrir um.
— Jú, víst hef ég verið kysst, sagði
hún, og tyllti sér varlega á brún sætisins.
Framhald á bls. 43.
VIKAN 12. tbl. —