Vikan


Vikan - 19.03.1964, Síða 25

Vikan - 19.03.1964, Síða 25
Þetta landslag gæti sem bezt verið austur í Hreppum, en því er nú ekki að heilsa. Þetta landslag var einhversstaðar ó leið Sigurðar um Suður-Afríku. af þeim svörtu. Sigurður segir að kona af Zulu kynþætti mundi aldrei leggjast með hvítum manni. Hér er ung móðir af þessum stolta ættbálki. um, sem hófu fyrstu starfsárin með því að fljúga, en hafa síðar tekið við ábyrgðarstöðum félaganna á jörðu niðri. Hvorugt félaganna er meðlimur IATA. Bæði b|óða lægri gjöld en önnur félög á sömu flugleiðum, og nemur samanlagður mismunur flug- gjalda þeirra á leiðinni fram og aftur milli Jóhann- esarborgar og New York rúmum 16 þúsund (slenzk- •um krónum. Hvorugf félaganna nýtur ríkisstyrks og bæði eru þau efnalega siálfstæð. Trek flýgur nú Urn 8Ó ferðir á ári rrtilli Evrópu og Suður-Afríku. báð er að kaUpd tvær Super-Constellafion flug- vélar, sem eru svo langfleygar að þær þurfa ekki að lenda á meginlandi Afríku i ferðunrt sínum milli Suður-Afríku og Evrópu, en munu koma við á Azoreyium. Það er dýrara en að fIjúga með hægfleygari flugvélum og koma víða við á megin- landinu eins og gert var að undanförnu, en vegna fjandskapar Afríkuríkja við stjórn Suður-Afríku er það ekki framar mögulegt, og þess vegna var krókurinn fremur valinn en keldan. Hér á HvítuvÖllum búa um 12 þúsund manns. Miklar kolanámur eru í grennd við bæinn. Hann er einnig verzlunarmiðstöð bændanna, sem búa í nærliggiandi sveitum. Ég spyr Farquherson um kjör Svertingjanna. „Þið þarna norður í Evrópu haldið að við stöndum hér með byssurnar reiddar yfir hrelldum og aumum blámannalýð. Nei, ég skal segja þér, að það er hinn mesti misskilningur. Við gerum allt, sem unnt er til þess að koma Svertingjunum til sömu kjara og þeirra, sem við hér hvítu menn- irnir búum við hér í landinu. Hérna á Hvítuvöll- um byggir námufélagið hús fyrir starfsfólk sitt. hau g?t ég ekki sýnt þér. En komdu með mér og skcðaðu húsin, sem bæjarfélag'ð hérna hefir b‘'ggt vfir hina svörtu starfsmenn sína. Komdu með mér ég skal sýna þér hvað það er, sem v;ð gerum hé' í þessum litla bæ. í stórborgunum. t.d. Jchannesarborg, getur þú séð miklu stærri og betri hverfi, þar sem Sverting;ar búa nú í húsum, sem borgarstjórnin hefir látlð byggja. En við, ssm búum í smábæ;unum, leggjum líka fram okkar skerf. Komdu með mér og siáðu". Við ókum út að stórri þyrpingu einbýlishúsa. Þau voru einnar hæðar, veggir úr hlöðnum múr- steini. Stórir garðar, yfirleitt miög vel hirtir, voru umhverfis húsin. Skammt frá húsahverfunum voru íþróttavellir og sundlaug. Alls staðar voru Svert- ingjar, börn að leik, konur úti í görðum, karl- menn á leið heim eða heiman, enginn hvítur maður sýnilegur. Við stöðvuðum bifreiðina við eitt húsanna, hitt- um að máli grannvaxinn mann, sennilega á sex- tugsaldri og akfeita konu, trúlega nokkuð yngri, og biðjum leyfis að rnega spjalla við þau. Það er velkomið, Hann skrifar nafnið sitt, Abel Mahangu, minnisbókina mína, segist vinna við götuhreins- un og fá fyrir 600 krónur á mánuði. Hann á bara þessa einu konu, sem þarna stendur í öllu sínu spiki. Hún hefir fætt honum 15 börn. Talan 15 vafðist raunar nokkuð fyrir honum, en með hjálp kerlingar sinnar og aðstoð 16 ára dóttur var það alveg klárt að börnin voru 15, það elzta 34 ára, hið yngsta 6 ára, og þar sem hér heima voru ekki nema 6, þá var það líka alveg klárt að 9 voru flutt að heiman. „Það er lögmálið, krakkarnir fara og eftir situr maður afgamall með sína kerlingu", segir Abel og hlær. „Hvað borgar hann í húsaleigu?" „Sem svarar 200 krónum íslenzkum á mánuði?" „Megum við koma inn?" „Gerið þið svo vel'. Við göngum inn í húsið. Fiögur herbergi, eld- hús og bað. Herbergin eru stór. Húsbúnaður er þokkalegur. Umgengni virðist fremur hirðuleysis- leg, en þó alls ekki fráleit, þar sem 6 börn á ýmsum aldri eru til húsa. Ég veiti athygli nýj- um útvarpsgrammofóni, spyr hvort hér sé raf- magn. Já, hér er bæði vatn og rafmagn. „Hvernig gengur þér nú, Abel, að komast af með 600 krónur á mánuði?" spyr ég. „Oja. Það slarkar. Konan þvær þvott og krakkarnir eru farnir að vinna fyrir peningum. Það slarkar, en annað og meira getur maður ekki sagt". Börnin voru vel á sig komin, sæmilega til fara, í góðum holdum. Til samanburðar þessu er rétt að skýra frá því, að í gær sagði Denis mér að hvitur sölu- maður, sem hefði svipuð kjör og hann, myndi fá i mánaðarlaun sem samsvarar 15 þúsund krón- um íslenzkum. Hann fær ókeypis bifreið og kostn- að við rekstur hennar, 240 krónur á dag í ferða- kostnað. Það nægir. Hann greiðir um 1200 krón- ur á mánuði í skatta, um 780 vegna sjúkrasam- lags og trygginga. Ef hann býr í sæmilegri pipar- sveinaíbúð, stóru herbergi með húsgögnum og eldhúsi, þá greiðir hann fyrir það 2400 krónur á mánuði. Góð föt kosta um 2 þúsund krónur, skór um 250, hádegis- eða kvöldverður rúmar 50 krónur. Hráefni er ódýrt til matargerðar ef hann vill „malla" sjálfur. Faglærður hvítur maður hefir um 3 þúsundir króna á viku, ófaglærður 1200 krónur. 5 her- bergja einbýlishús kosta um 480 þúsund krónur, Framhald á bls. 37. VIKAN 12. tbl. — 25

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.