Vikan


Vikan - 19.03.1964, Síða 37

Vikan - 19.03.1964, Síða 37
PICCANIN GEFÐU OKKUR TE Framhald af bls. 25. nýr bíll af gerðinni, sem við ókum í, Mercedes Benz, 220 þúsund. Hann segir mér, að hér í land- inu sé ekkert atvinuleysi, hvorki meðal hvítra eða svartra, lífskjör séu betri en í nokkru öðru landi Afríku og að ef einhver fari hér svangur í hóttinn að kveldi sé það honum sjólfum að kenna. Séu þessar tölur fró í gær hafð- ar í huga þó finnst mér alveg óskiljanlegt, hvernig Abel fer að því að lóta 600 krónurnar sínar ,,slarka", en þegar ég sé kerlingu hans, krakkana og innanstokks- muni, þó er ég sannfærður um að einhvern veginn muni honum þó lukkast að afla þeim fæðis og fó- tæklegra klæða. Við staðnæmumst við annað hús, þar sem gömul bifreið stendur í skúr. Aron heitir só, sem þar býr. Kona hans, sem bersýnilega ó að nokkru leyti til hvítra forfeðra að telja, vi11 helzt ekki bjóða okkur inn, segir að hún sé að byrja að taka til, en við tölum saman úti f fagurlega hirtum garði hennar. Hún ó 8 börn, hið elzta 10 óra. Eigin- maður hennar hefir 720 krónur í mónaðarkaup. Húsaleigan, en í henni eru skattar líka innifaldir og gjöld vegna trygginga, er hin sama og hjó Abel. Konan þvær fyrir þrjór hvítar fjölskyldur og fær fyrir það góðan skilding. Afkoman? ,,Það slarkar — gengur einhvern veginn". Konan leit vel út, börnin, sem við sóum virtust fó nóg að borða. Svarti strákurinn kom aftur með te í bolla, eftir að við vorum setztir inn í skrifstofu Farquhersons. „Hvað borgar þú honum á mán- uði?" ,,Sem svarar 600 íslenzkum krónum". ,,Má ég tala við hann?" ,,Vel- komið. Komdu hérna „Piccanin". Við köilum þá alltaf Piccanin. Hvað heitir þú eiginlega Piccanin?" „Daniel". Og Daniel er 18 ára gamall. Hann er bæði læs og skrifandi, en hætti í skóla 13 ára vegna þess að faðir hans veiktist. Tveir eldri bræð- ur og móðir hans vinna fyrir veik- um föður og tveim yngri bræðrum. Fjölskyldan býr líka í einu af ein- býlishúsum bæjarins. Húsaleigan er um 320 krónur á mánuði, herbergi sex. Piccanin segist sækja kirkju á sunnudögum. Ekki veit hann nafn þeirrar kirkjudeildar en fullyrðir þó að hún sé ekki kaþólsk. Hann heldur skrifstofunni hreinni og er sendisveinn fyrirtækisins, kemur til vinnu klukkan 9, hættir klukkan fimm, nema á laugardög- um. Þá lýkur hann vinnu um há- degisbil. „Eg skal segja þér íslendingur", mælti Farquherson, „að ég hef aldrei verið stjórnarsinni. Ég hef alltaf verið á móti stjórn- inni. Þetta er, skal ég segja þér, að flestu leyti andskotans óstjórn. En í næstu kosningum þá má vel vera að ég greiði stjórninni mitt atkvæði. Það er ykkur að kenna, þessum bölvuðu þrjótum í Samein- uðu þjóðunum, að ég verð senni- lega að kjósa stjórnarflokkana næst. Látið þið okkur í friði næstu tvo áratugina. Komið þið svo hing- að og sjáið þið hvað við höfum lagt fram til þess að gera blámennina okkar að siðuðum mönnum. Látið þið okkur í friði á meðan. Hvern fjandann eruð þið að abbast upp á okkur? Hvað höfum við gert ykk- ur til óþurftar? Mundu það, íslend- ingur, að hér erum við, bara þrjár milljónir hvítra manna, hérna suður á þessum yzta hjara hins mikla meginlands Afríku. Okkur hefir lukkast á tæpum þrem öldum að byggja hér upp ríki, þar sem okk- ur, hvítu mönnunum, líður betur en í nokkru öðru landi í Afríku, þar sem Svertingjunum líður betur en í öllum öðrum löndum á þessu stóra meginlandi. Finnst þér rétt að við förum að eins og hvítu menn- irnir í löndunum hérna fyrir norð- an, flýjum hina þriggja alda arf- leifð okkar og eftirlátum hana þeim, sem voru hér naktir í skóg- unum, þegar forfeður okkar komu hingað, eftirlátum þeim allt, sem við höfum gert. Nei, minn kæri ís- lendingur. Það gerum við aldrei. Piccanin! Nú man ég að hann heitir Daniel. Daniel! Gefðu okkur meira te". Við tökum til við að ræða um Transkei, fyrsta „sjálfstjórnarrikið" af þeim fimm eða sex, sem for- mælendur ,,apartheit"-stefnunnar segjast ætla að stofna hér í land- inu, fyrsta skrefið, sem stígið er til hins fyrirhugaða suður-afrik- anska samveldis, þar sem borgar- ar allra ríkjanna ,hvítu og svörtu, eiga einhvern tíma að fá fullt jafn- rétti, og Farquherson fullyrðir — eins og fleiri, sem ég hef átt tal við, að þetta sé eina skynsamlega leiðin til þess að hinir svörtu íbúar Afríku verði færir um að stjórna sér farsællega. Ég spyr, hvort hann telji það beztu lausnina á kynþátta- vandamálum Norður-Ameríku, að Svertingjum þar verði fengin ein- hver rikjanna til umráða og að hvítir menn hverfi þaðan. „Ómögulegt. Of seint. Vitanlega hefði það verið eina skynsamlega lausnin fyrir mörgum árum, en nú er það um seinan. Bandaríkjamenn verða að bræða öll sín þjóðarbrot saman í eina heild, en þar, sem unnt er að koma því við er skyn- samlegt að láta hvern og einn vaxa upp úr þeim jarðvegi, sem hann á rætur í til þess þroska, sem hon- um er mögulegur. Annars ættu Ameríkumenn að lita fyrst í sinn eigin barm áður en þeir kasta grjóti í okkur úr sinu glerhúsi. Þeir hafa ekki enn — einni öld eftir að þeir bárust á banaspjót út af inn- fluttum Afríkublámönnum — leyst sin kynþáttavandamál. Hins vegar eru þeir ekki nú í sömu vandræð- um og við með frumbyggjana af ewe Enskir karlmannaskór ^Jívann6erys6raibur VIKAN 12. tbl. — 07

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.