Vikan - 19.03.1964, Page 40
Myrkrið var að skella á. Him-
inninn, sem ekki var lengur gull-
inn af sólsetrinu ,hafði nú tek-
ið á sig dimmbiáan lit, og bjarg-
ið, sem gnæfði hátt uppi yfir
Marian, var dimmt og ógnvekj-
andi.
Það féll óðum að — en mun-
urinn á flóði og fjöru þarna á
ströndinni var margir margi|r
metrar — og öldurnar teygðu
sig upp á klettasylluna, þar sem
hún stóð og þrýsti sér af fremsta
megni upp að snarbröttu og hálu
berginu, meðan hún horfði eft-
irvæntingarfull upp á fjallsbrún-
ina. En hún gat ekki komið auga
á Paul. Brátt mundi flæða yfir
sylluna og öldurnar soga hana
burt.
— Þú verður að hafast við hér
á syllunni, vina mín, hafði hann
sagt. -— Það er ekkert nema
sjálfsmorðstilraun að ætla sér
að klifra hér upp án þess að
hafa taug. En ég verð að reyna
það. Einhvern veginn verð ég að
ná í hjálp!
En hún var viss um, að hon-
um mundi ekki takast það. Eng-
um gat heppnazt þetta. Ekki án
reipis og fjallastígvéla eða nokk-
urrar æfingar. En ekkert af þessu
hafði Paul. Hún horfði upp eft-
ir hrjúfum klettaveggnum og ótt-
aðist að þessi tilraun hans hefði
mistekizt.
— Paul! Paul! Rödd hennar
var hás af hræðslu. — Paul...
Pauli... Paul... Hrópin bergmál-
uðu í klettunum í kring. Ekkert
nema bergmál. Ekkert annað
hljóð og engin hreyfing. Meira
að segja mávarnir virtust hafa
yfirgefið hana.
Marian fann blóðbragð á tungu
sér, en hún gerði sér ekki ljóst,
að hún hafði bitið sig til hlóðs
í vörina. Hún fann engan sárs-
auka. Það var eins og hún væri
dofin. Fingurnir voru sárir og
hnén hrufluð eftir að klifra upp
á sylluna, en skelfingin í huga
hennar yfirgnæfði sársaukann.
Líkami hennar var eins og dauð-
ur. Það var aðeins heilinn, sem
var lifandi og hann sagði henni
að dauðinn væri á næstu grös-
um.