Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 19.03.1964, Qupperneq 43

Vikan - 19.03.1964, Qupperneq 43
ALLTAF FJÖLGAR VOLKSWAGEN VORIÐ ER í NÁND PANTIÐ TÍMANLEGA VOLKSWAGEN ERÆTÍÐ UNGUR „BREYTINGAR“ til þess eins „AÐ BREYTA TIL“ hefir aldrei verið stefna VOLKSWAGEN og' þess vegna getur Volkswagen elzt að árum en þó haldist í háu endursöluverði. — Engu að síður er Volkswagen í fremstu röð tæknilega, því síðan 1948 hafa ekki færri en 900 gagnllegar endurbæt- ur farið fram á honum og nú síðast nýtt hitunarkerfi ★ Gjörið svo vel að líta inn og okkur er ánægja að sýna yður Volkswagen og af- greiða hann fyrir vorið Ferðist í Volkswagen VARAHLUTAÞJÓNUSTA VOLKSWAGEN ER ÞEGAR LANDSKUNN. ÁSTKONA SKALDSINS Framhald af bls. 17. — Oft og mörgum sinnum. Þú gerðir mér bara bilt við. Svo varð þögn. Þung, kæfandi þögn. Nelson tók áttavita úr bókahillunni og skóf undan nögl- um sér með nálinni. Við og við gaut hann augunum á Shirley Hún starði stöðugt á hann. — Þetta ljós fer í augun á mér, sagði hann að lokum. — Viltu kveikja þarna á borðlampanum, ég ætla að slökkva ljósið í loft- inu. Um leið og Shirley teygði sig í borðlampann, sem Nelson vissi að var ekki í sambandi, stökk hann á fætur og slökkti loftljósið. Og í svartamyrkri gerði hann ieifturárás. Hann geystist yfir herbergið að gluggasætinu. Um leið og borðlampinn skall í gólf- ið, fann hann stúlkuna undir sér eitt andartak og peysu hennar strjúkast við andlit hans. 1 sama bili var hún komin fram á gang. Hann heyrði háa hæla hennar glymja við gólfið, meðan hún hljóp gegnum anddyrið. Nokkur andartök lá Nelson í gluggasætinu, lamaður af reiði. Eftir allt þetta ið og bros og kattarmal var stelpan ekkert nema svindl. Bölvað, helvítis svindi. Andstyggilegasti kven- maður á jarðríki. Illa innrætt og kvikindisleg. En jafnvel meðan hann hrúgaði á hana þessum ásökunum, brauzt ábyrgðartil- finningin fram í honum. Það voru að minnsta kosti tvær míl- ur til Gladwyn kvennaskólans. Og kannske rataði hún ekki... Hann átti ekki í neinum erfið- leikum með að finna hana. Þeg- ar hann hafði beint bílnum inn á aðalveginn, glampaði ljóst hár hennar þegar í Ijósunum frá biln- um. Fyrst neitaði hún að koma upp í bílinn. Hann ók hægt við hlið hennar, þar til hún hafði sannfærzt um, að hann myndi ekki veitast að henni á nýjan leik. Þá loks opnaði hún bílhurð- ina og settist við hlið hans. Reiðiþrungin þögn hjúpaði þau, það sem eftir var leiðarinnar til Gladwyn kvennaskólans. Hann hleypti henni út við dyr heima- visarinnar, og ók svo á sjötíu kílómetra hraða aftur heim, kreistandi stýrið þar til hann verkjaði í hnúana. Þetta var endirinn. Þegar hann vaknaði morguninn eftir, ákvað hann að slá striki yfir það sem gerst hafði, þurrka það gersam- lega út, eins og villu á pappír. Það undarlega var, að það var ekki erfitt. Það erfiðasta hlaut að verða það, að horfast í augu við Woody Whales. Allt í einu fann Nelson, að hann hataði Woody af öllu hjarta, og allan sunnudaginn forðaðist hann að verða á vegi hans. Hann var að koma út úr bókasafninu á sunnudagskvöld- ið, þegar Harry Harriman, strákur úr efsta bekk, sem aldrei hafði virt Nelson viðlits, sló á bakið á honum og sagði: — Til hamingju, manni. Þegar hann kom inn í heima- vistarhúsið, kallaði Paul Ackerly innan úr reykstofunni: — Rýmið til fyrir elskhuganum. Og þegar hann opnaði sínar eigin herbergisdyr, stökk Woody á fætur og heilsaði honum, eins og þeir væru vinir. — Hæ, Harris.. Hvar hefur þú haldið þig í allan dag? Vissirðu, að stelpan gleymdi töskunni sinni hér? Woody leit niður fyrir sig. — Ég er enginn snuðrari, Harris, en ég varð að gá í töskuna, til þess að vita hver ætti hana. Ég veit það, Woody, svaraði Nelson, og hafði á tilfinningunni, að honum hefði á einhvern hátt opnazt ný brú þar sem allt virt- ist lokað. — Láttu mig fá hana. Ég ætla að færa henni hana. Þegar hann var kominn inn í bílinn, opnaði hann töskuna og skoðaði í hana. Þar fann hann skýringuna, snyrtilega saman- brotna: Sokkabandabeltið. Hann samdi frið við Shirley um kvöldið. Hann lofaði að snerta hana ekki, og þau voru vinir á ný. Eftir að þau höfðu farið tvisvar sinnum í kvik- myndahús, samþykkti hún meira að segja að heimsækja hann aft- ur á herbergið hans og spila við hann lúdó framan við logandi arininn. Og bráðlega varð þetta fastur liður - fara í bíó, fá sér snarl á sjoppu, fara heim í her- bergi að spila lúdó, meðan bind- ið hans gegndi störfum dyra- varðar á hurðarhúninum. Þau voru bara kunningjar, sem eyddu kvöldstund á notalegan hátt í návist hvors annars. En þegar vorið kom, og heim- sóknir Shirley hættu mjög skyndilega, af því að hún féll á prófinu og fór heim til að vinna í verzlun föður síns, birt- ist í sklóablaðinu hrífandi dap- ui'legt ljóð um unga, fallega stúlku, sem lézt mjög sorglega af fósturláti ,og Nelson Harris var kjörinn forseti skólafélagsins fyrir komandi skólaár. ★ Hvað var lögreglan í Dallas að hugsa? Framhaíd af bls. 20. riffli. Glæpasérfræðingar heims- ins bera brigður á þetta sem sönnunargagn: Hann getur líka hafa fengið púðrið á kinnina þeg- ar hann skaut af skammbyssunni •— það er eftir því, hvernig henni er haldið. í herberginu, sem skotið var frá, fann lögreglan m.a. hálfétinn kjúkling og tóma gosdrykkja- flösku. Dallaslögreglan gerði hvorugt — að dæla upp úr Os- wald eða láta hann laxera, en hvort tveggja hefði getað leitt í ljós, hvort hann hefði neytt kjúklingsins og gosdrykkjarins. Hefði svo verið, gæti það atriði hafa orðið þungt á metunum. Við húsrannsókn í híbýlum Oswalds fannst kort, þar sem leið Kennedys um Dallas var merkt, og þrír mögulegir staðir til að skjóta frá námsbókabygg- ingunni þangað sem forsetinn var myrtur voru merktir með penna- striki. Þetta kvað Dallaslögregl- an styrkja þann grun, að Oswald væri morðinginn. Ef Dallaslög- reglan sjálf -— eða einhverjir aðrir —eru við morðið riðnir, var leikur einn að koma kortinu fyrir í húsnæði Oswalds til þess að hlaða glóðum elds að höfði hans. Eftir að hafa látið sér mistak- ast að fá almennileg fingraför af riffli Oswalds, tilkynnti Dallas- lögreglan, að á honum hefðu fundist þræðir úr fötum Oswalds. Þetta var nokkrum dögum eftir morðið. Þetta vakti talsverðan úlfaþyt, þar sem ljósmyndir og sjónvarpsmyndir hafa sýnt, hversu kæruleysislega lögreglan handfjatlaði riffilinn, enda voru einu skýru fingraförin á honum af lögreglumönnunum sjálfum. Hvernig stóð á því að Dallas- lögreglan þorði að fullyrða, þeg- ar eftir morðið á Oswald, að rannsókninni á vígi forsetans væri þar með lokið? Hvað eftir annað fullyrti Fritz lögreglufor- ingi í Dallas, að frekari rann- VIKAN 12. tbl. —

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.