Vikan


Vikan - 17.12.1964, Blaðsíða 5

Vikan - 17.12.1964, Blaðsíða 5
! . - •- ífÍÍplípll - '' :'-: •• ■ ’: ' ,: ••••■ ■ >.-»•.,• •<'••■ •■■■■•• ••'::- ■■ ■ ■ -•V'-í; " . • •■ . ' j :•■■•••;.•■.:. ■ ; ■'.;• >• • W5& ■/ • | -Hí • MM Þannig var miöbik Kanpmannahafnar oröið 175 árum áöur en myndin af Rcykjavík hér til vinstri var gerð. Húsið fyrir miðju er ráðhúsið og turn Frúarkirkju aö baki. Sagt var að sumar hallirnar skörtuðu koparþökum úr kirkjugripum, sem fiuttir voru frá íslandi og bræddir upp. TVÆR ALDIR " A EæL D F I M U KIRKJULOFTI Árni Magnússon ónafnaSi Kaupmannahafnarhóskóla handrita- safn sitt eftir sinn dag. Eins og þó hagaði til, var naumast um neitt annað að ræða fyrir hann, enda var háskólinn þá um leið æðsta menntastofnun Islendinga. Islenzkir menntamenn urðu að sækja þangað til lærdóms; Danir höfðu ékki komið upp neinni slikri menntastofnun á íslandi fremur en öðru. í Kaupmannahöfn var helzt um þær fjárveitingar að ræða, sem nauðsynlegar voru til þess að handritasafn eins og þetta kæmi að notum. Á íslandi var hverskonar menntun enginn samastaður búinn,- þar var ekki eitt einasta bókasafn til, ekki einu sinni ólekt hús. Eftir að handritasafn Árna Magnússonar fór úr öskunni í eldinn og eyddist að parti í borgarbrunanum mikla árið 1728, þá var eftirhreytunum holað upp á hanabjláka yfir Þrenningarkirkjunni og þar fengu þessar margumræddu skinnbækur að dúsa á eld- fimu kirkjulofti í rúmar tvær aldir. Það verður að skoðast sem hver annar happdrættisvinningur að handritin skyldu ekki eyðast endanlega í þeirri vist. Virðast þessir dýrgripir þá hafa verið verðlitlir í augum Dana og skýtur nú mjög skökku við, er einn » menntamaður þeirra hefur verðlagt handritin á hundrað milljónir dollara, — hvernig sem það er nú annars hægt að verðleggja slíkt. En hann gleymdi að geta þess um leið, máðurinn, hvernig Danir hlúðu að þessum menningarverðmæturh í liðlega tvær aldir. Um það er ekki gott að fullyrða, hvað orðið hefði um hand- ritin, ef söfnun Árna Magnússonar hefði aldrei til komið. Mörg þeirra voru ættargripir og geymd vel. En sökum óstjórnar og al- menns hallæris í landinu voru vel flest húsakynni lek. Samt batn- aði ævi handritanna ekki til muna í kóngsins Kaupinhöfn. Á kirkjuloftinu, eða „á turni" eins og Islendingar nefndu það, var ýmist brennandi hiti á sumrum eða brunagaddur á vetrum og engin upphitun var á hanabjálkanum allan þann tíma sem Jón Grunnvíkingur stóð þar við púlt sitt. Jón Helgason, prófessor, hefur lengst af unnið við handritin þarna á loftinu og allt til þess tíma er Danir fluttu þau í Framliald á bls. 37. VH£AN 51. tw. 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.