Vikan - 17.12.1964, Qupperneq 15
anna. Farþegarnir, aðallega bænd-
ur á leið aftur til Grikklands, eftir
helgardvöl með kunningium og vin-
um í Tyrklandi, héngu út um glugg-
ana og skvöldruðu við fjöldann á
stéttinni.
Lengra burtu, þar sem stöðvar-
lýsingunni lauk og dökkblá nóttin
tók við og stiörnurnar skinu gegn-
um svartan kjaft stöðvarinnar, sá
Bond rauðan punkt verða að græn-
um.
Stöðvarstiórinn kom nær. Braut-
arvörður í brúnum einkennisklæð-
um klappaði á handlegg Bonds. —•
En oviture, s'il vous plait. Tveir
ríkmannlegir Tyrkir kysstu ástmeyi-
ar sínar, þær voru of fallegar til
að geta verið konur þeirra — og
stigu hlæjandi upp í lestina. Fleiri
farþegar voru ekki eftir á pallin-
um. Lestarvörðurinn leit óþolinmóð-
ur á hávaxna Bretann, tók brautar-
tröppurnar og hvarf með þær inn í
lestina. Stöðvarstiórinn gekk ákveð-
inn framhjá Bond. Senn hafði hann
farið meðfram allri lestinni og þá
myndi hann lyfta græna flagginu.
Enginn kom hlaupandi eftir pall-
inum í áttina frá guichet. Hátt uppi,
fyrir ofan guichet, rétt upp undir
þaki stöðvarinnar tók stóri vísir
stóru, uppliómuðu klukkunnar,
stökk áfram og stóð á tólf. Klukk-
an var níu. Glugga var rennt nið-
ur fyrir ofan höfuð Bonds. Bond
leit upp. Það fyrsta sem honum
datt í hug, var að svört slæðan væri
ekki nógu vel sett upp. Tilraunin
til að dylia þennan tiáningaríka
munn og þessi spenntu bláu augu,
var misheppnuð.
— Fljótur.
Lestin var komin af stað. Bond
teygði sig f hnadfang og sveiflaði
sér upp í vagninn. Lestarvörðurinn
hélt ennþá opnum dyrunum. Bond
flýtti sér inn.
— Madam var sein, sagði lestar-
vörðurinn. — Hún kom í gegnum
ganginn. Hún hlýtur að hafa komið
inn um aftasta vagninn.
Bond flýtti sér niður teppalagð-
an ganginn í áttina að miðklefan-
um. Tölustafurinn sjö stóð í svörtu
á hvítu málmskilti. Dyrnar voru í
hálfa gátt. Bond flýtti sér inn og
lokaði á eftir sér. Stúlkan hafði
tekið af sér slæðuna og svartan
stráhattinn. Hún sat í horninu við
gluggann. Síður, vel sniðinn pels-
inn, var opinn að framan og sýndi
drapplita blússu og fellt pils í sama
lit, hunangslita næionsokka, svart
krókódílsskinnbelti og samlita skó.
Hún virtist f fullkomnu jafnvægi.
— Þú treystir mér ekki, James.
Hann settist niður við hlið henn-
ar.
— Tania, sagði hann. — Ef það
væri svolítið meira rúm hérna,
myndi ég leggja þig yfir hné mér
og rassskella þig. Eg hafði nærri
fengið hjartaslag. Hvað kom fyrir
þig?
— Ekkert, sagði Tatiana sak-
leysislega. — Hvað gat gerzt? Eg
sagðist myndi verða hér og hér
er ég. Þú treystir mér bara ekki.
Og af því að ég veit, að þú hef-
ur meiri áhuga fyrir heimanmundi
mínum en mér, get ég sagt þér,
að hann er þarna uppi.
Bond leit kæruleysislega upp.
Stór taska stóð á farangursnetinu
við hliðina á tösku hans. Hann tók
um hönd hennar. — Guði sé lof,
að það hefur ekkert komið fyrir þig.
Eitthvað í augum hans, ef til vill
sektarmeðvitund, vegna þess að
hann varð að viðurkenna fyrir sjálf-
um sér, að hann hafði haft meiri
áhuga fyrir stúlkunni en vélinni,
olli henni ánægju. Hún hélt ánægð
í hönd hans og hallaði sér aftur
á bak í horninu.
Lestin paufaðist hægt fram hjá
Seraglio Point. Með þeirri hend-
inni, sem laus var, tók Bond upp
sígarettu og kveikti í. Honum flaug
í hug að bráðum myndu þau fara
fram hjá stóru girðingunni, sem
Krilencu hefði átt heima bak við
— þar til fyrir minna en tuttugu
og fjórum klukkustundum. Bond sá
fyrir sér atburðinn í hverju smá-
atriði. Hvítar krossgöturnar, menn-
ina tvo í skugganum, manninn, sem
skreið út á milli rósrauðra varanna.
Stúlkan horfði ástúðlega á and-
lit hans. Hvað var hann að hugsa?
Hvað fór fram bak við þessi köldu,
stöðugu. grábláu augu, sem stund-
um urðu mjúk, stundum eins og
síðustu nótt, áður en ástriða hans
brann út í örmum hennar, glitrandi
eins og demantar. Nú var yfir þeim
ský ókunnugra hugsana. Hafði hann
áhyggiur af þeim? Hafði hann
áhvggjur af öryggi þeirra? Ef að-
eins hún mætti segja honum, að
það væri ekkert að óttast. Að hann
væri aðeins vegabréf hennar tii þess
að komast til Englands — hann og
stóra taskan, sem umdæmisstjóri
Rússanna hafði látið hana hafa
sama kvöldið í skrifstofunni. Um-
dæmisstjórinn hafði meira að segja
sagt þetta sama: — Hann er vega-
bréf þitt til Englands, félagi lið-
þjálfi, sagði hann glaðlega. —
Sjáðu. Hann opnaði kassann: Glæ-
ný Spektorvél. Gættu þess að opna
ekki kassann aftur eða sleppa hon-
um út úr klefanum þínum, þangað
til þú kemst alla leið. Annars tekur
Bretinn hana frá þér og kastar þér
í burtu eins og ónýtri tusku. Það
er vélin, sem þeir vilja. Láttu þá
ekki taka hana frá þér. Annars
hefurðu brugðizt skyldu þinni. Er
það skilið?
Merkjastólpa brá fyrir í bláu
rökkrinu fyrir utan gluggann. Tati-
ana horfði á Bond rísa á fætur,
draga niður gluggann og píra út í
rökkrið. Líkami hans var nærri
henni. Hún hreyfði hnéð, svo það
snerti hann. Hún var undarleg,
þessi ástríðufulla blíða, sem hafði
fyllt hana, síðan hún hafði séð
hann standa nakinn við gluggann,
kvöldið áður og halda gluggatjöld-
unum frá. Vangasvipurinn undir
úfnu, dökku hárinu, bjartur og föl-
ur í tunglsljósinu. Og síðan þessi
óvenjulega sameining augna þeirra
og líkama, glóðin, sem skyndilega
kviknaði milli þeirra — milli tveggja
leyniþjónustustarfsmanna, sem
óvinaherbúðir höfðu kastað hvor-
um í fangið á öðrum, hvort um
sig, niðursokkið í samsæri gegn
landi og þjóð hins, óvinir að starfi,
en samkvæmt skipun stjórna sinna
elskhugar um hríð.
Tatiana teygði út handlegginn og
tók í frakka Bonds og togaði í.
Bond dró upp gluggann og sneri
sér við. Svo hallaði hann sér áfram,
lagði hendurnar á loðfeldinn yfir
brjóstum hennar og kvssti hana
fast á varirnar. Tatiana hallaði sér
aftur á bak og dró hann með sér.
Það var barið tvívegis á dvrn-
ar. Bond reis á fætur. Hann dró
upp vasaklútinn sinn og flýtti sér
að nudda varalitinn af vöru^um.
— Þetta hlýtur að vera Kerim vin-
ur minn, sagði hann. — Eg verð að
tala við hann. Fa skal seg;a lestar-
verðirum að búa um. Vertu hé-n
kyrr meðan hann qerir bað. Eg
verð ekki lenni. Eg \'erð að->irs
fvrir framan dyrnar. Hann hallaði
sér áfram og snerti hönd hennar
og horfði á stór auqu hennar og
hálfopinn munn. — Við höfum ai;n
nóttina fyrir okkur sjálf. Fyrst verð
ég að ganga úr skuqga um örvgoi
þitt. Hann opnaði dyrnar og renndi
sér út fyrir.
Stórvaxinn líkami Kerims fyllti
út í ganginn. Hann hallaði sér
upp að koparhandriðinu, reykti oq
starði fýluleqa út á Marmarahafið,
sem minnkaði eftir því sem löng
lestin fjarlægðist ströndina á leið
inn í landið og norðureftir. Bond
hallaði sér uop að riðinu við hlið
hans. Kerim horfði á spegilmynd
Bonds í dökkum giugganum. Svo
sagði hann lágt:
— Fréttirnar eru ekki góðar. Þeir
eru þrír í lestinni.
— Ah! Það fór rafstraumur eftir
mænu Bonds.
— Þoð eru þessir þrír ókunnu.
sem við sáum þarna í skrifstof-
unni. Þeir eru greinilega á eftir
þér og stú'kunni. Kerim leit snöggt
til hliðar. — Þá hlýtur hún að vera
svikari. Eða hvað?
Bond hélt huganum köldum. Svo
stúlkan hafði verið beita. Og þó.
Og þó. Nei, andskotinn eigi það.
Hún gat ekki hafa verið að leika.
Það var óhugsandi. Dulmálsvélin?
Kannske hún væri ekki í töskunni
þegar allt kæmi til alls. — Bíddu
aðeins, sagði hann. Hann sneri sér
við og barði lauslega á dyrnar.
Hann heyrði hana snúa lyklinum
lauslega í skránni og losa keðjuna.
Hann fór inn og lokaði dyrunum.
Hún varð undrandi á svipinn. Hún
hélt að þetta væri lestarvörðurinn,
sem hefði komið til að búa um rúm-
ið.
Hún brosti geislandi brosi: —
Ertu búinn?
— Setztu niður, Tatiana, ég verð
að ta'a við þig.
Hún sá kuldann í andliti hans
og brosið dó á vörum hennar. Hlýð-
in settist hún niður með hendur í
kjöltu.
Bond stcð yfir henni. Var sekt
á andliti hennar eða ótti? Nei,
aðeins undrun og kuldi í samræmi
við hans eigin andlitssvip.
— Hlustaðu nú, Tatiana. Það hef-
ur svolítið komið fyrir. Ég verð að
líta þarna í töskuna og sjá hvrot
vélin er þar.
Hún sagði svipbrigðalaust: —
Taktu hana þá niður og gáðu. Hún
skoðaði hendur sínar í kjöltunni.
Svo það var komið að því. Eins
og umdæmisstjórinn sagði: Þeir
æt'uðu að taka vélina og kasta
henr.i frá sér, kannske láta reka
hana úr lestinni. Myndi þessi mað-
ur gera henni það?
Bond teygði sig upp, tók niður
þunga töskuna og setti hana á
sætið. Hann dró rennilásinn til hlið-
ar og opnaði. Jú, þarna var grár
emileraður málmkassi með þremur
rcðurn af lyklum, rétt eins og rit-
vél. Hann hallaði töskunni opinni
í áttina til hennar. — Er þetta Spekt-
or? Hún leit aðeins ofan í opna
töskuna.
— Já.
Bond lokaði leðurtöskunni og
setti hana aftur upp í hilluna. Hann
settist niður við hlið stúlkunnar.
— Það eru þrír MGB menn í lest-
inni. Við vitum, að þeir eru menn-
irnir, sem komu til bækistöðva
þinna á mánudaginn. Hvað eru
þeir að gera hér, Tatiana? Rödd
Bonds varð lág og mjúk. Hann
horfði á hana og rannsakaði hana
með öllum sínum skilningarvitum.
Hún leit upp. Það voru tár f
augum hennar. Voru það tár barns,
sem komizt hafði upp um? En það
vottaði ekki fyrir sekt í andliti
hennar. Hún virtist aðeins skelfd
við eitthvað. Hún rétti fram hönd-
ina og dró hana svo að sér aftur.
Framhald á bls. 44.
VIKAN 51. tW. — JtJ