Vikan - 17.12.1964, Page 16
4
SKEMMTILEGAR JÓLASKREYTINGAR
Ef ykkur vantar jólaskreytingar í stofumar eða á matborðið, þá er
mjög auðvelt að búa þær til og það er ekkert smáræði sem hægt er
að spara með því móti. Hér eru nokkrar góðar hugmyndir.
Fyrsta skreytingin er mjög auðveld. Kúpt glerskál, sem gjarnan má
skreyta með álímdum stjörnum úr gull- og silfurpappír, er fyllt sandi.
í sandinn er stungið kertum, grenigreinum, greinum með rauðum berj.
um og ýmsu jólaskrauti, sem handbært er. Þetta er einfalt og fallegt.
Önnur er fallega lagaður steinn, sem lakkaður er með glæru eða
mislitu lakki. Hann er notaður sem sökkull undir kerti, greinar og
alls konar skrautkvisti, sem festir eru á steininn með gipsi.
Þriðja er köggull úr kítti, sem lagaður er í fjallsmynd, og settur á
stráfat eða laglegan disk. Stóru kerti er stungið í kíttið, sem síðan
er hulið mosa. Mosinn er festur á kíttið með eldspýtum, og svo er
þetta skreytt með grenikönglum, sem festir eru á endann á band-
prjónum, grenigreinum og einum litla jólaenglinum, sem talað er um
annarsstaðar í þessari opnu.
Sú fjórða er falleg skreyting á borð. Það er lítið jólatré, búið til með
því að vefja saman stálvír. Neðst á kertin er festur kragi úr gull-
pappír og síðan eru þau fest á vírendana, með því að bora göt á kertis-
botninn með heitum bandprjóni. Um leið og stofninn er vafinn, eru
grenigreinar fléttaðar með, og auðu blettirnir vafðir síðast með mis-
litu garni. Þrír til fjórir fætur halda ,,trénu" stöðugu.
ENGLAR MEÐ LIÐAÐ HÁR
ÚR ULLARGARNI
Efnið er gylltur pappír, glanspappír, hvítur
kartonpapír, svolítið ullargarn og lím.
Teiknaðu hring, 7 cm radíus, á gyllta
pappírinn. (Ef þú hefir ekki sirkil eða rúðu-
pappír má nota hæfilega stóran disk fyrir
kjólinn, og lítið glas fyrir kragann).
Skiptu hringnum 1 tvennt, það er aðeins
notaður hálfur hringur í hvern kjól. Þessi
hálfhringur er límdur saman, eins og kram-
arhús. Kraginn er hringur, 2‘/2 cm radíus,
úr glanspappír og líka límdur saman eins og
kramarhús, en nú er allur hringurinn notaður.
Vængirnir eru teiknaðir eftir mynztrinu
á kartonpappírinn, sem er brotinn saman,
þannig að vængirnir tveir, sem klipptir eru
í einu, verði fastir saman, svo eru þeir límd-
ir á kragann að aftan. Höfuðið er hvít bréf-
kúla (sem líklega er hægt að fá í blóma-
eða tómstundabúðum). Andlitið er málað
bleikt og hársvörðurinn gulur eða brúnn.
Hárið er búið til með því að vefja ullar-
gami fast utan um bandprjón, haldið yfir
gufu og síðan látið þorna á prjóninum.
Prjónninn er svo dreginn úr og hárið límt
á kúluna, þar sem hársvörðurinn var litaður.
Höfuðið fest á búkinn, með því að stinga
eldspýtu upp í kúluna, stinga henni síðan
í gegnum kragann og kjólinn, og líma hana
svo fasta innan í kjólnum, þannig að höfuð-
ið hallist aðeins fram.
FLÖSKUR í
HÁTÍÐARBÚNINGI
0 Þa'ð hefir löngum þótt gott að fá
eitthvað á jólapelann, og vínflaska
getur verið skemmtileg jólagjöf,
sérstaklega ef hún er skreytt á eftir-
farandi hátt: Flaskan er vafin krep-
pappírsræmum. Fyrir höfuð má
nota jólatréskúlu, sem límd er föst
á tappann. Biskupsstafurinn er bú-
inn til úr stálvír eða pípuhreinsara,
húfan úr pappír, englavængirnir úr
þykkum teiknipappír og andlit mál-
að á kúluna. Hár og skegg er búið
til úr pappírsræmum, sem eru vafð-
ar fast upp á bandprjón, þannig að
þær krullist í endann.
FALLEGA SKREYTT
COCA-COLA FLASKA
Þessi mynd þarf eiginlega ekki skýr-
ingar við: í höfuðið má nota jóla-
tréskúlu úr plasti, og í fötin krep-
pappír eða pjötlur.