Vikan - 17.12.1964, Qupperneq 18
GREIN: GUÐMUNDUR KARLSSON.
MYNDIR: KRISTJÁN MAGNÚSSON.
„Geysir er frægastur goshvera“. Þetta er
fullyrðing, sem vafalaust hefur veriS
sönn, en er nú að verða vafasöm. Þessi
heimsfrægi goshver hefur nú varla bært
á sér í heilan áratug, en ferðamenn eru
enn fluttir austur í Haukadal til að skoða
þetta náttúruundur, og fara þaðan von-
sviknir aftur.
Það er kominn tími til að eitthvað raun-
hæft sé gert til að endurlífga þetta stolt
íslendinga, - en að öllu slíku verður að
fara með mestu gát.
Sigurður Hallsson, verkfræðingur, hefir undanfarin ór,
eða síðan 1958, unnið að margvíslegum athugunum
og rannsóknum ó Geysi, fyrst og fremst í þeim til-
gangi að komast að því hvað það er, sem hindrar
hann í að gjósa, og hvernig mætti helzt lifga Geysi
við á ný.
Það er ekki svo að skilja, að ekki hafi fleiri visinda-
menn rannsakað Geysi á einhvern hátt. Þeir eru
orðnir æðimargir, bæði erlendir og innlendir, og hafa
komizt að næstum því jafn mörgum niðurstöðum.
Heilar bækur hafa verið ritaðar um niðurstöður þessara
rannsókna, óteljandi hitamælingar gerðar og línurit af vatns-
rennsli, vatnsmagni, vatnshita á mismunandi dýpi, kisilmagni
og mörgu fleira.
Auðvitað ber flestum þessara mælinga saman, því þar er
ekki gizkað á neitt né áætlað. Annað er aftur á móti uppi á
teningnum þegar að því kemur að draga niðurstöður af þess-
um mælingum og gera tillögur um endurbætur. Menn hafa
meir að segja alls ekki verið á einni og sömu skoðun um það
hver ástæðan sé fyrir því að Geysir gjósi yfirleitt, né hvað
gera skuli til þess að ýta undir gosin hjá honum. Sérstök nefnd,
með sex mætum mönnum, var skipuð 1953, til að gera til-
lögur um endurbætur við Geysi og stýra þeim framkvæmdum,
en ekki er vitað til þess að ráðizt hafi verið í neinar fram-
kvæmdir enn, aðrar en ýmiskonar athuganir og rannsóknir á
goshvernum sjálfum, og ýmsar lagfæringar í kringum hann.
A hverju ári er vafalaust varið hundruð þúsunda króna,
ef ekki milljónum til landkynningar erlendis, og varla er svo
minnzt á ísland þar, að Geysir sé ekki nefndur um leið. Þá
er þessu venjulegast lýst sem einu mesta furðuverki veraldar,
sem enginn má láta hjá líða að koma og sjá til að geta
Jg — VIKAN 51. tbl.