Vikan - 17.12.1964, Side 19
:
<l Sumir lögSu sig í beina lífshættu til að að-
stoSa viS tilraunina. Hér er einn fullhuginn aS
sýna jafnvægislistir úti í sjóSandi vatninu, til
aS hjólpa til. SigurSur Hallsson er þriðji maSur
fró vinstri.
<) Aldrei tókst aS lækka vatniS meir en sést ó
þessari mynd, en þó varS órangur af tilraun-
inni, þvi þaS sannaSist aS hiti yfirborSsins
hækkaSi eftir því sem lækkaSi meira í skólinni.
mm
dáið með frið í hjarta. Því er aldrei gleymt að nafnið Geysir hefur verið
tekið upp á öðrum tungumálum og notað um allflesta goshveri veraldar,
en þetta sé langalangafi þeirra allra og auðvitað sá langalangmesti og
tignarlegasti.
Þeir eru heldur ekki fáir, erlendu ferðamennirnir, sem hafa farið austur
í Haukadal til að líta með eigin augum þetta stórbrotna náttúrufyrirbrigði,
og vafalaust hafa þeir síðan ekki verið með neitt rex út af því þótt þeir
hrykkju uppaf, þegar þeir komust að raun um hve auðvelt er að plata
þá með ósönnum skrumauglýsingum um stórbrotin náttúrufyrirbæri langt
norður í Ishafi.
Það þótti lengi vel einn bezti brandarinn um góða sölumennsku, þegar
einhverjum tókst að selja eskimóum ísskáp. En ég held satt að segja að
það slái allt út, þegar hópar ferðamanna eru narraðir norður til íslands
og þar í rúman hundrað kílómetra akstur eftir veraldar vafasömustu vegum,
til að horfa á heimsins stærsta goshver — sem ekki gýs. Ef þessu heldur
áfram, er ekki að efa að Geysir verður frægur á nýjan leik, en varla á
sama hátt og áður.
í lítilli bók, eftir Trausta Einarsson, sem Geysisnefnd hefur nýlega
gefið út, er formáli ritaður af Birgi Thorlacíus, ráðuneytisstjóra. Hann hefst
á þessari setningu: „Geysir í Haukadal er frægastur goshvera." Þarna er
ekkert slegið af, engin ,ef, nema, en, þótt, eða að undanskildu". Ekki
einu sinni miðað við fólksfgjölda.
En frægasti goshverinn liggur nú í dvala, og bærir ekki á sér nema
ef vera skyldi að einhver vildi troða ofan í hann 70 kílóum af sápu, rétt
eins og hellt væri brennivíni ofan í dauðvona mann. En raunverulegar
lífgunartilraunir hafa engar verið gerðar.
Þótt einkennilegt megi virðast, þá er tiltölulega skammt síðan að íslend-
ingar eignuðust Geysi. í rúm fjörutíu ár, eða frá 1894 til 1935 var hann í
eigu erlendra manna, þangað til Sigurður Jónasson forstjóri keypti hann
fyrir eigið fé og gaf hann ríkinu, ásamt nokkurri landspildu umhverfis
hann og örðum hverum þar.
Þegar hann komst í eigu þessara erlendu aðila, lá Geysir í dvala eins
og oft endranær, en 1896 urðu landsskjálftar á svæðinu og hann fór að
gjósa á ný og hélt því áfram meira og minna í um 20 ár, en á tíma-
bilinu 1915 til 1935 gaus hann mjög sjaldan. Eftir að íslenzka ríkið eign-
aðist hann, tóku sig til þrír menn, þeir dr. Trausti Einarsson, Jón Jónsson
frá Laug og Guðmundur Gíslason læknir, og hjuggu rauf í kísilskálina,
sem ávallt hækkar ár frá ári. Við þetta lækkaði vatnið í skálinni og
Geysir rauk aftur upp úr öllu valdi, og hélt því áfram lengi vel, þar til
fyrir um 10 árum síðan að hann gafst upp á nýjan leik. Síðan hefur
ýmislegt verið gert til að rannsaka hverinn, eins og áður er sagt, og
ýmsar framkvæmdir bollalagðar, en ekkert orðið úr framkvæmdum enn,
— kannske vegna þess að enginn veit með vissu hvað að er, eða hvaði1
gera skuli. Sumir vilja ólmir fara með stóran jarðbor þangað austur, stinga
honum ofan ( kokið á Geysi og reyna að hreinsa hann út, en aðrir vilja
fara með löndum og reyna aðra hættuminni aðferðir fyrst, eins og að
lækka einu sinni enn vatnið í skálinni og vita hvað skeður áður en lagt
er í meiriháttar skurðaðgerð.
Það sem ferðamenn sjá, þegar þeir koma að Geysi, er fyrst og fremst
töluvert hár hóll, myndaður að mestu af kísil úr vatni hversins. Ekki hefur
verið unnt að ákveða aldur hans með nokkurri vissu, en flestir eru sam-
mála um að hann hafi verið til um 1300, o§ aðrir hallast að þeirri skoð-
un að Geysir sé um 4000 ára gamall og kannske jafnvel eldri. Sú skoðun
er byggð á jarðvegsrannsóknum á svæðinu og kísilmagninu, sem runnið
hefur úr hvernum. Það er ákveðið magn k(sils, sem kemur upp úr hvern-
um, líklega ekki langt frá 45 tonnum á ári, og út frá því má áætla laus-
lega hve lengi Geysir hefur verið til. Sl(k áætlun er þó engan veginn
örugg, því kfsilmagnið getur hafa breytzt, — og ekki heldur gott að sjá
hvað hefur komið upp úr Geysi eða öðrum nálægum hverum.
VXKAN 51. tbl. —