Vikan - 17.12.1964, Page 21
Þessi mynd var tekin þegar
VIKAN fór með litla dælu
austur til að reyna að lækka
í skólinni. Tilraunin heppn-
aðist ekki vegna þess að
dælan var of afkastalítil, en
þó tókst að lækka vatnið
nokkuð eins og sjó mó ó
myndinni, en hvita röndin
sýnir hvar vatnsyfirborðið
var óður. Sigurður Hallsson,
verkfræðingur, er að mæla
hitann í vatninu. 'C'
<0 Önnur tilraun var gerð í sum-
ar til að lækka vatnið í skól-
inni, en mistókst vegna ófull-
kominna tækja. Mikill óhugi var
þó ríkjandi meðal óhorfenda ó
að hjólpa til.
Ófullkomin tæki hafa hóð öllum
tilraunum til þessa. O
í vatninu og kaldara vatnið frá yfirborðinu leitar niður á við og kælir þar.
Því kaldara, sem yfirborðsvatnið er, því meira kælir það niður á við. Og
því stærri sem yfirborðsflötur vatnsins í skálinni er, því meiri kæling verð-
ur á vatninu þar. Ef yfirborðið í skálinni sjálfri væri lækkað með einhverj-
um ráðum, mundi yfirborðið minnka um leið, vegna þess að skálin mjókk-
ar mikið eftir því sem neðar dregur, og kælingin mundi verða minni. Um
leið mundi þungi vatnsins í skálinni minnka, og minna afl þurfa til að
losa það úr skálinni, og jafnframt gera gos auðveldara. Það er einmitt
þetta, sem skeði, þegar raufin var höggvin í skálina forðum. Þá lækkaði
yfirborðið og minnkaði um leið að ummáli. En síðan hefur kísill hlaðizt
aftur upp í raufina og jafnvægið, sem komið var á, raskazt. En rannsókn-
ir benda til þess að ekki sé langt frá að kísillagið hækki um ca. 1 cm
á ári hverju að jafnaði. Ef- það reynist rétt, hefði raufin, sem höggvin
var í skálarbarminn 1935, hækkað um 30 cm síðan.
Allar líkur benda til þess, að einhversstaðar sé hægt að finna þá hæð
yfirborðsins í skálinni, að æskilegt jafnvægi myndist til þess að Geysir geti
lifnað við að nýju og endurreist sína fornu frægð.
Til þess að lækka vatnið í skálinni er hægt að viðhafa ýmsar aðferðir.
Auðvitað mætti enn höggva úr gömlu raufinni og dýpka hana. Þá mætti
einnig bora frárennslispípu eða op frá skálinni á ská niður í gegnum kísil-
bunguna, með frárennsli þar fyrir neðan. Hægt væri einnig með litlum til-
kostnaði að lækka skálarbarmana allt í kring, svo snyrtilegt sé, en kísil-
myndunin læknar öll slík sár á mjög skömmum tíma.
Svo einföld sem þessi ráðstöfun kann að virðast, þá er ennþá ein-
faldara að sannreyna hvort hún mundi duga, og með slíkri prófun þarf
alls enga röskun að gera á nokkrum hlut við hverinn og tilkostnaður yrði lítill.
Til slíkrar prófunar má einfaldlega dæla vatninu úr skálinni og prófa
sig áfram með mismunandi yfirborðshæð, þar til æskilegu jafnvægi er náð.
Ef slík tilraun heppnast og Geysir fer aftur að giósa á meðan á þeim
stendur, liggur einfaldasta, ódýrasta og snyrtilegasta lausnin beint fyrir
— að útbúa skálina þannig að lækka megi í henni vatnið eftir þörfum,
og láta gamla Geysi giósa eftir skipun.
Þeir menn eru að sjálfsögðu til, sem ekki trúa því að það sé nóg að
lækka vatnið í skálinni til þess að Geysir gjósi, og sumir ganga jafnvel svo
langt, að þeir vilja engar vöflur á því hafa, heldur fara með bor austur,
reka hann ofan í hverinn og bora hann út. í sjálfu sér væri kannske ekkert
við því að segja, ef vissa væri fyrir því að með því væri hægt að lífga
hverinn við. En því miður eru ástæður til að ætla að slíkt sé aðeins
skot út í myrkrið, sem jafnvel getur haft alveg öfug áhrif og eyðilagt
frægasta goshverinn að fullu og öllu. Það veit nefnilega enginn hvernig
umhorfs er niðri í botni Geysis, og eins gæti skeð að með borun opn-
aðist aðrennslinu ný leið og auðveldari, og vatn leitaði aldrei þangað
aftur. Þarna er ekkert hægt að reyna áður en framkvæmt er, og gerður
hlutur verður aldrei aftur tekinn. En auðvelt er að reyna þá aðferð að
lækka yfirborðsvatnið án þess að nokkur verksummerki sjáist eða
skemmd hljótist af.
Sigurður Hallsson er ungur og hugmyndaríkur verkfræðingur, sem
hefur nú um áraskeið gert athuganir á Geysi, fyrst á vegum ríkisins,
en síðan á eigin ábyrgð, með leyfi frá Geysisnefnd. Hann hefur farið
óteljandi ferðir austur í Haukadal í sínum frítímum og dvalið þar langar
stundir við athuganir og mælingar. Sigurður hefur auðvitað myndað
sér ákveðnar skoðanir um flesta hluti í sambandi við Geysi. Flestar
þeirra byggjast á staðreyndum, sem fram hafa komið við rannsóknir
hans og annarra. En óteljandi eru samt þau atriði, segir hann, sem
enginn veit um ennþá. Mörg þeirra er hægt að rannsaka, ef tími, tæki
og peningar eru fyrir hendi, en önnur verða hulin um ókomna framtíð,
eins og t.d. hvernig hverinn er í raun og veru neðanjarðar. Um það
hefur hann gert sér hugmyndir, sem byggjast á llkum. En um eitt er
hann alveg viss. Það er að enginn veit með vissu hvort borun niður
í strokk Geysis mundi endurlífga hann — eða eyðileggja. Jafnvel þótt
líkurnar á því að það bæri árangur væru 90%, væri ekki réttlætanlegt
að gera það fyrr en allar aðrar og saklausari aðferðir hefðu verið reyndar.
VIKAN hafði samband við Sigurð Hallsson snemma í sumar, og fór
fram á samvinnu við hann um að gera þá tilraun að lækka vatnið í
skálinni. Hann samþykkti það með glöðu geði, þvl hann hefur þá bjarg-
föstu skoðun að það sé skylt að gera áður en hafizt er handa með
aðrar og óafturkallanlegar aðgerðir. Leyfi til þessarar tilraunar fékkst
með því skilyrði að Sigurður sæi um framkvæmdir. Lítil vatnsdæla var
fengin að láni hjá Vatnsveitu Reykiavíkur, og haldið austur í góðu veðri.
Dælan var tengd við vatnið í skálinni og tekið til við að dæla ár
henni. Á tiltölulega skömmum tíma tókst að lækka vatnsyfirborðið um
nokkra sentimetra niður fyrir raufarbotninn, en þá kom í Ijós, að dæl-
an hafði ekki lengur við innrennslinu inn f hverinn. Margar ástæður
voru til þess, dælan var of afkastalítil, vatnið Framhald á bls. 39.
VIKAN 51. tbl. — 21