Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 17.12.1964, Qupperneq 24

Vikan - 17.12.1964, Qupperneq 24
r Framhaldssagan 27. hluti eftir Serge og Anne Golon Hún settist á stein við eldinn. Hitinn var kæsandi. — Barbe, hvar eru drengirnir mínir? Kringlóttar kinnar Barbe titruðu, eins og hún myndi bresta í grát. Hún kyngtíi munnvatni sínu og gat loksins svarað: — Þeir voru settir í fóstur, Madame.... Fyrir utan París .... I þorpi skammt frá Longchamp. Þetta var bragð, sem Marquise des Polacks hafði kennt henni. E’kki nógu áhrifamikið til að slá lögreglumanninn niður, en nóg til Þess að koma vitinu fyrir hann. Hann sleppti Angelique og hún flúði. 1 Nesle turninum voru allir sem óðast að koma aftur. — Við getum sleikt sár okkar, sagði Jactance. — En hvílíkur fengur vinir mínir, hvílíkur fengur. Og á borðið hrúguðu þeir upp skikk.ium, sverðum, gimsteinum og hringlandi pyngjum. Flipot, svartur og blár eins og reykt jólagæs, kom heilu og höldnu með pyngju herramannsins, sem honum hafði verið skipað að ráðast á. Það var gert mikið veður út af honum og hann fékk að borða við borð Calembredaine ásamt beim, sem snæddu þar alltaf. Angelique, muldraði Nicholas. — Angelique, ef ég hefði ekki fundið þig aftur.... -—■ Hvað hefði þá gerzt? — Ég veit það ekki.... Hann dró hana að sér og þrýsti henni að þreklegu brjósti sínu, eins og hann ætlaði að sprengja hana. — Æ, vertu ekki að þessu! andvarpaði hún og losaði sig. Hún stóð upp og hallaði höfðinu upp að rimlunum við þröngan glugg- ann. Djúpblár og stjörnubjartur himinninn speglaðist í lygnu vatni Signu. Loftið var þrungið ilmi möndluviðartrjánna í garðinum við Faubourg Saint-Germain. Nicholas kom fast upp að henni og kjassaði hana með augunum. Hún var snortin af stöðuglyndi ástríðu hans. — Hvað myndirðu hafa gert, ef ég hefði ekki komið aftur? — Það er undir ýmsu komið. Ef lögreglan hefði náð i þig, hefði ég sent allan flokkinn af stað. Við hefðum fylgzt með öllum fangelsum og sjúkrahúsum. Við hefðum bjargað Þér. Ef það hefði verið vegna þess, að hundurinn hefði kyrkt þig, hefði ég leitað að hundinum og meistara hans, hvar sem var, og drepið hann. Ef það hefði verið.... Rödd hans varð rám: — Ef það hefði verið vegna Þess, að þú hefðir farið með öðrum ■— hefði ég fundið þig, hvar sem var, og Það hefði kostað blóð hins manns- ins. Hún brosti, því fölu og stríðnislegu andliti brá fyrir i huga hennar. En Nicholas var gleggri en hún hélt, og ást hans skerpti skilningarvitin. —• Láttu þér ekki detta í hug, að þú eigir auðvelt með að komast frá mér, hélt hann áfram ógnandi röddu. — Við svíkjum ekki hvert ann- að í undirheimunum á sama hátt og þeir gera á hærri stöðum, en ef það kemur fyrir, skaltu deyja. Þú munt hvergi geta leitað þér skjóls. Við erum of mörg og við erum of aflmikil. Við munum finna þig, hvar sem væri: í kirkjunum, í klaustrunum, jafnvel í höll konungsins. Starf okkar er vel skipulagt, eins og þú veizt. Og það er það, sem mér líkar í rauninni bezt, Það er að skipuleggja orrustur. Hann reif frá sér blússuna og sýndi henni lítinn, bláleitan blett, skammt frá hjartasfað. — Sérðu þetta? Mamma sagði oft við mig: — Þetta er föðurmerkið þitt. Vegna þess, að faðir minn var ekki þessi feiti og klunnalegi gamli Merlot. Nei, mamma átti mig með hermanni, liðsforingja, háttsettum liðsforingja. Hún sagði mér aldrei náfn hans, en stundum, þegar Pére Merlot ætlaði að berja mig, hrópaði hún á hann: Snertu ekki drenginn. Hann er af göfugu blóði. Þú vissir þetta ekki eða hvað? — Launsonur málaliða! Það var þá aldeilis til að monta sig af, sagði hún hæðnislega. Hann kreisti hendur hennar og axlir með sterkum höndum sínum. —• Stundum langar mig til að brjóta Þig eins og hnetu. E'n ég hef varað þig við. Ef þú nokkurn tíma svikur mig... . — Það er ekkert að óttast. Faðmlög þín eru meira en nóg fyrir mig. —■ Af hverju segirðu það með svona andstyggilegum svip? — Vegna þess, að maður yrði að vera með ofsalega brókarsótt til að biðja um meira. Bara, ef þú gætir verið svolítið blíðari. — Ég? Er ég ekki blíður? öskraði hann. — Ég, sem tilbið þig! Reyndu að segja það aftur, að ég sé ekki blíður. Hann lyfti krepptum hnefa. Hún æpti á hann: — Snertu mig ekki, bóndi! Ruddi! Mundu eftir Marquise des Polacks! Hann lét handlegginn síga. Hann horfði lengi á hana og svo and- varpaði hann: — Fyrirgefðu mér. Þú hefur alltqf yfirhöndina, Angelique. Hann brosti og rétti klunnalega út handlegginn: — Komdu samt. Ég skal reyna að vera blíður. Hún leyfði honum að kasta henni í fletið og gaf sig honum á vald, kæruleysislega og annars hugar. Þegar hann var ánægður, hvíldi hann lengi þegjandi hjá henni. Hún fann snarpt, stuttklippt hár hans við vanga sinn. Að lokum sagði hann bældri röddu: — Ég veit það núna. . . . Þú verður aldrei mín. Það er ekki aðeins þetta, sem ég vil fá. Ég vil fá hjarta þitt. —- Þú getur ekki fengið allt, vesalings Nicholas, sagði Angelique. — Einu sinni áttirðu hluta af hjarta mínu, nú áttu allan likama minn. Einu sinni varstu vinur minn Nicholas. Nú ert þú húsbóndi minn Calem- bredaine. Þú hefur jafnvel drepið minninguna um þann hlýhug, sem ég bar til þín, þegar við vorum börn. En ég er bundin þér, þrátt fyrir það, á annan hátt, vegna þess að þú ert sterkur. Maðurinn stífnaði af sársauka. Hann stundi og andvarpaði aftur: — Mér þætti gaman að vita, hvort ég neyðist ekki til að drepa þig einhverntima. Hún geispaði og reyndi að sofna. -— Láttu ekki eins og fífl. 58. KAFLI Eitt kvöld um sumarið smeygði Rotni-Jean sér inn í bækistöðvar Cal- embredaine í Nesle-turninum. Hann kom til að hitta konu að nafni Fanny, sem átti tíu börn, sem hún ýmist leigði út eða hafði selt. Hún lifði þægilegu lífi við þessa dægradvöl, sagðist aðeins gera þetta fyrir ánægjuna, seldi sig aðeins endrum og eins af gömlum vana, en það hafði engin áhrif á fjölgunaráhuga hennar. Þvert á móti. Rotni-Jean kom til að panta fyrirfram barnið, sem hún gekk með. Hún var slungin bísniskona og sagði: — Þú verður að borga meira fyrir hann en venjulega, því að hann verður með klumbufót. — Hvernig veiztu það? — Náunginn, sem gerði hann, hafði klumbufót. — Óhó! sagði Marquise des Polacks, stríðnislega og hló hátt. — E'n hvað þú átt gott að vita hvernig hann var, náunginn, sem gerði hann. Ertu viss um, að þú ruglir ekkert saman? — Ég er frjáls að því að velja og hafna, var hið virðulega svar. Svo hélt hún áfram að spinna úr óhreinni ull. Þetta var vinnusöm kona, sem leiddist að vera aðgerðarlaus. Apinn litli, Piccolo, stökk upp á axlir Rotna-Jean og reif í flýti lokk úr hári hans. —- Hræðileg skepna! æpti maðurinn og reyndi að slá hann með hatt- inum. Angelique var ánægð með hegðun apans. Hann fór ekki i grafgötur með óbeit sína á þessum barnakaupmanni. En af Því Rotni-Jean var maður, sem vert var að bera virðingu fyrir, vegna þess að Stóri-Coesre hafði mikið álit á honum, kallaði hún i apann og sagði honum að koma. Rotni-Jean nuddaði á sér hausinn og muldraði skammaryrði. Hann hafði þegar varað Stóra-Coesre við því, að menn Calembredaine væru ósvífnir og hættulegir; að þeir reyndu að ráða yfir öðrum, en sá dagur kæmi að hinir myndu gera uppreisn. Og þá.... — Komdu og fáðu þér að drekka, sagði Marquise des Polacks til að róa hann. Hún hellti honum fulla krús af heitu vini. Rotna Jean var alltaf kalt, jafnvel um mitt sumarið. Hann virtist hafa kalt blóð 1 æðum sinum. Hann hafði glerkennd augu eins og fiskur, og húð hans var einna líkust roði. Þegar hann hafði lokið við að drekka, færðist skelfilegt bros yfir var- ir hans, og í ljós kom röð af svörtum, molnuðum tönnum. Thibault líru- kassaleikari kom inn í fylgd með Linot iltla. -—■ Ah! Þarna er þessi litla elska, sagði Rotni Jean og nuddaði sam- an höndunum. — Thibault, þá er það afráðið. Ég kaupi hann af þér og borga fyrir hann — haltu þér nú fast! — 50 hlvres. Það eru heil auðævi. Gamli maðurinn leit ráðviltur út í gegnum rifurnar i stráhattinum sínum. Hvað á ég að gera við 50 livres, og þar að auki, hver lemur fyrir mig trumburnar, ef ég hef hann ekki lengur? — Þú getur þjálfað einhvern annan. — En þetta er barnabarn mitt. — Jæja, þá, af hverju geturðu ekki unnt honum þess bezta? sagði Rotni Jean og brosti enn meira. — Hugsaðu þér bara, að þessi sonar- sonur þinn verði klæddur í fínustu föt. Ég er ekki að ljúga að þér, Thibault. Ég veit, hverjum ég ætla að selja hann. Hann verður í fylgdar- liði prinsanna og síðar meir, ef hann verður snjall, getur hann náð hæstu stöðum. Rotni Jean strauk brúnan hrokkinkoll barnsins. — Fyndist þér það ekki gaman, Linot? Fá fin föt, éta fylli þína af gulldiski, og fá sætindi allan daginn?

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.