Vikan - 17.12.1964, Side 30
Þegar komið er heim úr bíó
eða leikhúsinu
FISKTOPPAR
Þennan rétt má gera íyrr um daginn og hafa tiltækan í ísskápnum þegar heim er
komið um kvöldið.
1 kg góður fiskur, þorskur eða ýsa, salt. I hvern líter vatns er sett 1 matsk. salt,
2 matsk. edik, 1 laukur, 3 heil piparkorn, 5 heil allrahanda korn, 1 Iárviðarlauf, dill.
Hluapið gert úr: 12 blöðum matarlím í hvern líter fisksoðs. Skreytt með: 2 harðsoðnum
eggjum, 200 gr rækjur, grænt dill eða persilja (eftir því hvað hægt er að fá), 1—2 tómatar,
1 sítróna Vi 1 rjómi, 1 tsk. rifin piparrót, svolítið salt, örlítill sykur, 1 tsk. edik.
Fiskurinn hreinsaður, nuddaður að innan með salti og látinn standa á köldum stað
um stund. Lögur soöinn úr vatni og kryddinu, það mikið að hann geti náð yfir fiskinn.
Fiskurinn síðan guíusoðinn á rist í pottinum. Soðið má ekki sjóða of mikið, heldur
aðeins malla. Ltáið svo fiskinn kólna, síiö soðið vel og látið suðuna koma upp aftur.
Bræðið matarlímið og blandið súpuna. í botninn á litlum formum er hellt svolitlu
hlaupi og eggjasneiðum og rækjum raðað þar í og myndað fallegt mynztur. Látið það
stífna áður en fiskurinn, sem brotinn hefur verið í smástykki, er settur í, ásamt þvi
sem eftir er af hlaupinu, sem haldið hefur verið volgu á meðan. Þegar það er kalt, er
toppunum hvolft úr formunum, raðað á fat og utan með sítrónusneiðum, tómötum og
dill. í miðjuna er þeyttur rjóminn settur, sem blandaður hefur verið piparrót.
*
'r
JOLAGLÖGG
1 flaska rauðvín, 2 dl portvín, 100 gr sykur, 8—10 negul-
naglar, 1 stk. engiferrót, 1 heil kardimomma (hýðið tekið af),
1 kanilstöng, 50 gr pommeransbörkur, 25 gr möndlur, 100 gr
rúsínur.
Öllu blandað saman og sett í pott (nema rúsínum og möndl-
um) og hitað að suðumarki, en suðan má alls ekki koma
upp. Möndlunum og rúsínunum bætt í. Sé óskað eftir sterk-
ari drykk er gott að bæta rommi eða koníaki í eftir smekk.
Borið fram í púnsskál og ausið í litla bolla eða púnsglös.
Sé tækifærið hátíðlegt, má leggja grind með molasykri yfir
skálina, hella svo dálitlu af glögg yfir eða hreinu koníaki,
kveikja í og bera fram logandi.
ÁVAXTAPÚNS
Zy2 bolli ósætur grapefruitsafi, 2V2 bolli ósætur ananas-
safi, */« bolli sykur, 2 kanilstengur, 1 tsk. negulnaglar.
Hitið allt að suðu og látið svo aðeins malla í 5 mín. Borið
fram heitt.
•=a_0
EGGJASNAPS
Eggjasnaps er alltaf vel þeginn kvölddrykkur og má gcra
hann áfengan eða óáfcngan að vild.
1. 8 egg, 1 bolli sykur, 1 ',í bolli eða mcira af ananassafa,
V2 I rjómi, rifinn appelsínubörkur.
XI. 8 egg, 1 bolli sykur, zy2 bolli mjólk eða mcira, Ví 1
rjómi, sherry, romm eða annað vin eftir smekk, rifið múskat.
Eggjarauðurnar og helmlngurinn af sykrinum þeytt vel
saman. Ávaxtasafinn eða mjólkin sjóðhitað og rjómanum bætt
í. Hellt yfir eggjarauðurnar og hitað aftur, en hrært stöðugt
í. Víninu bætt f, sé það notað. Eggjahviturnar stífþeyttar og
hinn helmingur sykursins settur í og því blandað varlega
í hcitan vökvann. Rifnum appelsínuberki stráð út á ávaxta-
snapsinn en múskati á vínsnapsinn. Borið fram heitt.
VIKAN 51. tbl.